Sindri - 01.10.1920, Qupperneq 21
SINDRI
IÐNAÐAR-HUGLEIÐINGAR
15
notkunar. Við hitann og vatnsrýrnunina dauðhreinsast1 mjólkin,
sykurmegn hennar eykst, en það hefir þau áhrif, að mjólkin
geymist betur, því sykur ver skemdum engu síður en salt;
þess vegna er oft látið dálítið af sykri í niðursoðna mjólk,
þótt það sje í raun og veru óþarft, sje meðferð mjólkurinnar
í sæmilega góðu lagi.
Síðari árin er nýmjólkin feitijöfnuð2 áður en byrjað er að
eima hana, en það er gert til þess að hún setjist síður til. Á
líkan hátt er farið með rjóma, áður en hann er dauðhreinsaður.
Hvað umbúðaefni mjólkurinnar snertir, þá má segja, að
vörutollslögin sjeu dálítið óhagstæð, því eftir orðalagi þeirra að
dæma, telst pjátur og tin til 6. flokksins, en sem betur fer
mun samt vera goldið af pjátri eins og öðru smíðajárni 75
aurar af hverjum 50 kg. Annars er ilt til þess að vita, að mý-
margur efniviður og hráefni, seni notuð eru til iðnaðar, teljast
til 6. flokks núgildandi vörutollslaga og nauðsynlegt er að al-
þingi ráði bót á því fyrirkomulagi svo fljótt sem unt er.
Aðal annmarki á mjólkurniðursuðu í Olfusinu virðist vera
flutningskostnaðurinn, enda verður hans víðast hvar vart hjá
oss, þegar um framleiðslu til sveita er að ræða. Með þeim
samgöngutækjum, sem nú er völ á, verður flutningskostnaður
á niðursoðinni mjólk úr Olfusi til Reykjavíkur að minsta kosti
100 krónur fyrir ársnyt úr meðal mjólkurkú. Þetta er að vísu
drjúgur gjaldaliður og líka eykur það kostnað, að ekki er unt
að koma mjólkinni á markaðinn nema að sumrinu til sökum
vetrarríkis. Það yrði því ekki hjá því komist að reisa all-
kostnaðarsamt forðabúr eystra og leggja auk þess mikið 'fje í
umbúðir og mjólkurforða, því æskilegast væri, að niðursuðan
yrði starfrækt alt árið. Þótt aðstaðan sje erfið að þessu leyti
virðist mjólkurniðursuða vera mjög arðvænleg atvinnugrein,
einkum þar sem nota má hverahita og vatnsafl eins og á sjer
stað í Olfusinu. Aðalatriðið er að stofna til framleiðslunnar á
skynsamlegan hátt og vanda vel varninginn, því að öðrum
kosti verða erlendir keppinautar örðugir viðfangs. Framh.
1 Dauðhreinn steril, dauðhreinsa - sterilesera o. s. frv.
2 Feitijöfnuð homogeniseruð, þ. e .a. s. feitihúlurnar maröar í sundur, svo að þær
leiti ehhi til yfirborðsins.