Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 37

Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 37
37 Umræður á fundinum fóru aðallega fram i umræðuhópunum. Kynningarfundur SÍB á Vesturlandi sögubær sem byggður var eins og steinaldarbær. Þar lifir fólk af landsins gagni og nauðsynjum hluta úr ári og einkum dvelur þar skólafálk að sumarlagi. í Hilleröd er sumardvalarstaður Danadrottningar, Fredensborgarhöll sem stendur við Esrum vatnið. Frá höllinni er fagurt útsýni yfir akra og græna skóga. í baksýn sést í strendur Svíþjóðar handan Eyrarsunds. Nær Kaupmannahöfn er svo Dyre- havsbakken eða Bakken, elsti og skemmtilegasti skemmtigarður í heimi segja Danir enda 402 ára gamall. Bakken svipar óneitanlega til Tívolís en er þó ólíkur að öðru leyti. Enginn aðgangseyrir er t.d. greiddur við inn- ganginn, sem er óvenjulegt með slíka garða. Á leiðinni til íslands þarf að gista tvær nætur í Færeyjum meðan ferjan fer til Bergen. Slík bið er vel þess virði því ekki gefst oft tækifæri til að heimsækja þessa nágranna okkar þótt þeir séu svo nærri. Við komuna til Seyðisfjarðar fannst manni ótrúlega stutt síðan ferðin hófst. Þó voru liðnar tæplega sex vikur. Norðurleiðin var valin heim og má réttilega segja að við höfum farið hringveginn með viðkomu í Dan- mörku, Svíþjóð og Færeyjum. Það stóð einnig á endum að við komuna til Reykjavíkur voru aðeins tveir dagar til 200 ára afmælishátíðar borgarinnar sem varð nokkurs konar framhald Tívolístemmningar frá Kaupmanna- hafnardvölinni. Laugardaginn 27. september sl. hélt stjórn SÍB kynningarfund með banka- fólki á Vesturlandi. Var fundurinn haldinn í hinum ágætu húsakynnum Hótels Stykkishólms. Höfðu trúnaðar- menn allra útibúa svo og í sparisjóði Mýrarsýslu unnið vel að undirbúningi hans með skrifstofu SÍB og mættu alls um 80 manns á fundinn. Fundarmenn komu víða að, allt frá Króksfjarðarnesi að Akranesi. Skrifstofa SÍB undirbjó einnig fund- inn í samvinnu við þau starfsmannafé- lög sem þarna áttu hlut að máli. Stjórnarmenn úr starfsmannafélögum Búnaðarbanka og Landsbanka lögðu land undir fót og hittu starfsfólk hinna ýmsu útibúa. Gerðu þeir að sögn mjög góða ferð. Fundur SÍB hófst eftir hádegið á laugardaginn og voru fyrst flutt nokkur stutt inngangserindi. Starf stjórnar og skrifstofu var kynnt í grófum dráttum og komið var inn á nokkur þeirra mála, sem helst eru á döfinni þessa dagana, svo sem kjara- mál, Bankamannaskólinn og jafnrétt- ismál. Lfm þessi mál fjölluðu Hinrik Greipsson, Hrafnhildur B. Sigurðar- dóttir og Guðrún Hansdóttir úr stjórn SÍB og Helgi Hólm framkvæmda- stjóri. Þá fjölluðu Sólveig Guðmunds- dóttir og Gunnar Hans Helgason um hlutverk og starf starfsmannafélag- anna, en þau eru formenn áðurnefndra félaga. Að loknum þessum erindum var þátt- takendum skipt upp í umræðuhópa sem tóku sér góðan tíma, bæði til að ræða hin ýmsu mál og til að spyrja gestina spjörunum úr. Lauk síðan fundi um kl. 18.00. Um kvöldið stóðu heimamenn fyrir ágætri skemmtun undir öruggri stjórn Gunnars Atlasonar úr útibúi Búnaðar- bankans á staðnum. Á undan buðu stjórnendur bankanna á Vesturlandi til hugljúfrar móttöku. Um kvöldið bætt- ust í hópinn margir makar fundar- manna og var dansinn stiginn af mikl- um krafti fram eftir nóttu. Er nú ekki óhætt að taka upp léttara hjal? Það held ég bara.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.