Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 27
Öryggismál
27
nnaskólans
Henning Diemar,
framkvæmdastj. DBL.:
Henning flutti tvo fyrirlestra. Fyrra
erindi hans f jallaði um upplýsinga- og
kennsluefni það sem gert hefur verið í
Danmörku sameiginlega fyrir alla
banka og sparisjóði þar. Einnig sýndi
Henning tvær sjónvarpsmyndir og var
önnur um bankarán en hin um sálræn
áhrif rána á bankafólk.
í seinna erindi sínu skýrði Henning
frá því hvernig bankar í Danmörku
skipuleggðu öryggismál sín, hver um
sig, og hvaða samstarf er á milli banka
þar í landi, og á milli banka innan
Norðurlandanna. ísland á ekki aðild að
þessu norræna samstarfi.
Ráðstefnugestir voru almennt á því,
að koma þyrfti á nánara skipulagi
slíkra mála hjá okkur og að við
mættum margt gott læra af grönnum
okkar, hugsanlega með þátttöku í
þessu norræna samstarfi.
Nokkur umræða spannst um hlut-
verk þeirra öryggisnefnda, sem
skipaðar hafa verið í bönkum okkar
vegna nýrra laga um „öryggi á vinnu-
stað”, hvort útvíkka ætti verkefni
þeirra inn á þau svið, sem til umræðu
voru á ráðstefnunni, eða hvort skipa
ætti aðrar öryggisnefndir, sem hefðu
ekki aðeins þetta eftirlitshlutverk,
heldur hefðu beinar heimildir til fram-
kvæmda og aðgerða á þessu sviði, eins
og sumir bankar virðast gera.
Guðjón Skúlason:
Skipulagsdeildir bankanna hafa
mikið með ýmis konar öryggismál að
gera við nýbyggingar og endurskipu-
lagningu húsnæðis bankanna. Skólinn
leitaði því eftir því að fá innlegg frá
slíkum aðilum og gekkst Guðjón Skúla-
son, viðskiptafræðingur hjá skipulags-
deild Landsbankans, inn á að ræða þar
nokkur öryggismál sem honum eru
hugleikin þessa dagana. Guðjón fjall-
aði helst um þær sérkröfur, sem gera
þarf til húsnæðis undir bankastarf-
semi með tilliti til alhliða öryggis.
Öryggiskerfi og öryggisbúnaður, sem
bankarnir hafa keypt frá útlöndum,
hefur yfirleitt reynst vel, þó hann sé
hannaður fyrir aðrar aðstæður og lítið
hafi mætt á honum enn. Þó væri nú
verið að endurbæta gamla öryggis-
kerfið sem tengist lögreglunni, þar
sem næmleiki þess hafi verið miðaður
við aðrar aðstæður en eru hjá okkur nú.
Hætta getur steðjað að hjá okkur hér
á landi úr öðrum áttum en frá ræn-
ingjum og misyndismönnum. Kannski
hefur verið minni gaumur gefinn að
séríslenskum atriðum við skipulagn-
ingu bankahúsnæðis, s.s. jarðskjálfta-
hættu, flóðum og skriðuföllum eða
jafnvel eldgosum. Þetta eru atriði sem
við sjálfir verðum að finna lausn á, því
mjög mikil verðmæti gætu farið for-
görðum, jafnvel mannslíf, ef ekki er
vandlega hugað að þessum málum.
Hannes Þorsteinsson,
aðalféhirðir Landsbankans:
Hannes ræddi aðallega um peninga-
flutninga fyrr og nú og taldi að mjög
blessunarlega hafi tekist til í þeim
efnum, þó að stundum sé óvarlega
farið. Hannes vildi að flutningamenn
væru betur undir störf sín búnir, t.d.
með leiðbeiningum og námskeiðum.
