Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 29

Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 29
Hvemig er staðið að þjálfun starfs- mannafyrirtœkisins? Starfsmenn okkar fara í gegnum sér- stakt þjálfunarprógram. Þar fá þeir þjálfun í meðferð allra þeirra tækja sem notuð eru. Fulltrúar framleiðenda og erlendir sérfræðingar heimsækja okkur reglulega, kynna nýjungar og veita tilsögn. Öryggisverðir okkar læra hjálp í viðlögum, meðferð slökkvitækja og svo auðvitað meðferð þeirra tækja sem þeir nota við starfið. Að auki eru þeir í stöðugu sambandi við öryggismiðstöð okkar. Þú nefnir tœki. Hvaða tœki eru helst notuð? Þau tæki sem notuð eru mynda ákveðin öryggiskerfi. Nefna má t.d.: 1) Innbrotsvarnarkerfi. 2) Brunavarna- kerfi. 3) Vatnsaðvörunarkerfi. 4) Að- gangskerfi. Með öllum þessum kerfum er fyrst og fremst verið að koma í veg fyrir skaða, eða draga sem mest úr skaða sem skeður. Mörg fyrirtæki og bankar tengja kerfi sín við öryggis- miðstöð okkar til að tryggja skjót viðbrögð. Þegar hér var komið sögu, þá beind- ist talið að öryggismálum í bönkum. Sagði Baldur þá frá því að einn þátt- urinn í starfi VARA væri að vera stöðugt í sambandi við erlend fyrir- tæki sem væru einmitt framarlega á þessu sviði. VARI hefði því aðgang að upplýsingum og sérfræðiþjónustu varðandi þetta atriði. Við báðum Baldur að fjalla eilítið um öryggi í bönkum. Aðalatriðið er að vernda líkamlegt öryggi starfsmanna. Reynsla erlendis frá, þar sem þankaránum fer fjölgandi (og nú hafa slíkir atburðir skeð hér hjá okkur) sýna svo ekki verður um villst, að ýmsir starfsmenn banka eru í miklum áhættustörfum. Ég vil t.d. nefna þá sem eru í peningaflutningum, gjaldkera og gæslumenn. Öryggi fjár- muna er einnig tryggt og að svo miklu leyti sem hægt er með tækjum. Eitt dæmið um það eru öryggiskerfi í hvelfingum. Með tilkomu tölvubank- anna kemur öryggi viðskiptavina bankanna einnig inn í myndina meira en áður var. Þetta allt gera stjórnendur bankanna sér að sjálfsögðu ljóst og við höfum m.a. veitt ráðgjöf og þjónustu í þessu sambandi. Öryggismálum þarf að gefa meiri gaum. Um það er að velja, að bankarnir ráði til sín fólk til að gegna öryggis- störfum, eða þá að fyrirtæki eins og VARI er ráðið til þess. Ekki skiptir í sjálfu sér máli, hvor leiðin er farin, heldur hitt, að þessi mál séu í góðu lagi. Að lokum sagði Baldur, að hann liti á öryggisgæslu eins og björgunarbát um borð í skipi. Það er lífsnauðsynlegt að hann sé til staðar þegar þarf á honum að halda. H.H. Tæknimenn VARA vinna að uppsetningu öryggiskerfis í banka ásamt sérfræðingi fró fram- leiðanda kerfisins. Sendum bestujóla- og nýársóskir til bankamanna á eftirlaunum ogfjölskyldna þeirra. Stjórn og starfsmenn SÍB

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.