Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til þess að greiða Ingibjörgu Guðrúnu Magnúsdóttur 189 þúsund króna þjáningabætur með 2% árs- vöxtum frá 13. nóvember 2002 til 6. apríl 2006 en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að 30. sept- ember 1998 var samtals 510 kg af 150 gráða heitum ammoníaks- gufum hleypt út í andrúmsloftið vegna ræsingar og endurræsingar verksmiðjunnar. Ingibjörg sagði frá reynslu sinni í viðtali við Morg- unblaðið 30. september sl. Niðurstaða dómsins er sú að Ingi- björg hafi ekki hlotið varanlegan miska og varanlega örorku af völd- um atviksins. Að mati dómsins ber verksmiðjan hins vegar ábyrgð á tímabundnu heilsutjóni Ingibjargar á grundvelli sakar og reglu skaða- bótaréttar um húsbóndaábyrgð. „Sú niðurstaða byggist á því að stefnandi hafði símsamband við starfsmann verksmiðjunnar eftir fyrri losunina og tilkynnti um mengunina en engu að síður var ferillinn endurræstur með tilheyr- andi losun ammoníaksgufa sem varð meiri en venjulega og barst vegna vindáttar að húsi stefnanda,“ segir m.a. í dómnum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áburðarverksmiðjan Efnaverk- smiðju í Gufunesi var lokað 2001. Dæmdar bætur STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, krefst þess að stjórn Seðlabanka Íslands og yfirstjórn Fjármálaeftir- litsins segi af sér tafarlaust og axli þannig þá ábyrgð sem þeim ber. „Stjórn Seðlabankans þarf að njóta trausts þjóðarinnar og al- þjóðasamfélagsins en ljóst er að þetta traust er ekki til staðar. Ef íslenskt hagkerfi á að ná sér aftur á strik er nauðsynlegt að bankinn endurheimti fyrra traust. Mikil- vægt skref í þá átt er að manna- breytingar eigi sér stað innan stjórnarinnar,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Þá hafi yfirstjórn Fjármálaeftir- litsins (FME) brugðist eftirlits- skyldu sinni gagnvart bankakerf- inu. FME hafi verið í lykilstöðu til þess að koma í veg fyrir þá at- burðarás sem leiddi af sér hrun bankakerfisins, með því að nýta sér þær heimildir sem fyrir hendi voru. Stjórn Heimdallar beinir því einnig til stjórnvalda að manna- breytingar innan ríkisstjórnarinnar hjá báðum stjórnarflokkum eru nauðsynlegar og til þess fallnar að endurverkja trúverðugleika og traust til hennar sem glatast hefur. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde verð- ur að endurheimta traust sitt. Heimdallur gerir kröfu um afsagnir REGLUVÖRÐUR Nýja Glitnis banka hf. sinnir fyrst um sinn einnig regluvörslu fyrir gamla Glitni banka. Regluvörðurinn ákvað að höfðu sam- ráði við yfirlögfræðing Nýja Glitnis og starfsmenn skilanefndar gamla Glitnis banka að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins hugsanlegt brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyrirtæki vegna upplýsinga sem fram komu í grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag. Tilkynningin til Fjármálaeftirlitsins var send í nafni gamla Glitnis banka og Nýja Glitnis banka, að því er fram kemur í svörum Kristins Arnars Stefánssonar regluvarðar við spurningum Morg- unblaðsins. Kristinn segir ekki hægt að afhenda afrit af bréfinu þar sem í því kunni að vera að finna trúnaðar- upplýsingar. Sem svar við spurningu um það hvort starfsmaður eða starfsmenn Nýja Glitnis liggi undir grun um að hafa látið umræddar upplýsingar af hendi við blaða- mann Morgunblaðsins eða koma þeim á framfæri seg- ir Kristinn Arnar að verið sé að athuga málið í gamla og Nýja Glitni. Athuguninni sé stjórnað af regluverði í samráði við innri endurskoðanda og skilanefnd. Hann kveðst ekki geta tjáð sig nánar um efnisatriði en nið- urstöður verði tilkynntar til Fjármálaeftirlitsins. Regluvörður tilkynnti um hugsanlegt þagnarskyldubrot Í HNOTSKURN »Fram kemur í greinAgnesar Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins að hún hafi undir höndum gögn úr lánabókum Glitnis sem sýni fram á óeðlilega lánafyrirgreiðslu við stærstu hluthafa FL Group og brot á verklagsreglum bankans við lánveitingar til FL Group. YFIRVÖLD í Færeyjum rannsaka nú hvort skipstjórar tveggja fær- eyskra skipa hafi stundað ólöglegar veiðar í íslenskri landhelgi. Talið er að þeir hafi hulið slóð sína með því að slökkva á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Annað skipið, Brestur, var staðið að ólöglegum veiðum í landhelginni í janúar 2007 en komst undan. Grunaðir um landhelgisbrot Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FRUMVARP um hertar reglur um fjármagnsflutninga frá landinu og gjaldeyrisviðskipti var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi og fékk meðferð með afbrigðum frá þingskapalögum. Fram kom í máli Björgvins G. Sig- urðssonar viðskiptaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu og í at- hugasemdum við það að talsverð hætta væri á að þeir sem ættu veru- legar fjárhæðir í krónum, bæði á inn- lánsreikningum og í verðbréfum, legðu allt kapp á að selja slík bréf og kaupa gjaldeyri til að koma fjármun- um sínum úr landi þegar möguleikar