Jón Snorrason, fulltrúi
rannsóknarlögreglustjóra:
Jón ræddi aðallega um rannsókn
rána og svikamála í bönkum. Jón taldi
mjög þýðingarmikið fyrir farsæla
lausn slíkra mála að bankafólkið gerði
sér vel grein fyrir því hvað skiptir máli
við rannsóknina. Með fræðslu, um-
ræðum og heilbrigðri skynsemi ættu
góðir bankamenn að geta auðveldað
mjög lausn slíkra mála og forðað
óhöppum og slysum. Þetta á ekki að-
eins við gjaldkerana, heldur einnig þá
sem næstir þeim starfa og jafnvel
yfirmenn afgreiðslustaðarins.
Nokkrar umræður urðu í framhaldi
af máli Jóns um rannsóknir og yfir-
heyrslur lögreglu yfir bankamönnum
vegna ýmissa minni háttar óhappa eða
atburða í daglegu starfi og fannst
sumum sem óþarflega harkalega hafi
verið gengið að bankamönnum og hafi
slíkt stundum leitt til erfiðleika og
jafnvel uppsagna góðra starfsmanna.
Spurt var hverjir ættu að gæta hags-
muna og velferðar slíkra aðila? Aðrir
vildu meina að uppfræða þyrfti banka-
menn um það að þeir gætu átt yfir
höfði sér slíkar yfirheyrslur vegna
mála sem upp geta komið í banka
þeirra þó þeir sjálfir séu alsaklausir,
og ættu menn ekki að taka slíkt illa upp.
Bankamönnum sjálfum væri fyrir
bestu að slík mál upplýstust sem allra
fyrst, því að mjög þrúgandi getur verið
að starfa í umhverfi, þar sem grun-
semdir og gróusögur eru á kreiki um
óupplýst brot.
Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur:
Sigtryggur fjallaði á mjög áhrifa-
ríkan hátt um afleiðingar afbrota í
bönkum og áhrif afbrotanna og rann-
sóknanna á sálarheill starfsmanna.
Ræddi hann hvernig slíkt geti lýst sér
og hvaða ráða væri unnt að grípa til að
forðast enn frekari erfiðleika. Tiltók
hann nokkur dæmi um slíkt, en lagði þó
alveg eins út frá dönsku sjónvarps-
myndinni um eftirverkanir ráns í
bankaútibúi (Du er ikke alene). Við
bankarán er það ekki aðeins gjaldker-
inn sem gæti sýnt sjokkáhrif eða aðra
vanlíðan, heldur og aðrir sem nær-
staddir væru og jafnvel yfirmennirnir.
Allt slíkt eru eðlileg mannleg viðbrögð
og eiga ekki að leiða til varanlegs tjóns,
ef rétt er á málum haldið. Aðalatriðið
er að sýna stillingu og skilning, og sýna
þeim sem hjálparþurfi eru hlýju og
vinsemd.
Heimsókn í Seðlabankann
Eitt atriði dagskrárinnar var að
þiggja heimboð í Seðlabankann til að
kynnast öryggismálum varðandi pen-
ingageymslur og verðmætaflutninga í
nýju byggingunni við Arnarhól. Björn
Tryggvason, aðstoðarbankastjóri, tók
á móti ráðstefnugestum, en Stefán
Þórarinsson, rekstrarstjóri, ásamt
hönnunarstjórum og verkfræðingum
bankans útskýrðu rækilega einkenni
og kosti nýju aðstöðunnar. Þórður B.
Sigurðsson, forstjóri RB, skýrði einnig
frá öryggismálum varðandi tölvu-
vinnslu í húsinu en gat ekki boðið
mönnum að ganga þar um sali af ör-
yggisástæðum.
Niðurstöður:
Fyrirfram var ekki stefnt að því að
fá neinar sérstakar niðurstöður eða til-
lögur í ráðstefnulok, heldur var til-
gangurinn frekar að vekja menn til
umhugsunar hvern í sínum banka um
ýmis atriði öryggismálá þar. Margir
bankanna hafa hugað vel að sumum
þessara mála, en aðrir bankar minna