Musica - 01.07.1948, Side 11

Musica - 01.07.1948, Side 11
Tónlistarskólinn í Reykjavík Stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík má óhikað telja merkasta viðburðinn í tónlistarsögu land'sins. Skólinn var settur í fyrsta sinn 1. október 1930 og stunduðu þann vetur nám milli 30 og 40 nemendur, en nú stunda á annað hundrað nemenda nám við skólann. Ekki aðeins æska höfuðstaðarins nottfærði sér þá möguleika, er skólinn hafði upp á að bjóða, heldur streymdi fólk úr sveitum land'sins, flest ungt fólk, er hafði þráð að kynnast tónlistinni og nú sá drauma sína rætast með stofnun skólans. Starf það, er skólinn hefur af hendi leyst í þau átján ár, er hann hefur starfað, verður aldreir metið til fjár. Er skólinn var stofnaður voru hér aðeins ör- fáir tónlistarmenn innlendir, en nú getum við boðið upp á ágæta sinfóníuhljómsveit auk svo margra ágætra einleikara að of langt mál yrði að telja þá alla upp. Þessar breytingar, er urðu við stofnun skólans eru svo gagngerar, að þær eru vafalaust einsdæmi, því hjá flestum þjóðum he’fur tónlistin þróast í gegnum aldirnar smátt óg smátt, og tónlistin, sem nú er leikin meðal þeirra, er arfur frá fornri tónmenningu. Hér á landi urðum við að skapa okkar eigin tón- menningu og má segja að nemendur og kennarar Tónlistarskólans hafa lagt drjúgan skerf til þess, er unnizt hefur. Skólastjóri við skólann hefur verið frá byrjun dr. Páll Isólfsson og hefur hann jafnframt kennt orgelleik, tónlistarsögu og formfræði. Þrátt fyrir það plássleysi, er hamlar fullri starfsemi skólans, eru kennd 14 fög og eru nú við ihann um 20 fastir kennarar, er skiptast þannig: Píanó: Arni Kristjánsson, dr. Victor von Urhant- sóhitsch, Rögnvaldur Sigurjónsson, Lanzky-Otto, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Róbert Abra'ham, Katrín Dalhoff-Danheim og Arni Björnsson. Fiðla: Björn Olafsson, Hans Stephanik og Katrin Dalhoff-Danheim. Celló: Dr. Heins Edelstein. Dr. Páll ísólfsson, skóhstjóri. Kontrabassi: Einar Waage. Flauta: Árni Björnsson. Obó: Andrés Kolbeinsson. Klarinett: Egill Jónsson og Vilhjálmur Guðjónsson. Waldhorn: Lanzky-Octo. Trompet: Karl O. Runólfsson. Kammermúsi\: Dr. Heins Edelstein. Tónlistarsaga: Róbert Abralham, Guðmundur Matt- híasson og Dr. Páll Isólfsson. Hljómfrceði: Jón Þórarinsson, Karl O. Runólfsson, Dr. Urbantschitsoh, Dr. Edelstein og Egill Jónsson. Formfrceði: Dr. Urbantsdhitsdh og Dr. Páll Isólfs- son. Blo\\flauta: Dr. Edelstein. Fors\óli: Dr. Edelstein. Eins og sjá má á þessum kennaralista eru þetta allt úrvalskennarar hver á sínu sviði. Skólinn hefur húsnæði í Þjóðleikhúsinu, en það er mjög ófullkomið. Hefir því skólinn fesc kaup á „Þrúðvangi“ við Laufásveg og mun það bæta nokk- uð úr brýnustu þörfum skólans. Byggt mun verða við húsið salur, er mun verða notaður til hljómsveit- aræfinga og svo kennslu í tónlistarsögu og öðrum skyldum fögum. MUSICA 1 1

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.