til gjaldeyrisviðskipta opnuðust á ný. Hætta væri á að gengi íslensku krón- unnar lækkaði við þetta, umfram það sem annars hefði orðið. Til að stemma stigu við þessu er talin brýn nauðsyn á að grípa til tímabundinna takmarkana á fjár- magnshreyfingum milli landa. Vísað er til viljayfirlýsingar ís- lenskra stjórnvalda í tengslum við umsókn ríkisstjórnarinnar til Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um fjár- hagslega fyrirgreiðslu en þar var lýst þeirri fyrirætlan að koma á stöð- ugleika á gengi íslensku krónunnar. Ekki er talið víst að þær aðgerðir sem Seðlabankinn getur gripið til að óbreyttum lögum, svo sem hækkun stýrivaxta og fleira, dugi. Skilaskylda á gjaldeyri Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Seðlabankanum sé heimilt að gefa úr reglur sem takmarka eða stöðva tímabundið tiltekna flokka fjár- magnshreyfinga og gjaldeyrisvið- skipti sem þeim tengjast, ef þær eru taldar valda alvarlegum og veruleg- um óstöðugleika í gengis- og pen- ingamálum. Jafnframt er Seðla- banka heimilað að setja reglur um skilaskyldu þeirra innlendu fyrir- tækja sem afla gjaldeyris. Ekki er þó gert ráð fyrir að fyrirtækin þurfi að selja gjaldeyrinn heldur að þau geti lagt hann á innlenda gjaldeyrisreikn- inga og haft þannig aðgang að hon- um til hefðbundinna viðskipta. Allar þessar reglur þarf viðskiptaráðherra að samþykkja fyrirfram. Heimildin gildir í tvö ár, samningstíma aðstoð- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í lagafrumvarpinu er mjög hertar heimildir til eftirlits og refsinga ef brotið er gegn lögunum. Þegar viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu kom fram að stjórnarandstaðan hafði fallist á að liðka fyrir afgreiðslu frumvarpsins, þótt það bæri brátt að. Jón Bjarna- son, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, vakti at- hygli á því að þingsályktunartillaga vegna samkomulags ríkisstjórnar- innar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem frumvarpið byggðist á, hefði ekki hlotið afgreiðslu þingsins og taldi hann þetta óþinglega meðferð. Höft til að sporna við meiri lækkun íslensku krónunnar Morgunblaðið/Kristinn Umræður Jón Bjarnason hafði ekki getað kynnt sér efni frumvarpsins áður en efnt var til fyrstu umræðu um það. Gert ráð fyrir takmörkunum á flutningi fjármagns úr landi og gjald- eyrisviðskiptum VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, fer fram á að frum- varp um breyt- ingar á lögum um gjaldeyr- ismál verið dreg- ið til baka „hið snarasta“, en sam- kvæmt því er Seðlabankanum gert kleift með tímabundnum takmörk- unum á gjaldeyrisviðskipti að hindra fjármagnsflótta úr landi. „Ég legg eindregið til að þetta frumvarp verði dregið til baka hið snarasta. Útflytjendur sem það vilja munu í gegnum greiðslufresti og umboðsfyrirtæki hafa algjöra stjórn á því hvað þau koma með inn í landið og allt þetta mun stórkost- lega skaða íslenskt viðskiptalíf.“ baldura@mbl.is Yrði til „stórskaða“ GUÐJÓN Rún- arsson, fram- kvæmdastjóri samtaka fjár- málafyrirtækja, telur að frum- varpið um breyt- ingar á gjaldeyr- islögum muni veita ríkisstjórn- inni afar róttæka heimild. „Þetta kom manni á óvart eins og mörgum öðrum. Ég hef ekki náð að lesa frumvarpið í gegn og tjái mig um málið með þeim fyrirvara. Það er hins vegar alveg ljóst út frá því hvernig málið er lagt upp að hér er verið að veita ákaflega róttæka heimild sem hlýtur að vera afar vandmeðfarin. Ef þessar heimildir verða notaðar í ríkum mæli með víðtæku inngripi gætu áhrifin jafn- vel orðið önnur en að er stefnt.“ baldura@mbl.is Veitti róttæka heimild „ÞETTA er skilj- anleg lagasetn- ing, því það er óvarlegt að setja krónuna á flot við skilyrði fulls frelsis í fjár- magnshreyf- ingum vegna þess hversu háar fjárhæðir eru í svokölluðum krónu- bréfum í samanburði við verðmæti mögulegs vöruskiptaafgangs,“ seg- ir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor. Ókostur við þessa leið sé sá að orð- spor landsins meðal erlendra fjár- festa versni. Vonandi verði unnt að koma á eðlilegum utanríkisvið- skiptum fljótlega. Slíkt geti gerst ef grynnkað verði á skuldum þjóðar- búsins með eignasölu til útlendinga. Farsælla sé að leysa málin í sátt í stað þess að setja lög sem bitna á erlendum fjárfestum. silja@mbl.is Skiljanleg lagasetning „ÞETTA kemur mér ekki á óvart,“ segir Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar hf., um laga- frumvarp til breytingar á lög- um um gjaldeyr- ismál. Jón var staddur erlendis þegar Morg- unblaðið náði tali af honum og hafði því ekki haft tök á að kynna sér lagafrumvarpið í þaula. „Það getur engum litist vel á þetta, því þetta eru gjaldeyrishöft og þar með er áfram verið að grafa undan tiltrú okkar á krónunni. Hins vegar má vel vera að þetta sé ill- nauðsynlegt í ljósi aðstæðna,“ segir Jón og tekur fram að þessi ráð- stöfun muni síður en svo styrkja starfsemi Össurar hérlendis. silja@mbl.is Engum getur litist á þetta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.