Sindri - 01.10.1920, Side 22

Sindri - 01.10.1920, Side 22
SINDRl Námuiðnaður. EFTIR HELQA H. ElRÍKSSON, VERKFRÆÐING. Yfirlit. Grein sú er hjer birtist er aðeins inngangur að greinaröð, ,sem á að birfast í riti þessu, eftir sama höfund, um efni sem er lítt kunnugt hjerlendum mönnum. Til þess að stjórna námuiðnaði þarf eigi Iitla þekk- ingu í allmörgum vísinda- og iðnfræðagreinum, svo sem jarðfræði, málma- fræði, steinafræði og námufræði, ásamt þar til heyrandi þekkingu á vjelum, rafmagni og landmælingum. I ritgerðum þeim, sem á eftir fara, verður vikið nánar að þessum fræðigreinum og skýrt frá þýðingu hverrar þeirrar fyrir sig; loks verður vikið að námuiðnaðar horfum hjer á landi. RITSTJ. I. INNGANGUR. Þrátt fyrir það að námuiðnaður hefir verið rekinn í öðrum löndum um fleiri hundruð ár, og að miljónum smálesta af glysi og gagnlegum hlutum hefir verið bylt út úr iðrum jarð- arinnar, þá er þó íslenskri alþýðu tiltölulega ókunnugt um hvað slíkur iðnaður er, hvað til hans þarf og hverjum skil- yrðum hann er bundinn. Bækur og ritgerðir um þetta efni eru 'til svo tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda skiftir á erlendum málum, en á íslensku hefir lítið eða ekkert verið um það ritað. Nú er þó svo komið, að ýmislegt verðmæti og nýtilegt hefir fundist i jörðu hjer á landi, og alþýða farin að veita því og möguleikum landsins athygli, en um leið hafa líka brallararnir farið á stúfana og námur og námurjettindi gengið kaupum og sölum án þess nokkuð væri athugað hvort möguleikar eða skilyrði væru þar til námureksturs. Þetta hefir aftur vakið ímyndun fólksins, sem annaðhvort hefir orðið of auðtrúa á verðmæti og gæði auðsuppsprettanna, eða þá óttast illan leik á borði og snúist fjandsamlega við öllum tilraunum

x

Sindri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.