Bankablaðið - 01.12.1986, Page 21

Bankablaðið - 01.12.1986, Page 21
21 Landsbanki íslands 100 ára Úr afgreiðslu Breiðholtsútibús Landsbanka íslands. Á þessu ári eru eitt hundrað ár síðan Landsbanki íslands tók til starfa. Það hafði um langan tíma verið íslending- um þyrnir í augum að hafa ekki sama aðgang að peningum og tíðkaðist í ná- grannalöndunum. Á Alþingi árið 1853 fóru fram miklar umræður um f jármál og var þá hreyft hugmyndinni um banka. Var málaleitan þar að lútandi send til konungs, en hann synjaði beiðninni. Um miðja nítjándu öldina vaknaði víða í Evrópu áhugi manna fyrir að reka sparisjóði og því fór það svo að hér var árið 1872 settur á laggirnar Sparisjóður Reykjavíkur. Tók hann reyndar við fé hvaðanæva af landinu. Árið 1885 eru síðan samþykkt lög á Alþingi um stofnun Landsbanka. Segir í lögunum, að tilgangur bankans skuli vera að greiða fyrir peningaviðskipt- um í landinu og styðja að framförum atvinnuveganna. Var þess jafnframt getið, að bankinn skyldi svo fljótt sem auðið væri setja á stofn útibú utan Reykjavíkur. Landsbanki íslands var fyrst opnað- ur almenningi þann 1. júlí 1886. Af- greiðsla bankans var í Bakarabrekk- unni (nú Bankastræti). Var bankinn opinn á virkum dögum milli klukkan tólf og tvö. Var mjög rólegt í bankanum fyrsta kastið, en að hálfu ári liðnu hafði hann sannað tilverurétt sinn. Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þessum eitt hundrað árum. Landsbank- inn er í dag langstærsti banki landsins með hátt í 1100 starfsmenn í sinni þjónustu og afgreiðslur um allt land. Hefur bankinn ætíð verið í farar- broddi, hvað varðar viðskipti við höfuðatvinnuvegi landsins og á þar farsælt starf að baki. Bankablaðið vill nota þetta tækifæri til að færa stjórnendum og starfsfólki Landsbanka íslands bestu óskir um heilladrjúgt starf í framtíðinni. Sparis jóður vélst jóra 25 ára Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá stofnun Sparisjóðs vélstjóra. Spari- sjóðurinn hefur dafnað vel á þessum stutta tíma og fer ná starfsemin fram í mjög glæsilegum húsakynnum við Borgartún. SÍB færir hér með stjórnendum og starfsfólki hans bestu árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Úr afgreiðslu útibus Sparisjóðs veistjora, Bent Bjarnason, útibússtjóri. NÝTT ÚTIBÚ Sparisjóður vélstjóra hefur nú opnað útibú að Síðumúla 1 í Reykjavík. Úti- búið er þar staðsett í miklu athafna- og viðskiptahverfi og þar á því að vera góður grundvöllur til mikilla viðskipta. Húsnæðið, sem er í nýju húsi á horni Ármúla og Síðumúla er mjög smekk- lega frágengið og er aðstaða fyrir við- skiptavini og starfsfólk hin besta. Úti- bússtjóri er Bent Bjarnason og auk hans starfa þar fjórir aðrir starfs- menn. Bankablaðið óskar starfsfólkinu til hamingju með opnunina.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.