Sindri - 01.10.1920, Qupperneq 11
SINDRI
ALDAR-AFMÆLI RAFSEQULSINS
5
á aðrar raftaugar í nágrenninu, hvort sem þær eru straum-
berandi eða eigi. Er því ekki hægt að neita Ampére um
nokkuð af heiðrinum fyrir að hafa lagt grundvöllinn undir raf-
tækni nútímans.
Rúmið leyfir eigi að farið sje ítarlega út í söguna hjer. Að-
eins skal lítilsháttar minst á Orsted og líf hans.
Orsted var fæddur í Rudköbing á Langalandi 14. ágúst 1777
og var sonur lyfsala. Atti hann fyrst erfitt uppdráttar, bæði
með mentun og annað, en komst árið 1794 inn á háskólann
í Kaupmannahöfn, og las þar náttúruvísindi. 1799 var hann
sæmdur doktors nafnbót. 1801 —1803 ferðaðist hann um
Frakkland, Þýskaland og Holland; fór hann þá að kynna sjer
efnafræði og eðlisfræði og var síðan skipaður kennari í eðlis-
fræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Arið 1813 gaf hann
út rit um skyldleika milli rafmagns og efnamagns, og sjö
árum seinna kunngerði hann hina miklu uppgötvun sína. —
Orsted ljest 9. október 1851.
TILRAUNIR MEÐ VERKUN RAFSNERRU
Á SEGULNÁLINA.
Smárit eftir H. C. Orsted (Experimenta circa effectum conflictus electrici
in acum magneticam) þýtt á 100 ára afmæli þess.
Fyrstu tilraunirnar með það, sem jeg hjer með skal skýra
frá, voru gerðar við fyrirlestra þá um rafmagn, galvansmagn
og segulmagn, er jeg flutti í fyrra vetur. Við tilraunir þessar
virtist koma ' í ljós að segulnálin gæti hreyfst fyrir áhrif gal-
vantækisins. Varð þá galvansfestin að vera óslitin, en ekki
rofin, svo sem verið hafði við tilraunir frægra eðlisfræðinga
fyrir nokkrum árum. En sökum þess að tilraunir þessar voru
gerðar með fremur veiku tæki og það sem kom í ljós við
þær virtist mjer ekki nægilega skýrt af þeirri ástæðu, en mál-
efnið hinsvegar mikilvægt, þá kvaddi jeg til með mjer vin
minn Esmarch jústitsráð, svo að tilraunirnar gætu orðið end-
urteknar og bættar með stóru galvanstæki, er við höfðum gert
báðir. Hinn ágæti Wleugel siglingastjóri og Riddari af Danne-
brog var einnig viðstaddur tilraunirnar sem fjelagi vor og til