Musica - 01.07.1948, Qupperneq 5

Musica - 01.07.1948, Qupperneq 5
lendingar í Höfn, sem 'komið 'höfðu til að hlusta á æfingu þessa, óttuðust, að okkar litli söngkór, sem aðeins var skipaður rúmlega 50 manns, myndi eiga erfitt uppdráttar gegn hinum fjölmennu og velæfðu erlendu kórum, sem höfðu helmingi og allt að tíu sinnum fleiri þátttakendur. Otti þessi reyndist sem betur fór ástæðulaus, eins og síðar kom á daginn, enda er söngtæknin ekki komin undir fjölda söng- fólksins sem flytur verkin, heldur allri meðferð og túlkun þess, sem þó verður fyrst góð, að hún grund- vallist á innri sönggleði. Æfingu þessari stjórnaði hinn aldraði danski hljómsveitarstjóri, Georg Höe- berg, og fórst það sérstaklega vel úr hendi, eins og vænta mátti um svo mikilhæfan mann. Það má geta þess sérstaklega, af því að það varðar okkur Islend- inga, að hrifning Höebergs var svo mikil á hinum íslenzka kafla Sigfúsar Einarssonar í kórverkinu, að hann stöðvaði sönginn í miðjum kaflanum, til þess að láta í ljós hina miklu aðdáun sína á hinu snilldarlega handbragði Sigfúsar Einarssonar á hon- um. Var það og ætíð síðan, er þessi kafli var sunginn af okkur Islendingunum, að ljómi færðist yfir ásjónu þessa aldraða hljómsveitarstjóra. Þriðjudaginn 1. júnií kl. 12,30 var önnur sameigin- leg æfing í Konunglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn; en sjálfur hátíðarkonsertinn hófst þar kl. 19,15. Er tjaldið var dregið frá, og hinir 1000 söngmenn Norðurlandakóranna stóðu á leiksviðinu, en hljóm- sveit Konunglega leikhússins fyrir neðan, mátti sjá hvert sæti leikhússins skipað áheyrendum, hátíðlega klæddum. I konungsstúkunni sátu Friðrik Danakon- ungur og drottning hans Ingiríður, ásamt Alexand- rínu drottningu móður konungsins. Efnisskráin hófst á því, að lúðrar voru þeyttir, en því næst hófst ávarp formanns undirbúningsnefndar mótsins, Júlíusar Rasmussen framkv.stj., en að þvi loknu opnaði Hartvig Frisoh, menntamálaráðherra mótið með stuttri ræðu. Var þar á eftir sungið lagið „Kong Kristian stod ved höjen mast“. Að því loknu hófst fyrsti hluti hátíðaihljómleikanna með því að leik- inn var Sigurmaroh guðanna úr Þrymskviðu undir stjórn Georgs Höebergs. Hófst nú annar þáttur efnisskrárinnar með því, að kór 'hvers lands, sem þátt tók í mótinu gekk fram og söng sína sérstöku efnisskrá. Fyrst gekk fram norski söngkórinn. Stjórnandi hans var Arild Sandvold, en einsöngvari Waldimar Johnsen. A eftir söng kórsins var sunginn norski þjóðsöng- urinn af öllum kórunum sameiginlega. Dr. Victor vott Urbantschitsch stjórnar. Að þvií loknu söng kór Svíanna undir stjórn Josef Hedar, eri einsöngvari kórsins var Sven Nilsson. A eftir söng kórsins var sungið Sverige_, eftir Wilh. Sterihammar, af öllum kórunum sameiginlega. Þá söng finski söngkórinn, undir stjórn Martti Tur- unen án hljómsveitarundirleiks, en eftir söng kórs- ins sungu allir kórarnir sameiginlega finska sönginn Suomen Laulu eftir F. Pacius. Hófst nú þáttur Islands, með því að Tónlistarfélags- kórinn gekk fram á sviðið. Við sem stóðum nú fremst á sviðinu gátum greint spenninginn og eftirvænting- una í andlitum þeirra íslenzku áheyrenda, sem við sáum í sætaröðunum, en fyrir framan okkur stóð hinn öruggi söngstjóri okkar Dr. Urbantschitsc'h al- búinn til að gefa merki um að söngurinn skyldi hefj- ast. Og n.ú hófst hann. Fyrst sungum við „Bæn um frið“ úr Oratoríinu „Friður á Jörðu“, eftir Björgvin Guðmundsson, tón- skáld, með undirleik hljómsveitar, en því næst Lof- söng úr Alþingishátíðarkantötunni 1930 eftir Dr. Pál Isólfsson, tónskáld, einnig með undirleik hljómsveitar. A eftir þessu sungu allir kórarnir sameiginlega ís- lenzka þjóðsönginn, O, guð vors lands. Var þá þætti íslands lokið að þessu sinni, en hinn fjölmenni danski kór hóf söng sinn undir stjórn Georg Höeberg. Loks var sungið lagið „Vort Hjem du danske Jord“ eftir Horneman af öllum kórunum sameiginlega, og MUSICA 5

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.