Bankablaðið - 01.12.1986, Side 25

Bankablaðið - 01.12.1986, Side 25
25 vegsbankanum var allt í fullum gangi. Þar Mér þótti nú nóg komið af mannfólkinu og vildi nú eins og vinir okkar í Frakklandi fyrr á tímum snúa aftur til náttúrunnar. Ég tók því strikið suður í Vatnsmýri og þar var nú ekki asinn á hlutunum. Hinir fiðruðu íbúar svæðisins syntu fram og til baka í rólegheitum og létu sig engu skipta amstrið í mannfólkinu. Þegar hér var komið sögu, fór stressið að segja til sín, þannig að ég setti stefnuna á Tjarnargötuna á nýjan leik. Ekki hafði ég lengi gengið, þegar ég kom fram á þennan hóp af litlum og þrælhressum krökkum sem voru eins og ég að kynna sér lífið úti í náttúrunni. Þau voru svo upptekin af öllu því sem fram fór á vatninu, að bara sum máttu vera að því að stilla sér upp fyrir manninn með myndavélina. Veðrið var nú orðið meira en himneskt og nú þoldi ég ekki meir. Ég hljóp í einum spretti út á Tjarnargötu 14, tók saman dótið mitt og setti skilti á hurðina með eftirfarandi áletrun: LOKAÐ VEGNA VEÐURS

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.