Sindri - 01.10.1920, Síða 40

Sindri - 01.10.1920, Síða 40
34 SAGA GASLVSINGARINNAR SINDRI zirkon. Fyrir óþreytandi elju heppnaðist Auer árið 1891 að finna, að ef glóefnið var gagndrepið með toroxyd og litlu af ceroxyd. þá varð ljósmagnið mest. Samkeppnin olli því, að smátt og smátt tókst að gera netin sterkari, betri og ódýrari, þangað til þau höfðu náð mikilli fullkomnun. Aðaláherslan hafði nú verið lögð á að endurbæta glóðarnetin, þá var nú farið að athuga brennarana. Það hafði sín takmörk hvað mátti gera þá stóra, því að þeir urðu lakari ef stærðin fór yfir ákveðið hámark. En í stað þess settu menn meiri þrýsting á gasið svo að það streymdi hraðara út úr brennaranum. Þar með var þrýstigasljósið fundið upp. Fyrsti lampinn með þrýstigasi kom fram frá Júlíusi Pintsch árið 1891.1 2 Sami maðurinn á einnig heiðurinn fyrir að hafa breytt Bunsenbrennaranum yfir í hinn nafnkunna Auerbrenn- ara. Með þessum lampa mátti ná hjer um bil 250 Heffners- kerta Ijósmagni. Louis Denayrouze^ bjó árið 1895 til gas- glóðarlampa þar sem gasloftblandan var leidd inn í brennar- ann á þann hátt, að hitaverkun brensluloftsins hreyfði vængja- hjól, sem þeytti blöndunni inn í brennarann. En þessi lampi kom aldrei að notum. Framh. 1 "Jomnal f. G. u. W. 1891, bls. 619. 2 ^ournal f. G. u. W. 1895, bls. 433 og 716. journal f. G. u. W. 1897, bls. 566.

x

Sindri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.