Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Fé Orkuveitunnar 10%  Ekki á að hækka verð eða segja upp fólki hjá Orkuveitunni  Eigið fé hennar hefur lækkað úr 46% í 10% frá áramótum  Stendur með fólkinu í landinu Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is EIGIÐ fé Orkuveitu Reykja- víkur er rúmlega tíu prósent umfram skuldir. „Það sígur stöðugt á ógæfuhliðina,“ seg- ir Hjörleifur Kvaran, for- stjóri Orkuveitunnar. Hlut- fall eigin fjár var 46% í upphafi árs, hafði lækkað í 21% í níu mánaða uppgjör- inu, og færist nú enn neðar. „Ég sé að gengisvísitalan er nú 243. Hún þarf að versna töluvert áður en við förum á núllið.“ Hann segir engin ákvæði í lánasamningum sem leyfi að þeim verði rift þótt skuldir verði hærri en eigið fé. „Við stönd- um vel að því leytinu til að við höfum gott handbært fé og engin hætta á að við getum ekki staðið í skilum. Við höfum miklar tekjur og staðan þarf að vera mjög slæm, í það minnsta allt næsta ár áður en kæmi að því að við gætum ekki greitt afborganir og vexti af þeim lánum sem við þurfum að borga af,“ segir hann og bætir við. Hækka ekki verð eða segja upp fólki „Ef það verður, verður ekkert uppistandandi í þessu þjóðfélagi.“ Hann segir erfitt að sitja og fylgjast með genginu falla. „En það er í sjálfu sér ekkert sem við getum gert. Við erum eins og aðrir áhorfendur að því sem er að gerast og getum ekki gripið til varna til að lagfæra okkar stöðu,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir hvorki í kortunum að segja upp starfsfólki né hækka verð. „Við höfum ekki gert ráð fyrir því að hækka gjaldskrá, þó svo að tilkostnaður okkar hækki. „Við verðum að þreyja ástandið með fólkinu í landinu.“ Draga verði úr framkvæmdum á Hellisheiði og vinnu við fráveitu á Vesturlandi. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar, segir stjórn- arfund í dag, þann seinni um fjárhagsáætl- unina. „Þetta efnahagsástand setur verulegt strik í reikninginn. Nú þarf að huga að kjarna- starfsemi fyrirtækisins.“ Hjörleifur Kvaran TILBOÐ hafa verið opnuð hjá Ríkiskaupum í Broddanesskóla, sem stendur við utanverðan Kolla- fjörð á Ströndum. Hæsta tilboð sem barst var frá Eysteini Ein- arssyni að upphæð 2,1 milljón. Er þetta langt undir matsverði, en verðmat frá fasteignasölunni Fast- eignamiðstöðin hljóðaði upp á 18 milljónir króna. Broddanesskóli var tekinn í notkun árið 1978 og starfaði til 2004. Hann er hannaður af dr. Magga Jónssyni arkitekt. Húsið er um 500 fermetrar að stærð, tæp- lega 330 fermetra skólahúsnæði og 173 fm. íbúð, samkvæmt Landskrá fasteigna. Fasteignamat er samtals rúmar 13 milljónir, en brunabótamat 78,2 milljónir. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti samhljóða í sumar að fela menntamálaráðuneytinu að láta auglýsa skólann til sölu hjá Ríkiskaupum, en Strandabyggð á skólahúsið ásamt ríkinu. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi í vikunni að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda. Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveit- arstjóra, þótti tilboðið í lægri kantinum. Á hitt væri að líta, að dýrt væri að kynda mannlaust húsið. Þá væri orðin þörf á við- haldi og ljóst væri að sveit- arsjóður væri ekki í stakk búinn til að fara út í dýrar fram- kvæmdir á næstunni vegna efna- hagsástandsins í landinu. sis- i@mbl.is 500 fermetra skóli seldur á 2,1 milljón Lágt verð Skólinn í Broddanesi á Ströndum er svipmikil bygging. NÚ er hægt að nálgast stórfréttir sem skrifaðar eru á mbl.is í gegn- um samfélagsvefinn Twitter. Twitter er samfélagsvefur sem var stofnaður 2006 og heimsóttu 5 milljónir notenda vefinn í sept- embermánuði. Vefurinn byggist á framlagi notenda hans með ör- stuttum bloggfærslum sem geta verið að hámarki 140 stafir á lengd. Þannig munu fyrirsagnir stórfrétta og tengill á þær birtast á Twitter-síðu mbl.is. Í september hóf mbl.is að bjóða upp á send- ingar á fréttum á samfélagsvefinn Facebook og er þetta liður í frek- ari tengingum vefsins við vinsæl vefsamfélög. Twitter síða mbl.is http://twitter.com/mblstorfrettir mbl.is á Twitter SMÍÐI þjóðarskútunnar er hugmynd starfsmanna Víkurvagna en þeir ákváðu, þegar bankarnir féllu einn af öðrum, að liggja ekki í þunglyndi heldur kanna hvað þeir gætu gert til að leggja sitt af mörkum. „Við ákváðum að búa til litla þjóðarskútu sem er 2,5 metrar á lengd og 90 cm á breidd,“ segir Jóhannes V. Reynisson, starfsmaður hjá Víkurvögnum. Grindin er tilbúin og á morgun milli kl. 10-16 gefst landsmönnum færi á að koma við í húsnæði Víkurvagna að Dvergshöfða 27 og hjálpa til við að punkta plötur í skrokk skútunnar. „Þetta er táknræn athöfn,“ segir Jó- hannes. Fólkið í landinu kemur að því að búa til þjóðarskútuna.