Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 28
28
Öryggismál
og kannski hefur enginn bankanna
hugað vel að öllum þáttum öryggis-
mála hjá sér.
Ótal mörg atriði komu fram á ráð-
stefnunni, sem gætu orðið tilefni til
athugana og framkvæmda í hinum
ýmsu afgreiðslustöðum bankanna.
í stórum dráttum má skipta efnis-
atriðum í þrjá flokka.
1. Öryggisreglur og öryggisbúnað,
sem bankarnir hafa sett upp hjá sér,
þarf alltaf að endurbæta og fullkomna
og aldrei má sofna þar á verðinum.
2. Fræðsluþátturinn í öryggismal-
unum, þ.e. að starfsmenn viti um hinar
ýmsu öryggisreglur í umhverfi sínu,
skilji þær og meðtaki.
3. Þáttur fjölmiðla í að skapa með
þjóðinni ímynd hvers banka fyrir sig
og bankakerfisins í heild. Besta og
odýrasta öryggistæki bankanna er sú
vissa í huga misyndismannanna að
bankar séu svo öruggar stofnanir, þar
sé svo dugandi starfsfólk og allt í svo
öruggum skorðum að það þýði ekki að
bera þar niður til rána eða illverka.
Þetta er það öryggistæki sem bank-
arnir hafa fyrst og fremst reitt sig á
fram til þessa, en sumir fjölmiðlar
hafa með iðju sinni undanfarin ár
kastað nokkurri rýrð á þessa öryggis-
ímynd bankanna með þjóðinni. Hugs-
anlega er þarna nýtt málefni til að
ræða á næstu ráðstefnu Bankamanna-
skólans, sem ég vona að náist samstaða
um að halda sem fyrst.
Ég vil enn einu sinni þakka kærlega
öllum þeim, sem með einhverjum
hætti lögðu ráðstefnunni lið, því hún er
ekki aðeins mikið framlag til öryggis-
mála í bönkunum eða fræðslumála í
stéttinni, heldur ekki síður eykur hún á
samhyggð og samhug stéttarinnar
allrar. Því það eru miklu fleiri atriði
sem tengja bankana saman en sem
skilja þá í sundur.
Að ráðstefnu Bankamannaskólans
lokinni skutum við nokkrum spurn-
ingum að þeim Hönnu Pálsdóttur, aðal-
féhirði í Búnaðarbanka og Sólveigu
Guðmundsdóttur, stjórnarmanni í SÍB.
Hanna Pálsdóttir
Hanna kvaðst hafa verið mjög
ánægð með ráðstefnuna. Að sjálfsögðu
var fátt af því nýtt fyrir hana af því
efni, er fyrirlesarar úr bönkunum
fluttu. Aftur á móti voru mjög athyglis-
verð erindi þeirra er komu utan að.
Hanna Pálsdóttir
Sérstaklega þá er rætt var um hinn
mannlega þátt öryggismála.
Aðspurð um stöðu öryggismála í
bönkunum í dag, sagði Hanna að þau
mál þyrftu ávallt að vera í endurskoð-
un og því væri ekki til einfalt svar við
slíkri spurningu.
Að lokum spurðum við Hönnu, hvað
hún vildi leggja áherslu á í sínum
banka í framtíðinni. Ég hef áhuga á, í
framhaldi af þessari ráðstefnu að
halda fund með mínu starfsfólki til ð
fara yfir sumt af því efni sem fjallað
var um. Ég held að nauðsynlegt sé að
fræða starfsfólk bankanna meir en
verið hefur um þessi mál.
Sólveig Guðmundsdóttir
Við skutum sömu spurningum að Sól-
veigu. Hún sagðist hafa verið ánægð
með ráðstefnuna. Þó hefði mátt gefa
meiri gaum að innra öryggi bankanna.
Hún taldi, að öryggismál bankanna
væri ekki í nógu góðu lagi. Hvað fram-
tíðina snerti, þá þyrfti að auka fræðslu
og upplýsingar til starfsfólksins.
I
STÖÐUGRI
SÓKN
Bankablaðið átti eftirfarandi viðtal
við Baldur Ágústsson, forstjóra örygg-
isfyrirtækisins VARA, þar sem hann
sat á skrifstofu sinni að Þóroddsstöð-
um við Skógarhlíð. Þarna, í næsta ná-
grenni við hitaveitutankana í Öskju-
hlíð, hafa margir borgarbúar átt
ánægjustundir. En það er nú önnur
saga, ég er hér mættur til að fræðast af
Baldri um starfsemi fyrirtækis hans,
VARA.
Við leggjum fyrst þá spurningu fyrir
Baldur, hvenær og hvernig VARI hafi
verið stofnað. Baldur sagðist hafa
stofnað fyrirtækið árið 1969. í dag eru
starfsmenn 15 talsins og virðist þörfin
fyrir starfsemina vera vaxandi.
Hvert er markmiðið með þessari
starfsemi?
Höfuðmarkmiðið er að sjálfsögðu að
tryggja öryggi viðskiptavina okkar.
Þetta felst í fyrirbyggjandi aðgerðum
svo sem mannaðri gæslu og uppsetn-
ingu öryggiskerfa sem gera aðvart um
innbrotstilraunir, eldsvoða, flæðandi
vatn, afbrigðilegt hitastig t.d. í tölvu-
herbergjum o.fl. o.fl. Auk þess seljum
við peningaskápa, tölvugagnaskápa,
hvelfingahurðir. næturinnkast og
annan öryggisbúnað sem m.a. bankar
nota.
Þú sagðir að þörfin vceri vaxandi. Af
hverju stafarþað?
í fyrsta lagi er vaxandi hætta á inn-
brotum og eldsvoðum. Þetta stafar t.d.
af aukinni notkun fíkniefna. í öðru lagi
eru stjórnendur fyrirtækja og stofn-
ana nú fróðari um að hægt er að gera
ýmislegt til að koma í veg fyrir tjón.