Sindri - 01.10.1920, Side 36

Sindri - 01.10.1920, Side 36
SINDRI Agrip af sögu gaslýsingarinnar.1 2 EFTIR ]ÓN EGILSSON, GASFRÆÐING. Yfir/it. Saga gaslýsingarinnar (í víðustu merkingu orðsins) er rakin'all fram á vora daga. Tilvitnanir í heimildir þær, sem notaðar hafa verið, eru tilfærðar jafnóðum. RITSTJ. Sjerhver sýnilegur logi er gasljós, og er það sama hvort hann myndast við brenslu á föstu, fljótandi eða loftkendu efni. Þegar fast eða fljótandi efni brennur, þá fer gasframleiðslan og bruninn fram á sama staðnum (arineldur, trjespænir, blys, kerti, lýsi, steinolía o. s. frv.). Það er ekki svo langt síðan farið var að framleiða gas á einum staðnum og brenna því á öðrum. Það var ekki fyr en efnafræðingnum dr. Jóhartni Jóa- kim Becher (fæddur 1635 á Speyer) heppnaðist að framleiða gas og hið svonefnda »heimspekilega ljós«. En verulega notk- kun fær þetta fyrst hjer um bil 100 árum síðar. Lyfsalinn Pickel í Wiirtzburg fór árið 1786 að nota gas sem framleitt var með salmíaki úr beinum, og lýsti hann með því verkstofu sína. Arið 1792 er þó alment talið upphafsár gaslýsingarinnar, því að þá fór WiHiam Murdoch2 að lýsa hús sitt í Redruth ({ Cornwall) með reglubundinni gasgerð. Eins og síðari frum- kvöðlar gasljósanna Clegg, Lebon, Winsor o. fl., þá ljet hann blátt áfram loga á pípuendanum, þar sem gasið streymdi út. Var þetta upphaf þess gasbrennara sem hefir eitt op. Með því að þrengja opið, fengu menn loga sem lýsti betur og 1 Erindi flutt í Iönfræöafjelagi íslands, 28. apríi 1919. — Þessar upplýsingar eru teknar úr: Kopps: Geschichte der Chemie; Ludwig Darmstadter: Handbuch zur Geschichte der Naturwissenschaften und Technik 1908 (Berlin, Springer); Journal fiir Gasbe- leuchtung, Patentanmeldelser og Gasteknikeren. 2 Historical Sketch of the origin and progress of gaslighting by William Mathews, 2. útg., bls. 22.

x

Sindri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.