Sindri - 01.10.1920, Page 37

Sindri - 01.10.1920, Page 37
SINDRI SAGA QASLÝSINGARINNAR 31 brann rólegar. Vmsar breytingar voru svo smámsaman gerðar og nú urðu einnig til brennarar með 3 opum, hattsvepps- brennarinn, veifubrennarinn og stjörnubrennarinn. Svisslendingurinn Aimé Argand hafði árið 1783 fundið upp hringbrennara með glasi fyrir olíulampa með kveik, og var nú farið að hagnýta þessa uppfundningu fyrir gasljós. Var þá framleiddur einn pípumyndaður gaslogi og notuð til þess plata með mörgum smágötum á. Arið 1805 kom Stone fram á sjónarsviðið með klaufbrennarann, sem framleiddi þunnan og flatan loga, sem var breiðari en hann var hár. Eftir 1830 bættist einnig við hinn svo nefndi sporðbrennari (með 2 op- um). Aður hafði reynslan kent mönnum að brenslan verður auðveldust ef loginn er þunnur og að laga brennarana eftir því. En samkvæmt þeirri kenningu sem Davy kom fram með 1817 um hinn lýsandi loga, þá fóru menn nú að reyna að láta brensluna fara fram í sem þrengstu rúmmáli, og gefa loftinu sem greiðastan aðgang, til þess að fá svo heita loga sem hægt var. Lengi hafði það verið kunnugt, að eldföst efni verða mjög lýsandi, ef þau eru gerð glóandi, og varð það til þess að árið 1826 var hið svo nefnda súrvetnis- (oxyhydrogen) -kalkljós fundið upp. Það var enskur liðsforingi sem notaði það fyrstur og var það eftir honum nefnt Dri/mmoní/s-kalkljós. A því voru þó stórgallar, súrefnisgerðin var dýr og erfið og kalkstykkin entust skamma stund. Arið 1867 fann Tessie du N\ota\> upp á því að nota zirkon í staðinn fyrir kalk. Þetta zirkonljós var líka framleitt með hvellloftsloga. Með stuðningi af tilraunum Davy’s, fann Cruickshank1 árið 1839 upp, að hita platínu og kvarts í heitum aflýstum loga, eða án þess að nota hvellloft; úr þessum efnum var búið til net og kúlur sem kalkhúð var sett utan á. En vegna þess að útþensla þessara efna var mis- jöfn, þá sprakk húðin utan af. Framför var í þessari upp- fundningu þótt hún yrði ekki nothæf. Gillard í Passy nálægt París endurbætti þessa lýsingaraðferð árið 1846. Glóðarnet hans voru ofin úr fínum platínuþræði og voru fest við Ar- 1 Enskt einkaleyfi nr. 8141, 1839.

x

Sindri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.