Musica - 01.07.1948, Side 24

Musica - 01.07.1948, Side 24
RITSTJÓRISAR. RABB Þetta tölublað Musica hefur tafizt nokkuð, vegna verkfalls prentmyndasmiða. Er í þessu tölublaði haldið áfram á þeirri braut, er mörkuð var strax í upphafi, þar sem sýnt er, að fyrsta tölublað hefur átt vinsaddum að fagna. Að þessu sinni birtist í ritinu eitt lag fyrir söng og píanó. Auk þess kemur fram nýr þáttur, er nefnist „Hljóð- færin og hljóðfæraflokkar". Musica hefur fengið tvo nýja samstailfsmenn, en það eru þeir Karl Sigurðsson, er mun annast þáttinn „Um mandólínmúsik“ og Kristján Kristjánsson, er annast leiðbeiningar í hljómsveitarstjórn. Einnig hefst í þessu blaði þátturinn „Hljóðfærin og meðferð þeirra“ og er fyrst tekinn fyrir gítarinn, en um hann ritar Axel Kristj'ánsson gítarleikari. Hvers þarfnast nútíminn meira en andlegrar vakn- ingar og bezta og greiðfærasta leiðin liggur með vængjum söngsins. Verður þeim, er leggja frístundir sínar í það að gleðja meðbræður sína með fögrum söng, seint þak'kað að verðleikum þann skerf, er þeir leggja til andlegrar vakningar þjóðarinnar. Nú komið heil til hafnar, er hækkar sólin flug — um vota vegu drafnar með vor og söng í hug! Þótt stríð með grálynt gaman nú geisi ár og dag, við syngjum okkur saman og semjum bræðralag. Þetta er byrjun á kvæði, er ort var í tilefni söng- mótsins og finnst okkur það eiga erindi til allra landsmanna á þessum erfiðu tímum stríðs og hörm- unga. 24 MUSICA Bréfakassinn hefst og í þessu blaði og hafa lesendur notfært hann dyggilega og þökkum við aðsend bréf. TÓNLISTARHÖLL. Fjarlægur draumur? Ef til vill, en slíkur draumur blýtur að geta orðið að veruleika, ef nægur skilning- ur er fyrir hendi. Tónlistarfélagið hefur la-gt mikið starf í að gera þennan draum að veruleika, en hingað til hefur ekki verið um nægan skilning að ræða til þess að það- mætti takast. Allir vita, að aðbúð hljómsveita, kóra og einstakl- inga til æfinga er með öllu óviðunandi, og allir vita að aðeins fjársterk félög og einstaklingar geta lagt út í hljómleikabald vegna þess, hve bíóin eru dýr. Austurbæjarbíó tekur t. d. 2000—2500 kr. fyrir hvern ‘hljómleik og sannleikurinn er sá, að vegna hæpinnar aðsóknar verður sá, er ætlar að halda hljómleika, að ‘hafa a. m. k. 5000 kr. í reiðufé til að greiða væntan- legan halla af hljómleikum. Þetta er auðvitað algerlega óviðunandi, en verður ekki leyst svo lengi sem almenningi og ríkisstjórninni skilst ekki, hvílík nauðsyn er á sliku húsi. Aðeins þjóð á háu menningarstigi getur teflt fram jafn mörgum hæfum tónlistarmönnum og við, en það sýnir ekki hátt menningarstig að þessir menn skuli búa við verstu hugsanleg kjör, og að æskan innan tónlistarinnar skuli þurfa að leika í Tripolí. Krafan um tónlistarlhöll er sjálfsögð sanngirniskrafa allra tón- listarmanna, þeir hafa þegar sýnt með þeim góðu áröngrum, er þeir hafa náð á innlendum sem erlend- um vettvangi, að þeir eiga skilið að fá góðan aðbúnað. Sumir lesendur vorir munu e. t. v. segja: „Látum þá fullgera Þjóðleikhúsið fyrst“. — Við brosum og minnumst hugljúfra æskudaga, þegar Þjóðleikhúsið átti að vera tilbúið „næsta ár“.

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.