Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 42
42
íþróttir
IÞROTTAHATIÐ SIB 1986
í framhaldi af vel heppnuðu íþrótta-
móti í sambandi við 50 ára afmæli SÍB
1985 ákvað íþróttanefnd SÍB á sínum
fyrsta fundi þann 23. janúar 1986 að
halda sams konar mót á þessu ári.
Helsta markmið íþróttanefndar er
að standa fyrir keppni í ýmsum íþrótta-
greinum til að stuðla að aukinni kynn-
ingu og efla samstarf og félagsanda
meðal bankamanna. Sú breyting varð á
skipan nefndarinnar að Anna Vignir og
Birgir Ástráðsson gengu út úr nefnd-
inni og eru þeim færðar þakkir fyrir
vel unnin störf.
íþróttanefnd skipa nú eftirtaldir:
Kjartan Páll Einarsson, Aðalsteinn
Örnólfsson, Anna Kjartansdóttir, Geir
Magnússon og Gyða Úlfarsdóttir. Af
hálfu skrifstofu SÍB starfar Guðrún
Ástdís Ólafsdóttir með nefndinni.
Nefndin vann mikið starf við skipu-
lagningu og framkvæmd þeirra móta
sem hér verður nánar greint frá.
Því miður koma oft fyrir óhöpp í keppni í
íþróttum. Þessi unga bankamær snéri sig
illilega á fæti, en hún lætur það ekki á sig fá
— brosir bara kankvís.
Knattspyrna:
18 lið karla og kvenna tóku þátt í
knattspyrnumóti SÍB sem fram fór í
Digranesi í Kópavogi dagana 4.-5.
apríl.
í karlaflokki tóku 15 lið þátt í mótinu.
Úrslit urðu þessi:
1. Landsbanki íslands, Akureyri.
2. Reiknistofa bankanna.
3-4. Búnaðarbanki íslands.
3-4. Alþýðubankinn.
í kvennaflokki voru 3 lið og úrslit
þessi:
1. Iðnaðarbankinn.
2. Búnaðarbankinn.
3. Samvinnubankinn.
Blakmót SÍB
var haldið í íþróttahúsi Háskólans 2.
apríl og þar fengum við aðstoð íþrótta-
félags stúdenta við framkvæmd móts-
ins. 4 lið tóku þátt í mótinu og spiluðu
allir við alla. Þess má geta að liðin voru
jafnt skipuð konum sem körlum. Seðla-
bankinn vann nú annað árið í röð eftir
mjög harða keppni við Reiknistofu
bankanna. Úrslit urðu þessi:
1. Seðlabankinn.
2. Reiknistofa bankanna.
3. Iðnaðarbankinn.
4. Búnaðarbankinn.
Körfuknattleikur:
Til leiks í körfuknattleikskeppninni
mættu 8 lið með marga snillinga innan-
borðs í Digranesi þann 5. apríl. Að
lokum var það lið Búnaðarbankans
sem stóð uppi sem sigurvegari. Úrslit
urðu annars:
1. Búnaðarbankinn.
2. Reiknistofa bankanna.
Önnur lið sem þátt tóku í riðlakeppn-
inni voru: Verzlunarbankinn, Sam-
vinnubankinn, Alþýðubankinn, Spari-
sjóðurinn í Keflavík, Landsbankinn og
Iðnaðarbankinn.
Handknattleikur:
Forkeppnin fór fram að Varmá í
Mosfellssveit 19. mars með þátttöku 6
liða í karlaflokki. í úrslit komust lið
Samvinnubanka/Alþýðubanka, og lið
Búnaðarbankans.
í úrslitaleik þann 5. apríl vann sam-
einað lið Samvinnubankans/Alþýðu-
bankans góðan sigur á liði Búnaðar-
bankans.
Önnur lið sem tóku þátt voru frá
Reiknistofu bankanna, Landsbankan-
um, Iðnaðarbankanum og Verzlunar-
bankanum.
í handknattleik kvenna tóku þátt 2 lið
frá Landsbankanum og Búnaðarbank-
anum. Léku þau 2 leiki og vann lið
Landsbankans.
Hér tekur Anna Kjartansdóttir við sigur-
laununum í handknattleik kvenna úr hendi
Helga Hólm.
Þetta mótahald var mjög vel heppn-
að og skemmtu þátttakendur sér hið
besta. Það eina sem vantaði var að
fleiri áhorfendur hefðu mátt láta sjá
sig og hvetja sína menn og konur í
harðri og skemmtilegri keppni. Vonum
við að úr þessu verði bætt á næsta ári.
íþróttanefnd SÍB þakkar öllum þeim
er aðstoðað hafa við undirbúning og
framkvæmd þeirra móta er haldin
hafa verið á þessu starfsári.