Musica - 01.07.1948, Page 29

Musica - 01.07.1948, Page 29
F.Í.H. hefur enga íheimild til að veita eða synja um atvinnuleyfi útlendingum til handa, en það er venja að leita umsagnar þess, eins og annara stéttarfé- laga um hvort veita eigi leyfi eða ekki. Einnig skal það tekið fram, að Feltzmann hefur ekkert atvinnuleyfi hér á landi og.atvinnuleyfi Carls Billidh er útrunnið. Mesta gremju innan félagsins vekur það, að Jan Moravék, tékkneskur tónlistarmað- ur hefur fengið atvinnuleyfi, án þess að umsagnar F.Í.H. væri leitað. Þetta leyfi hefur hann fengið beint frá dómsmala- ráðherra, án þess að F.I.H. vœri á noþþurn hátt haft þar með í ráðum. „Karl“ skrifar. Ég leytfi mér að þakka fyrir hið ágæta blað Musica. Þetta blað hefur vantað hér á landi síðan gamli Heimir leið. En mér finnst blaðið um of bundið við umsagnir um tónlistarlífið í Reykjavík og ég sá ekki eina ein- ustu umsögn um tónlist úti á landi. . Það er þó áreiðanlegt, að í sumum kaupstöðum landsins, er ekki síður fjörugt tónlistarlíf en í Rvík, t. d. á Akureyri. Vona ég að þið sjáið ykkur fært að fara eftir þessu og óska ég blaðinu alls hins bezta með framtíðina. Svar: Við þökkum bréfið, og tökum gjarna til birtingar fréttir um tónlistarviðburði úti á landi. „Musikus“ skrifar. Ég þakka fyrir Ihið ágæta blað og vona að það haldi áfram á þeirri braut, sem það hefur markað sér. Sérstaka ánægju hafði ég af ágripum söngleikj- anna, mér fannst eins og að ég gæti miklu betur fylgst með söngleiknum þegar myndirnar og tóndæm- in fylgdu með. Ég er svo 'heppinn, að eiga einmitt Carmen á plöt- um, og ég verð að segja, að þetta er í fyrsta sinni, að ég nýt verksins að fullu. En hvenær birtast nótur fyrir okkur, sem leikum á orgel? Ég bíð næsta blaðs með óþreyju. ATH.: Bréf sem berast, verða birt í þeirri röð, er þau koma, og ef kemur meira en sú síða, sem bréfa- kassanum er ætlað, verða hin látin bíða til næsta blaðs. Ennfremur, ef mörg 'bréf birtast um sama málefni, verða þau bréf valin úr, sem hógværust eru og sann- gjörnust, samanber bréf „Nótaríusar". Ungfrúin befur afar mikla tækni, en notar hana á kostnað tónlistarinnar, og var eins og tæknin væri notuð sem sýningaratriði, enda var öll efnisskráin valin þannig, að hún kæmi sem bezt í ljós. En ungfrúin á einnig til mikla mýkt og tilfinning- ar sem hún befði mátt láta betur í ljósi, eins og t. d. í Intermezzo Bralbms. Enn Ihefur ungfrúin ekki fund- ið „sál“ tónlistarinnar ef svo má að orði komast, en það mun koma og er áreiðanlegt að hin vestur-áslenzka listakona mun, er tímar líða, eiga mikla frægð í vændum. Undirtektir áheyrenda voru ágætar og hlaut ung- frúin fjölda blóma að loknum leik. T. A. Guðmunda Elíasdóttir söngþona hélt söngskemmtun í Gamla Bíó miðvikudaginn 19. maí með aðstoð Onnu Péturs, píanó, Þorvaldar Stein- grímssonar, fiðlu og í söngskránni stóð dr. Edelstein, celló, en hann sást ekki, bvað sem valdið hefur. Söngskráin var smekklega saman sett í fjórum köfl- um. Fyrst voru þar lög eftir Schubert, Carl Nielsen o. fl., fögur lög og sum alþekkt. Síðan lög eftir Hándel (úr Messías), Motzart (úr óp. II Pastore), og svo Maríuvers Páls ísólfssonar. Þá kom kafli með lögum eftir íslenzk tónskáld eingöngu, ljómandi lag eftir Hallgrím Helgason, sérkennilegt lag eftir Karl O. Run- ólfsson og nokkurskonar söngtal (recitativ) eftir Pál K. Pálsson, auk „Mamma ætlar að sofna“ eftir Sig- valda Kaldalóns. Loks voru þarna tvö lög úr brúð- kaupi Figarós“ eftir Mozart og Ave María úr „Othello“ Verdis, þarna stóð nú reyndar aðeins „Otello" í söng- skránni. Söngkonan gerði þessum lögum allgóð skil, en mest var sönggleði bennar auðheyrilega í aríum Mozarts og samviskusamleg meðferð hennar á íslenzku lög- unum gaf þeim talsverðan byr. Rödd hennar er óvenju umfangsmikil og nær um tvö svið, nokkuð 'háan sópr- an og alt, en á millisviðinu er hún nokkuð loðin. Þegar Guðmunda hefur samlagað háa og lága sviðið er 'henni borgið hvað röddina snertir. Tónvísi 'hefur hún allgóða og kom það skírt frarn í nokkrum lögum, þar sem laglínan lá um allfjarlæga leið fra undirleiknum. Eitt var það á þessum hljómleik, sem ekki verður komizt hjá að minnast á. Píanóleikarinn tróð þarna MUSICA 29

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.