Bankablaðið - 01.12.1986, Page 41
Margrét Brynjólfsdóttir:
• •
Oldrunarmál
Á undanförnum árum hefur stjórn
SÍB árlega boðað til fundar með eftir-
launaþegum innan vébanda SÍB. Dag-
skrár þessara funda hafa verið marg-
víslegar, t.d. verið fjallað um lífeyris-
sjóðsréttindi, eftirlaun, Trygginga-
stofnun ríkisins, um ýmis fríðindi og
skerðingarákvæði. Hver sé þjónusta
Reykjavíkurborgar við aldraða. Einnig
var haldið námskeið um starfslok, til
að veita innsýn í þær breytingar er
geta orðið á högum fólks er það lætur
af störfum. Þessir fundir hafa jafnan
verið vel sóttir af lífeyrisþegum og
einnig hafa komið félagar innan SÍB
sem enn eru í starfi en munu innan
skamms tíma fara á eftirlaun.
34. þing SÍB gerði samþykkt þess
efnis að fela stjórn SÍB að kanna
grundvöll til stofnunar félags lífeyris-
þega innan vébanda SÍB og vera til að-
stoðar þar um.
Stjórn SÍB boðaði því til fundar með
lífeyrisþegum þann 22. mars sl. að
Tjarnargötu 14, til að kanna hug þeirra
til stofnunar sérstaks sambands. Eftir
umræður varð niðurstaða fundarins sú
að kjörinn var fjögurra manna starfs-
hópur er vinna skyldi að undirbúningi
að fundi er hugsanlega gæti orðið
stofnfundur félags lífeyrisþega innan
SÍB.
í starfshópinn voru kosin þau:
Guðjón Halldórsson, Útvegsbanka ís-
lands, Hulda Ottesen, Landsbanka ís-
lands, Garðar Þórhallsson, Búnaðar-
banka íslands, Einar B. Ingvarsson,
Landsbanka íslands. Starfshópurinn
mun væntanlega stefna að því að þessi
fundur verði haldinn í febrúar eða
mars nk.
SÍB telur að markmið félags lífeyr-
isþega gæti orðið að bæta félagslega
aðstöðu lífeyrisþega með:
1. kjaramál. Samtök lífeyrisþega
fylgist með framkvæmd á þeim breyt-
ingum í kjarasamningum er snerta þá.
2. réttindamál. Veita upplýsingar og
fræðslu til félagsmanna um ýmis rétt-
indi t.d. Tryggingastofnun ríkisins, líf-
eyrisréttindi o.fl. Nefna má að í dag fá
þeir starfsmenn sem fá greidda fasta
yfirvinnu sem uppbót í grunnlaun ekki
að greiða iðgjald í lífeyrissjóð af þeim
launum og fá þar af leiðandi ekki eftir-
laun í samræmi við raunveruleg laun.
3. trúnaðarmenn. Félagið stuðli að því
að kjörinn verði trúnaðarmaður úr
hópi eftirlaunaþega í öllum aðildarfé-
lögum SÍB, er sjái um að viðhalda inn-
byrðis tengslum eftirlaunaþega og
miðli félagslegum upplýsingum.
Hvers vegna félag lífeyrisþega.
Meðan við erum í starfi þá getum við
auðveldlega fylgst með, haft áhrif á og
tekið þátt í starfi okkar starfsmanna og
stéttarfélags, sem bæði hafa þá skyldu
að vernda okkar hag og rétt.
Við starfslok verður sú breyting, að
dagleg samskipti við starfsfélaga og
stofnun rofnar og upplýsingastreymi
minnkar svo og stéttarfélagsleg
virkni. Efnahagur getur breyst, heilsu
hrakar, fólk getur einangrast, það
myndast tómarúm og áhugi fyrir fé-
lagslegum samskiptum og réttindum
dofnar. En allt þetta er einstaklings-
bundið og gerist ef til vill ekki, en eitt
er víst að öll eldumst við, öll þurfum
við hvatningu.
Er ekki rétt að eftirlaunaþegar fái
sjálfir að hafa áhrif á sín málefni og við
hin yngri hvetjum þá og styðjum.
ÉGSPYR
Og vona að svar ykkar verði:
Hvetjum, styðjum,
til að hef ja starf
og stofna félag.
Verzlunarbankinn í Breiðholti flytur um set
Fyrir nokkrum vikum flutti útibú
Verzlunarbankans í Breiðholti frá
Arnarbakka og niður í Mjóddina. Úti-
búið var fyrir löngu búið að sprengja
utan af sér húsnæðið en á nýja staðnum
er heldur rýmra um starfsfólk og við-
skiptamenn.
KIENZLE-afgreiðslutæki hafa nú
verið tekin í notkun. Eins og kunnugt
er, þá hefur bankinn öfluga tölvudeild,
og lengi vel var ekki ákveðið, hvaða
tegund afgreiðslutækja bankinn
myndi taka í notkun. Verður útibúið nú
væntanlega tengt við Reiknistofu
bankanna innan tíðar. Bankablaðið
óskar bankanum og starfsfólkinu til
haningju með hið nýja húsnæði.
Áslaug Jónsdóttir við kassann í hinni nýju afgreiðslu Verzlunarbankans í Breiðholti.