Sindri - 01.10.1920, Qupperneq 39
SINDRI
SAGA GASLVSINGARINNAR
33
hvíta ljós var mildað með því að setja Chrom í magnesíutind-
ana. ]ókst ljómagnið einnig við það.
En varla hafði þessi endurbót komið til notkunar fyr en
fregn kom frá Vínarborg um en nýrri og fullkomnari upp-
fundningu (1886). Dr. Karl Auer von Welsbach1 hafði heppn-
ast að búa til glóðarnet úr sjaldgæfum jarðefnum, sem höfðu
mikið ljósgeislamagn þegar þau voru glædd; en til þess var
notaður aflýstur (dimmur) kolagaslogi. Þar með var gasglóðar-
netið upp fundið og hóf nú sigurför sína um allan heim.
Sá fyrsti, sem benti á það, að hægt væri að nota til lýs-
ingar ýms efni sem gagndrepin væru ýmsum sýringum, var
Davíð Brewster2 3 (árið 1820). Hann dýfði trjesteinum niður í
upplausnir af kalki og magnesíu, og varð þess var, að þegar
búið var að brenna þá, gaf askan frá sjer sterkt hvítt Ijós,
þegar henni var stungið inn í hitabeltið á loga. Tatbot8 gerði
líkar tilraunir síðar, vætti pappírsræmur í Calcíumklóríd og
og brendi síðan. í vínandaloga geislaði askan síðan frá sjer
skæru ljósi. Frankenstein4 hagnýtti þetta með »sólar«- og
»lúnar«-lampa sínum 1848. í miðjuna á Argandlampa sem
annaðhvort brann með olíu (sólarl.) eða vínanda (lúnarlampi),
var sett línnet, sem vætt hafði verið í ýmsum jarðefnum, eink-
um kalki og magnesíu. Línefnið brann burtu, en eftir varð
öskunet sem varð hvítglóandi og jók ljósmagn brennarans.
Eftir þetta urðu á þessu aðeins fáar endurbætur.
Aðeins er vert að geta þess að árið 1878 ljet Edison taka
einkaleyfi á þeirri hugmynd að klæða platínuvír með ýmsum
sterklýsandi sýringum t. d. zirkon, cer o. fl. 1 þessu einkaleyfi
verðum vjer fyrst varir við efnið »cer«, áður en Auer gerði
sína uppgötvun. Nánara um uppgötvun Auers, sem varð al-
menningi kunn árið 1886, má finna í einkaleyfinu5 sem var
dagsett næsta ár á undan. Glóefnin voru samsetningar úr
sýriugum af Lanthan og zirkon eða sýringunum af ytrium og
1 Pharm. Post. 1886 nr. 2 og Journal fur G. u. W. 1886, bls. 65.
2 Edinburgh Philos. journal 1820, bls. 343.
3 Philos. Magazine 1835, 3, 114.
4 Dinglers ^ournal 1847, 106, bls. 317—319. Le Téchnologiste 1849, 10, 257.
5 Þýskt einkaleyfi 39162.
3