Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 7

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 7
Frœgir erlendir tónsnillingar IV.: Sir Tonrtas Beecham Það má segja, að tveir menn hafi skapað það tón- listalíf, sem nú er í Englandi, en það eru þeir Sir Henry Wood og Sir Tlhomas Beedham. Þó að Royal Philharmonic Society hafi starfað frá árinu 1813 var ek'kert fjör í hinu brezka tónlistalífi fyrr en Sir Henry Wood hóf hina þekktu hljómleika sína í Queens Hall 1895. I nær 50 ár stjórnaði Sir Wood þessari star'fsemi, og þótt hann væri enginn af- burða stjórnandi, skapaði hann með þessum hljóm- leikum sínum þann grundvöll, sem margir listamenn hafa byggt alla sína framtíð á. Hinn maðurinn, Sir Thomas Beedham, er áreiðan- lega mesti hljómsveitarstjóri, sem Bretar ihafa átt. Og um allan heim er.litið á Sir Thomas sem einn fágað- asta hljómsveitarstjóra, sem uppi er. Sir Thomas hefur aldrei þekkt peningavandræði og hann hefur með eigin peningum stofnað eigin hljómsveitir og þannig getað komið áhugamálum sín- um í framkvæmd. Faðir hans var barón, Joseph Beeoham að nafni, er græddi offjár á svo nefndum Beeoham-pillum. Voru pillur þessar hreinasta plága í flestum löndum Evrópu og gamli Beedham auglýsti þær með eftirfarandi hend- ingu: „Hark, tihe herald angles sing, Beeoham pills are just the thing“. En fyrir þann óhemjugróða, sem gamli Beecham fékk af pillunum, lánaðist syni hans að lyfta ensku menningarlífi þangað, sem það er í dag. Thomas Beedham fæddist 1879 í Lancashire á Eng- landi. Sjö ára að aldri kynnti hann sér Wagner parti- turana. Tíu ára að aldri stjórnaði hann í fyrsta sinn áhugamannahljómsveit en tók nokkru síðar við stjórn hinnar frægur Hallé-lhljómsveitar, eftir að þýzki hljóm- sveitarstjórinn Hans Ridhter hætti. Jafnframt fékk hann beztu menntun, er völ var á og skapaði það grundvöllinn undir hina miklu fágun, er hann sýnir. Hann stjórnaði nú hinum og þessum hljómsveit- um, en var ekki ánægður með að vera gestur hjá öðrum og 1906 stofnaði hann eigin hljómsveit, er hann nefndi „The New Symphony Orc.“ og hafði hana í tvö ár, en stofnaði síðan aðra, er bar hans eigið nafn „The Beedham Symphony Orc.“. Arið 1910 hóf hann uppfærslur á söngleikjum, fyrst í Covent Garden, og síðar í Drury Lane. Arin fyrir og eftir fyrri Iheimsstyrjöldina uppfærði hann fjölda söngleikja og voru uppfærslurnar mjög vandaðar. Fyrir utan hina venjulegu söngleiki upp- færði hann marga af hinum nýrri leikjum, eins og t. d. „Peleas og Melisande“ eftir Debussy, Elektra og Salome eftir Strauss o. fl. Því var haldið fram, að þessar uppfærslur hefðu kost- að hann um það bil eina miljón punda (26 miljónir ísl. kr.). Beecham hefur sjálfur svarað þessum ágisk- unum: „Uppfærslurnar hafa tæplega kostað mig eina miljón punda, en ég fékk eitt sinn kunningja minn til að reikna það út fyrir mig, og er ég heyrði upp- hæðina féll ég í yfirhð og það varð að lífga mig við með koníaksglasi". Beedham er heimsmaður, og er frjálsmannlegur og óþvingaður í öllum hreyfingum og á hljómsveitar- MUSICA 7

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.