Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 22

Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 22
22 Hér sést hluti fundarmanna. Fremst á myndinni má sjá m.a. Hönnu Pálsdóttur. Dagvistunarmál: Starfsfólk í bönk- um stofnar félag Á ársþingi SÍB í apríl 1985 var sam- þykkt ályktun þess efnis, að kannað yrði til hlítar, hvort áhugi væri fyrir hendi hjá bankafólki að stofna og reka dagvistunarheimili. Stjórnin skipaði síðan nefnd til að vinna að þessu máli. í nefndinni áttu sæti: Sólveig Guð- mundsdóttir, Búnaðarbanka, Guðrún Hansdóttir, Landsbanka, Eiríkur Guð- jónsson, Búnaðarbanka og Ásdís Gunnarsdóttir, Landsbanka. Könnun um dagvistarmál. Nefndin ákvað í samráði við stjórn SÍB að láta fara fram könnun meðal foreldra í bönkunum á Reykjavíkur- svæðinu, til að kanna ástand þessara mála. Var Kristín Ólafsdóttir, félags- fræðingur, fengin til liðs við nefndina við að skipuleggja það verk. Við undirbúning og framkvæmd naut nefndin einnig aðstoðar skrif- stofu SÍB svo og trúnaðarmanna. Voru haldnir tveir fundir með trúnaðar- mönnum að Tjarnargötu 14. Eitt megin markmiðið með könnun- inni var að athuga hvort starfsfólk bankanna búi við viðunandi aðstæður, hvað varðar dagvistun barna og hvort það sé þörf fyrir eða áhugi á því, að foreldrar innan SÍB beiti sér fyrir því að stofna og reka dagvistunarheimili fyrir börn félagsmanna. Alls tóku 588 manns þátt í könnuninni og verður hér sagt frá niðurstöðum í stuttu máli. Athyglisverðar niðurstöður Af þeim sem svöruðu voru um 78% konur. Um 77% þátttakenda búa með maka, en um 16% búa einir með Dagvistunarnefnd SÍB ásamt Kristínu Ólafsdóttur. Á myndinni eru talið f.v.: Guðrún Hans- dóttir, Eiríkur Guðjónsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.