Bankablaðið - 01.12.1986, Side 32
32
Trúnaðarmannanámskeið NBU
Vinnuaðstaða trúnaðarmannsins,
bankamenntun og breytingar í banka-
kerfinu voru aðalumræðuefni á trún-
aðarmannanámskeiði NBU, sem
haldin var í Bergendal I Svíþjóð
dagana 1.-5. september 1986.
Mér finnst ómetanlegt að hafa
fengið tækifæri til að taka þátt í slíku
námskeiði og fá að kynnast viðhorfum
hinna þátttakendanna, sem komu frá
miklu fjölmennari samböndum en við,
íslensku þátttakendurnir, og reynsla
þeirra, að starfa sem trúnaðarmenn, er
töluvert lengri. Til fróðleiks má geta
þess að í NBU eru meðlimir 153.500
(31/12’85) og þar af eru í SÍB 3500.
Eftir 9 klst ferðalag að heiman, til
Bergendal, komum við okkur fyrir í
vistlegum húsakynnum TCO-skólans,
Guðrún Ástdís Ólafsdóttir frá SÍB,
Soffía Axelsdóttir, Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis, Gunnar Atlason,
Búnaðarbanka íslands, Stykkishólmi,
og ég, Eva Örnólfsdóttir, Samvinnu-
banka íslands hf. Skólinn hefur verið
námskeiðamiðstöð fyrir félagslega
menntun í 3 áratugi, enda aðbúnaður
allur mjög góður. Elsta byggingin er
frá 1910 (gamall herragarður) og við-
byggingar sem gerðar eru allt til 1976,
mjög nútískulegar og fallegar. Um-
hverfið er einnig afar fallegt. Því
fengum við að kynnast í morgunskokk-
inu, sem hófst strax fyrsta morguninn
kl. 6.30.
Námskeiðið var sett að kvöldi 31.
ágúst og var þá kynntur bakgrunnur og
tilgangur slíkra námskeiða, sem er
m.a. sá:
- að auka þekkingu þátttakenda á
starfsemi NBU
- að gefa þátttakendum kost á að
skiptast á skoðunum um starf og
starfsaðstöðu trúnaðarmanna í
bönkum og sparisjóðum á Norður-
löndum
Slík námskeið hafa verið haldin ár-
lega síðan árið 1980.
Þátttakendurnir, 40 talsins ásamt 6
leiðbeinendum og fr.kv.stj. NBU, Jan
Erik Lidström, kynntu sig og sýndu á
landakorti hvaðan þeir komu. Kvöldin
voru síðan notuð til þess að kynnast
hvert öðru betur, þá sungum við
saman, dönsuðum og skemmtum okkur
eftir bestu getu.
Fyrsta verkefnið daginn eftir var að
setja niður á blað hvers við væntum af
námskeiðinu. Þetta var að vísu orðað á
mismunandi vegu, en var í meginat-
riðum sama meiningin: Að skiptast á
reynslu, fá persónuleg sambönd, fá
styrk og trú í eigin starfi, kynnast
viðhorfum til félagsstarfa, hugmyndir
um framtíðina o.fl.
Námskeiðið byggðist að mest upp á
hópvinnu þátttakenda. Okkurvar skipt
niður í 6 hópa og vann hver og einn að
fyrirfram völdu umræðuefni:
Bankamenntun: Menntunin reyndist
að mínu mati best í Noregi og hin
Norðurlöndin fylgdu síðan í kjölfarið.
Þá fannst mér við hér á íslandi eiga
langt í land með að mennta okkar eigið
bankafólk. Eftir miklar umræður urðu
menn sammála um að þekking á sem
flestum sviðum bankastarfsemi væri
besti grundvöllurinn. Eftir að hafa
öðlast slíka undirstöðu væri allt í lagi
að sérhæfa starfsmenn. Einnig voru
menn sammála, að þekking og reynsla
eldri starfsmanna væri mjög mikil-
væg. Það kom einnig fram að á hinum
Norðurlöndunum hafa ekki allir jafna
möguleika til menntunar.
Breytingar í bankakerfinu: Tæknin
og framtíðin voru aðalumræðuefnið og
þá komst heldur betur hiti í umræð-
urnar. Mönnum var svo mikið niðri
fyrir að kaffi- og matartímar voru
styttir eins og mögulegt var til þess að
fá meiri tíma til umræðnanna. Niður-
staðan varð sú helst, að við getum ekki
verið án neinnar þeirrar tækni, sem við
höfum yfir að ráða í dag. Tæknin tekur
framförum hvort sem við viljum eða
ekki og þá er bara að fylgjast vel með
og notfæra okkur tæknina okkur í hag.
Síðan gátum við valið okkur efni:
Jafnrétti, launakjör, vinnutíma, með
ákvörðunarrétt og hlutverk sambands-
ins. Jafnréttið var sett á oddinn hjá
NBU þetta árið og valdi ég það um-
ræðuefni. í þessum hópi voru eingöngu
konur. Síðar, þegar niðurstöður voru
kynntar, kom mjög skýrt fram, að jafn-
Guðrún Ástdís útskýrir tillögu vinnuhóps til NBU, um launamal bankamanna fyrir þátt-
takendum námskeiðsins.