Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 26

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 26
Pierino Gamba og kennari hans, Arduini. Undrabarnið Pierino Gamba Tíu ára hljómsveitarstjóri stjórnar án „partitura". Þessi lygilega fyrirsögn hefur birzt í flestum blöð- um álfunnar, yfir greinum um Pierino Gamba. Hann hefur verið í Danmörku og stjórnað þar filharmon- isku hljómsveitinni og konunglegu kapellunni og nú er hann í Englandi, þar sem hann að líkindum mun stjórna m. a. hinni frægu Hallé-hljómsveit. Kennari hans er frægur ítalskur hljómsveitarstjóri, Arduini að nafni, og er hann kom til Danmerkur með Pierino litla höfðu dönsku blöðin viðtöl við hann. „Pierino hefur óvenju gott tónminni", sagði Arduini „en enginn er fæddur undrabarn, og Pierino litli vinn- ur 6—8 tíma daglega við ýmiskonar tónListarnám, en þó aðeins 4 tíma, ef hann heldur hljómleika sama kvöld“. Arduini sagði ennfremur að Pierino litli hefði lesið „partitura“ af jafn mikilli áfergju og jafnaldrar hans lásu indíánasöngur. Er tíðindamennirnir spurðu drenginn, hver væru aðaláhugamál hans, svaraði hann á augabragði: „Tón- list og leikfangajárnbrautir. Ætli sé hægt að kaupa þannig brautir í Danmörku?“ Það skal tekið fram, að það tókst að grafa upp slíka „járnbraut“ og er ekki hægt að lýsa gleði drengsins. Strax eftir komuna til Kaupmannahafnar hóf Pier- ino æfingar með filharmónisku hljómsveitinni og má nærri geta, hvernig hinum þrautreyndu tónlistarmönn- um varð innanbrjóst, þegar þeir sáu þennan snáða. Fæstir þeirra trúðu þeim furðusögum, er af drengn- um gengu, en strax eftir fyrstu æfinguna fundu þeir, að hér var á ferðinni stjórnandi, er var meira en í meðallagi. Ef Pierino fannst hljómsveitin ekki fara alveg að vilja sínum, eða að honum fannst raddirnar ekki falla alveg saman, hljóp hann niður af borðinu, er hann stóð á (til þess að hann sæist) og niður til hljóm- sveitarinnar og raulaði hvernig hann vildi hafa hverja rödd, og svo heildina. Meðan hann var í Danmörku stjórnaði 'hann m. a. 5. sinfóníu Beetihovens, Ofullgerðu sinfoníu Schuberts og Orlagasinfóníunni, svo að nokkur verk séu talin. Gagnrýnendur um heim allan eru sammála um, að Pierino sé undrabarn og þótt hann hafi ekki enn náð fullum þroska sem hljómsveitarstjóri séu hæfileik- ar hans í þá átt svo sérstæðir, að hann verðskuldi að fullu viðurnefnið, sem hann gengur nú undir, en það er: „Hinn nýi Mozart“. Pierino er ekkert stundarfyrir'brigði, heldur vinnur hann ákveðið og markvisst að því að bæta þe'kkingu sína og auk þess er hann byrjaður að setnja tónsmíð- ar. Heimurinn má sannarlega vænta mikils af Pierino, ef ekkert kemur fyrir. 26 MUSICÁ Enginn mun gagnrýna þið, ef þú syngur honum lof. Judge.

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.