Sindri - 01.10.1920, Síða 53
SINDRI
ÍNNLENDUR IÐNAÐUR
47
iðnaðinn. Efst er mynd af verslunar og skrifstofuhúsinu; þá
er netavinnustofan í Reykjavík og neðst netavjelin að Alafossi,
KLÆÐAVERKSMIÐ]AN ÁLAFOSS.
Hún var fyrst stofnuð árið 1895 og hefir síðan verið rekin
af ýmsun. í ársbyrjun 1919 eignuðust bræðurnir Sigurjón og
Einar Pjeturssynir hana og hafa síðan rekið hana af miklum
dugnaði. Hafa þeir endurbætt verksmiðjuna að mun, bæði hús
og vjelar, og framleiðir hún nú ullariðnað sem fyllilega getur
kept við erlendan.
Auk þess sem verksmiðjan vinnur að vefnaði tekur hún
einnig ull til kembingar fyrir menn. Myndirnar á bls. 45 eru
frá Álafossi. Efst eru húsin, verksmiðjuhúsið og íbúðarhús
verkafólksins; þá er nokkuð af spunavjelunum og neðst hluti
af vefstólasalnum.
Verksmiðjan sem er rekin með vatnsafli, |starfar bæði dag
og nótt, og vinna þar nú um 40 manns.
SÁPUVERKSMIÐ]AN SEROS.
Þriðja og yngsta iðnaðarfyrirtæki þeirra bræðra er sápu-
verksmiðjan. Hún tók til starfa í apríl síðastliðnum og er því
enn engin reynd komin á afurðir hennar svo að byggjandi
sje á.
Blautsápa verksmiðjunnar hefir þó fengið ágætar einkunnir
hjá Rannsóknarstofu ríkisins og samkvæmt reynslu þeirra er
hafa notað sápu þessa eru allar líkur til þess að hún verði,
eftir því sem verksmiðjunni vex fiskur um hrygg, all-skæður
keppinautur erlendu sápunnar.
Auk sápunnar framleiðir verksmiðjan einnig, vagnáburð,
húsgagna og gólfáburð. Getur hún nú, segja eigendurnir,
framleitt næga sápu handa öllu landinu. Handsápugerð hefir
verksmiðjan þó eigi átt við enn þá.
V0RUSÝNINGIN.
Til þess að vekja betur eftirtekt á iðnaði sínum hjeldu þeir
þeir bræður iðnsýningu mikla hjer í Reykjavík daganna 1.—5.
ágúst síðastl. Var sýndur þar iðnaður þessara þriggja framan-