Musica - 01.07.1948, Side 10

Musica - 01.07.1948, Side 10
— Já, Tónlistarskólinn notaði hann í nokkur ár fyrir stríð, svo og öll strfðsárin, yfirleitt má segja, að starf lúðrasveitanna hafi haft mikil álhrif á þróun Norrœna söngmótið tórílistar höfuðstaðarins, meiri áhri’f en flesta grunar. í Kaupmannahöfn. — Ertu ekki þreyttur á starfinu með lúðrasveitun- urn ? ' Fratnhald af bls. 6. — Nei, þvert á móti, ég held, að ég sé jafn áhuga- samur um þeirra hag og ég var fyrst. — Hvenær snerir þú þér að tónfræðinni? — Ég held, að ég hafi byrjað að semja lög innan^ fermingar, hafði litla sem enga tilsögn, þó kenndi Reynir Gíslason mér nokkuð, annars lærði ég mest í sjálfsnámi. Svo fór ég út til Danmerkur og stundaði um tíma nám hjá T. H. Dyring, er stjórnaði hljóm- sveit konunglega lífvarðarins, en fjárskorturinn sagði brátt til sín og ég varð að hverfa heim, en hér lauk ég svo námi hjá þeim dr. Mixa og dr. Urbantschitsch. — Þú hdfur samið fjölda af tónverkum? — Ja-<á, það yrði að minnsta kosti of langt mál að telja þau upp hér. — Hvað er langt síðan þú byrjaðir á svítunni? — Um það bil 10 ár, en á cantötunni í fyrra. — Ertu ekki með eitthvað nýtt? — Nei, ekki sem stendur, en ég er efái heettur. — Telur þú þig hafa orðið fyrir á'hrifum einhvers sérstaks tónskálds ? — Ég veit ekki — ég hef auðvitað haft dálæti á mörgum tónskáldum, en það hefur verið mjög brevti- legt. — Ertu þreyttur á kennslunni? — Kannski á vorin, annars hef ég gaman af kennslu. — Hvað segir þú um íslenzka tóniist? — Hún er á hraðri ferð fram á við og upp, og á mikla framtíð. — Að síðustu, hvar færðu hugmyndir þínar? — A göngúferðum, náttúran hefur gefið mér flest- ar mínar hugmyndir. Það er að mínu áliti nauðsynlegt fyrir tónskáld, að vera ávallt í sem nánustum tengsl- um við móðir náttúru, e\kert jafnast á við hugmynda- auðgi hennar. Við kveðjum Karl O. Runólfsson og óskum, að hann megi halda þau fyrir'heit, er hann hefur gefið öllum þeim, er íslenzkri tónlist unna. Klarinettið: Pyntingarverkfæri leikið af manni með bómull troðinni í eyrun. Það eru tvö hljóðfæri verri en klarinettið — tvö klarinett. Ambrose Bierce. fremst, en finski og norski kórinn fylgja fast á eftir. Hér var hin sterka og frjálsa sönggleði að völd- um“. Berlins\e Tidende segja: „Það voru líka mildir tónar í íslenzka söngnum undir stjórn Dr. Urbantsdhitsdh, og sérstaklega vöktu afhygli heitar tiJfinningar 1í náttúrurequiem Jóns Leifs“. Kristilegt Dagblad segir m. a.: „Islenzka lagið „Lofsöngur" eftir Pál Isólfsson verð- ur ásamt danska laginu „Danskur sálmur“ eftár Ktiud- aage Riisager að teljast bezta músik kvöldsins." og ennfremur: „Finnski kórinn og íslenzki kórinn voktu mesta aðdáun í þjóðlögunum“. Þetta voru helztu ummæli gagnrýnenda danskra 'blaða, og meguim við vel við una. En þótt ýmsir aðilar eigi þakkir skilið fyrir það, að úr þessari för gat orðið, og þá ekki síst söngfólkið sjálft, ásamt stjórn sinni og formanni, sem allt hefur lagt á sig mikla vinnu og fjárútlát, þá má þó ekki gleyma því, að mestan og bestan þáttinn í hinum góða árangri kórsins á söngstjóri hans, Dr. Urbant- schitsch, sem með sinni alkunnu árvekni og natni við æfingar hefur gert kórinn að því, sem hann er í dag. Þessu má íslenzka þjóðin ekki gleyma, iþegar hún þakkar vel unnin störf. Læt ég svo útrætt um þetta mál hér, en formaður og söngstjóri kórsins, sem enn eru erlendis, munu, ef ritstjóri blaðsins óskar þess, geta gefið viðbótar- lýsingu á dvöl kórsins í Danmörku og hinum ágætu móttökum þar, og birt þá fleiri myndir, sem eigi komust í þetta blað. Lýk ég svo Iþessum orðum mínum með því að óska þess, að íslenzka þjóðin eigi ávallt sama hugarfar og hið mikla tónskáld Beethoven, er kemur svo greini- lega fram í Iþessum orðum tónskáldsins, sem færð eru f letur í æfisögu hans: „Frelsi og jramför er mar\mið listarinnar, eins og alls lífsins". 10 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.