Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 33
33
Ánægðir þátttakendur og leiðbeinendur í lok trúnaðarmannanámskeiðs NBU 1986. Minna
má nú sjá.
rétti væri ekki eingöngu mál kvenna,
heldur BEGGJA KYNJA. Einnig það
að við konur yrðum að styðja betur við
bakið hver á annarri varðandi það að
sækja um störf.
Námskeiðið var kryddað með ferð til
Stokkhólms. Fyrst var farið í kaup-
höllina, Stockholms Fondbörs, þar
fengum við fyrirlestur um gang mála
þar. Síðan var farið í Första Spar-
banken, þar sem kynntar voru nýj-
ungar í bankakerfinu, svo sem þjón-
usta í gegnum síma tengdan tölvu. Þá
fylgdi útsýnisferð um Stokkhólm og að
lokum farið með bát út í Badholmen
þar sem SBmf bauð til kvöldverðar.
í lok námskeiðisins var gerð úttekt á
því hvað við hefðum fengið út úr
námskeiðinu. Flestir virtust ánægðir
með útkomuna.
Allt tekur enda og nú var komið að
kveðjustund. Við mynduðum hring í
salnum og tókumst í hendur. Hand-
tökin voru þétt og allir voru hljóðir.
Guðrún Ástdís las upp ljóð um kær-
leika og síðan lékum við eldfjall á ís-
lenska vísu. Það var erfitt að kveðjast
eftir að hafa fundið þarna svona
margar manneskjur, sem maður
reyndist eiga svo margt sameiginlegt
með og átt gott samstarf við. „Enginn
maður er eyja, eða sjálfum sér nógur;
sérhver maður er hluti af meginlandi,
brot af heild” (J. Donne).
Löng eftirvænting hafði hvílt á
undan þessu námskeiði og enn lengri
endurminning fylgir eflaust í kjöl-
farið. Ég vil að lokum þakka öllum
hlutaðeigandi fyrir yndislega viku í
Bergendal.
Eva Örnólfsdóttir,
Samvinnubanka íslands hf.
Gígja Birgisdóttir við afgreiðslu.
Fegurðardísir í bankastörfum
í dag kannast víst flestir við nafn Gígju
Birgisdóttur frá Akureyri, fegurðar-
drottningu íslands árið 1986. En ætli
öllum sé það jafnljóst að Gígja er
bankamaður og félagi í SÍB. Banka-
blaðið brá sér á vettvang og smellti
mynd af Gígju, þar sem hún var við
störf í Grensásútibúi Iðnaðarbankans.
En Gígja er hreint ekki sú eina úr
síðustu fegurðarsamkeppni sem hefur
lagt fyrir sig bankastörf. Hinar eru Rut
Róbertsdóttir og Hlín Hólm sem unnið
hafa í Landsbankanum og Eva Georgs-
dóttir í Búnaðarbankanum. Banka-
blaðið sendir öllum stúlkunum bestu
framtíðaróskir.