Sindri - 01.10.1920, Qupperneq 33
SINDRI
VERNDARBR]EF OQ EINKALEYFI
27
framförum í iðnaði, og bar margt til þess. Uppfundningamenn
þeir, sem vildu fá einkaleyfi fyrir Stóra-Bretland, urðu að
sækja um sjerstakt leyfi fyrir hvert land, England, Skotland
og Irland, en til þess urðu þeir að skifta við átta embættis-
menn, og gjalda hverjum þeirra sjerstaklega. Til þess að lög-
gilda einkaleyfið var& að innsigla einkaleyfisskjalið með hinu
stóra innsigli Englands, en innsiglarinn innsiglaði einungis einu
sinni í viku og var auk þess oft í ferðalögum. Þar við bættist
að einkaleyfin kostuðu mikið yfir 5000 krónur, auk þess gjalds
er gjalda varð einkaleyfisumboðsmönnum.
Eitt má telja enn, er jók óbeit manna á einkaleyfisveiting-
um, það var hið svonefnda »Caveat«. Atti það í fyrstu að
stuðla að því, að menn þeir er störfuðu að uppfundningum,
gætu það í næði og óhræddir um að aðrir yrðu fyrri til að
fá einkaleyfi á þeim. Hverjum uppfundningamanni var heimilt
að sækja um »Caveat« þó að uppfundningu hans væri ekki
lokið, og skyldi hann lýsa henni lauslega. Sækti svo einhver
annar um einkaleyfi á uppfundningu er stefndi í líka átt og
sú, er eigandi »Caveatsins« hafði lýst, þá háfði »Caveats«-
eigandinn forgangsrjett til einkaleyfisveitingar. En þessi »Ca-
veat« gerðu ilt verra vegna þess, að óhlutvandir menn sóttu
oft um »Caveat« fyrir sig á uppfundningum sem þeir höfðu
komist á snoðir um að aðrir hefðu með höndum, og hefðu
þeir lýst uppfundningunum nokkurnveginn rjett, þá var hinum
rjettu uppfundningarmönnum oft ekki önnur leið opin til þess
að fá einhverja vernd en sú, að semja við »Caveats«-eig-
endurna.
A fyrri hluta 19. aldar var farið að endurbæta einkaleyfis-
lögin; og 31. ágúst 1848 gengu í gildi lög sem kváðu svo á,
að almenningi væri heimilt að taka afrit af lýsingum upp-
fundninganna. Heimssýningin 1851 varð til þess að endur-
bæta einkaleyfislöggjöfina rækilega, og til þess að veita upp-
fundningamönnum þeim, er sýna kynnu á sýningunni, einhverja
vernd, voru samin bráðabirgðalög er giltu meðan sýningin stóð
yfir. 1. júlí gengu í gildi ný lög. Voru þau hin fyrstu er skipa
fyrir að leggja skuli opinberlega fram teikningar og lýsingar
af uppfundningum, til þess að alþýða geti fengið að kynnast