Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 10

Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 10
4 ALDAR-AFMÆLI RAFSEGULSINS SINDRt fyrir störf sín í þágu rafvísindanna. I Frakklandi voru þá uppi Ampére, fjörutíu og fimm ára að aldri; Arago, þrjátíu og fjög- urra ára og De Rive, nítján ára. í Englandi var Daniell þrítugur; Faraday tuttugu og níu; Sturgeon tuttugu og sjö og Humphrey Davy fjörutíu og tveggja. I Þýskalandi var Steinheil þá nítján ára; Schilling þrjátíu og fimm; Humboldt fimmtíu og eins; Ohm þrjátíu og eins; Rumkorff var seytján ára og Werner von Siemens aðeins fjögurra. í Ítalíu var Volta sjö- tíu og fimm ára. Sjálfur var Orsed fjörutíu og þriggja ára að aldri. Því hefir oft verið haldið fram um uppfundningu þessa, eins og margar aðrar, að hún hafi verið hending ein, en það er mesti misskilningur. Menn hafði lengi órað fyrir einhverjum skyldleik milli rafmagns og segulmagns og árið 1774 gaf há- skólinn í Bæheimi út svohljóðandi spurningu: »Er nokkur verulegur og líkamlegur samjöfnuður milli rafafls og segulafls, og ef svo er, hvernig verka þessi öfl á dýralíkami?« Alits- gerðir sem háskólanum bárust um þetta voru gefnar út tíu árum seinna1 af van Swinden prófessor, sem var höfundur einnar ritgerðarinnar. Eigi varð komist að neinni ákveðinni niðurstöðu, þó að margir vísindamenn væru býsna nærri því að geta leyst þetta viðfangsefni bæði þá og síðar; hjelst málið því vakandi alt fram á daga Orsteds. Eins og nærri má geta vakti kenning Orsteds þegar mikla eftirtekt. Margir gripu strax við henni og hófu rannsóknir á grundvelli hennar. Skal hjer helst nefna Frakkann André Marie Ampére. Fregnin af kunngerun Orsteds barst honum 1. sept- ember 1880 og 18. sama mánaðar flutti hann erindi í París, þar sem hann lagði fram, í fyrsta sinn, frumatriði fræðanna um rafstraum. A þeim eru nú bygð öll þau raftæki nútímans, sem nota rafsegul eða rafsegulmagn að einhverju leyti. Ampére hjelt áfram tilraunum Orsteds og komst enn lengra. Hann fann að samskonar áhrifa varð vart með því að nota raftaug í stað segulnálar, þ. e. að strauiriberandi þráður verkar 1 Receuil de Mémoires Sur l’Analogie de l’Électricité et du Magnetisme, Couronniés et publiés. — La Haye 1784.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.