Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 9

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 9
— Hvenær byrjaðir þú að læra á hljóðfæri? — Eg helcl að það séu um 35 ár síðan ég byrjaði að leika á alt-ihorn, en þegar fyrsti trompetistinn í lúðrasveitinni gafst upp, byrjaði ég við trompetinn og hefi haldið á'fram við hann síðan. — Þú hefur verið í mörgum lúðrasveitum? — Já, það er óhætt að segja, fyrst var ég í lúðrasveit, er Góðtemplarar hér höfðu og var kölluð Svanur, en seinna keyptum við allan útbúnaðinn af reglunni og stofnuðum lúðrasveit upp úr því og nefndum hana Gígju, en hún rann seinna inn í Lúðrasveit Rey\ja- vihur. Fyrir sameininguna réðum við til okkar erlend- an kennara, en er lúðrasveitirnar runnu saman hóf- um við byggingu Hljóms\álans“. — Hvers vegna höfðuð þið þetta lag á húsinu? — Jú, okkur vantaði hús og lóð, og snerum okkur til bæjarins, sem útlhlutaði okkur lóð þarna og ákvað byggingarlagið. En þarna er eins og kunnugt er mjög vont að byggja, og urðum við t. d. að fylla með grjóti ca. tvo metra niður til þess að húsið gæti staðið, og er byggingunni lauk um 1923 hafði hún kostað hvorki rneira né minna en um 27.000.00 kr., sem var óhemju- fjárhæð í þá daga. — Samt hefur hann komið að góðum notum? MUSICA 9

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.