“ Á þriðjudag verður skútan ryðvarin og að því loknu lagt glerþak á dekk- ið. „Hugmyndin er að þetta verði fjáröflunartæki fyrir Mæðrastyrksnefnd. Það verða settar raufar í glerið þannig að fólk getur sett inn peninga eða klink,“ segir Jóhannes. „Þetta er sameiningartákn og er þannig hugsað að þessar konur séu raunverulegar hetjur Íslands.“ ylfa@mbl.is Geta tekið þátt í smíði þjóðarskútu Morgunblaðið/Valdís Thor Baukur í yfirstærð Þjóðarskútan Sveinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna, og Jó- hannes V. Reynisson eru að vonum ánægðir með skútuna. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Gunnar Rúnar Gunnarsson í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og fleiri brot en maðurinn var fund- inn sekur, meðal annars með vísan til framburðar þolanda, játningar hins grunaða og niðurstöðu rannsóknar á erfðaefni hans, um að hafa haft sam- ræði við konu á heimili hennar, en hún gat ekki spornað við verknaðin- um sökum veikinda. Gunnar Rúnar, sem krafðist sýknu af nauðguninni, rauf með brotunum skilorð reynslulausnar á 330 daga eftirstöðvum refsingar og var hún tekin upp og dæmd með. Þá var hann dæmdur til að greiða kon- unni 500.000 í bætur, en hann var jafnframt sakfelldur fyrir tvö skjala- brot og umferðarlagabrot. Einnig er hinum ákærða gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, sem var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2007, alls 436.746 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Hilmars Ingi- mundarsonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur. Dómendur voru Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claes- sen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Staðfestu nauðgunardóm  Karlmaður dæmdur í 42 mánaða fangelsi í nauðgunarmáli  Játaði á sig skjala- og umferðarbrot fyrir Hæstarétti Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á tillögu að matsáætlun vegna ál- vers Alcoa Fjarðaáls á Bakka við Húsavík með nokkrum athugasemd- um. Þannig telur stofnunin nauðsyn- legt að í frummatsskýrslu verði upp- lýsingar um orkuþörf og orkuöflun álversins settar fram með þeim hætti að almenningur geti með ein- földu móti borið stærðirnar saman. Skipulagsstofnun telur brýnt að í frummatsskýrslunni komi fram hvað orkuþörf álversins samsvari aflmikl- um virkjunum og með sama hætti komi fram í umfjöllun um orkuöflun vegna álversins hversu mikla orku er að hafa frá mögulegu afli tilgreindra virkjana. Stofnunin bendir á að í frummats- skýslu þurfi einnig að gera grein fyr- ir hversu mikla orku talið sé unnt að fá frá jarðvarmavirkjunum í Þing- eyjarsýslum og hvað sú orka dugi fyrir mikilli álframleiðslu á ári. Jafn- framt telur stofnunin að fram þurfi að koma, eftir því sem kunnugt er, hvaða aðrir virkjanakostir komi til greina vegna álversins og hversu mikil orka sé til staðar í raforkukerf- inu sem gæti nýst álverinu. Úrskurðinn má lesa í heild sinni á vef Skipulagsstofnunar (www.skipu- lag.is). Geri grein fyrir orkuþörf Skipulagsstofnun fellst á tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa á Bakka Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,- Verð frá Kr. 67.450,- Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út nóvember VERÐHRUNPatti lagersala „Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun Skipulags- stofnunar. Hún stað- festir að við höfum unnið matsáætlun okkar vel og við höldum núna ótrauð áfram í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýs- ingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls. Ráðgert er að frummatsskýrsl- an verði tilbúin síðla næsta árs. Spurð hvaðan orkan muni koma segir Erna enn verið að skoða hversu mikla orku fá megi úr jarðvarmavirkjunum en einnig sé hugsanlegt að Landsnetið verði styrkt í framtíðinni. Halda ótrauð áfram Bergur Sig- urðsson, fram- kvæmda- stjóri Land- verndar, fagnar ákvörðun Skipulags- stofnunar og bendir á að í henni felist mikil nýmæli sem rekja megi til úrskurðar umhverf- isráðherra um heildstætt um- hverfismat fyrir álver á Bakka. „Nú verður Alcoa að tilkynna hvaða vatnsafl það er sem þeir ætla að nota til viðbótar við jarðvarmann sem þeir hafa þeg- ar tilgreint. Það verður þannig fróðlegt að sjá hvort það sé Jök- ulsá á Fjöllum, Skjálfandafljót eða jökulárnar í Skagafirði.“ Nú þarf að upplýsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.