Sindri - 01.10.1920, Qupperneq 30
24
VERNDARBRJEF OQ EINKALEVFI
SINDRI
einkaleyfisveitingarnar ekki lengur á því, að þjóðinni yrði sem
best not að, heldur að konungarnir fengju sem mest fje.
Einkum er þess getið, að Elísabet drotning hafi notað sjer
þær rækilega. Hún veitti mönnum einkaleyfi til námuvinslu,
til þess að stunda almennar iðnir, og allskonar einkaleyfi
sem urðu oft mjög óvinsæl vegna þess, að þau oft bönnuðu
þeim sem áður höfðu stundað einhverja iðngrein, að halda
áfram, eða þeir urðu að gjalda leyfishöfum stórfje til þess að
fá að starfa í friði.
Þó að dómstólarnir ónýttu oft leyfi þessi, þá magnaðist
þessi einkaleyfis-ófögnuður þó svo, að þingið fór að veita því
athygli, og byrjaði að leggja grundvöll undir rjett þann er
konungarnir höfðu tekið sjer til einkaleyfisveitinga. Fyrstu
einkaleyfislögin voru samþykt 1623, og öðluðust konungsstað-
festingu |29. maí 1624. Lög þessi heimiluðu konungi að veita
uppfundningamönnum einkaleyfi, með þeim skilyrðum, að upp-
fundningarnar hvorki hækki vöruverð nje þvingi verslunina.
Eftir að lög þessi öðluðust gildi, var með auglýsingu Karls I.,
frá 9. apríl 1639, sjerhverjum einkaleyfishafa gert að skyldu
að koma uppfundningu sinni í framkvæmd innan þriggja ára
frá dagsetningu einkaleyfisbrjefsins, ella yrði leyfið afturkallað,
ef leyfishafi hefði ekki áður afsalað sjer rjettinum. Lög þessi
voru í gildi á Englandi yfir tvær aldir.
Eitt bættist þó við á þessu tímabili. Það var lýsing upp-
fundningarinnar, sem fylgja skyldi hverri einkaleyfisumsókn.
Lýsing þessi var tekin upp í hina opinberu einkaleyfisskrá,
og var hún notuð þegar gagnrýna skyldi rjett einkaleyfis-um-
sækjandans. Vegna framfara iðnaðarins var nauðsynlegt að
leggja traustan grundvöll er byggja mætti á dóma um rjett-
mæti einkaleyfisveitingarinnar; grundvöll þenna var að finna í
»lýsingu uppfundningarinnar«, sem fylgja skyldi hverri einka-
leyfis-umsókn, og sem brátt varð aðalgrundvöllurinn undir
lögverndun sjerhverrar uppfundningar.
Fyrstu frakknesku einkaleyfislögin gengu í gildi 7. janúar
1791. Þó voru mönnum áður veitt þar einkaleyfis eða vernd-
arbrjef, til þess að stunda ákveðnar iðngreinar. Arið 1551
fjekk Theseus frá Bologna tíu ára einkaleyfi til þess að smíða