Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Sagt er frá athafna- mönnum og farand- verkafólki, knattspyrnuköppum og stjórnmálamönnum og síðast en ekki síst baráttunni um fram- tíð byggðar í Vestmannaeyjum. holar@simnet.is Hér eru sögurnar óteljandi Morgunblaðið/Ómar Fullt stím áfram Flestir sérfræðingar búast við því að gengi krónunnar lækki fyrst um sinn, eftir að hún fer á flot. Fljótandi króna „Ef hún flýtur er hún ekki norn, eins og við héldum.“ Þannig vísaði rokksöngvari sem Önundur Páll Ragn- arsson man eftir, eitt sinn í galdrafár miðalda. Þá var meintum galdrakerlingum gert að standast ómögulega prófraun. Að hald- ast á floti í hyldjúpu vatni, bundnar inni í poka. Fyrr en síðar kláraðist loftið í lungum þeirra og þær sukku til botns. Nú er krónan komin í hlutverk nornarinnar í margvíslegum skilningi. Ógnvæn- leg prófraunin er framundan, niðurinn heyrist úr hylnum. En viti menn, Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn blæs nú lofti í lungu Seðlabankans og krónunnar með milljörðum dala. En hvenær flýtur króna og hvenær flýtur hún ekki? Hvað felst eiginlega í því að „setja krónuna á flot“? Með því er yfirleitt átt við að skipta úr miðstýrðum markaði með krónuna, yfir í frjálsan markað. Samt er gengi hennar ekki fast núna, heldur á „tempruðu floti“ eins og Nýi Glitnir kallar það í morgunkorni gærdagsins. Í raun þarf þrenns konar aðgerðir til að fleyta henni alveg. Hvaða aðgerðir eru það? Í fyrsta lagi þarf að afnema höft á þau gjaldeyrisviðskipti sem fara fram vegna vöru- og þjónustuviðskipta. Í öðru lagi þarf að láta verðið á krón- unni myndast á svipuðum markaði og það gerði fyrir hrun bankanna. Svoköll- uðum millibankamarkaði. Núna er hins vegar í gangi tilboðsmarkaður með krónuna, á vegum Seðlabankans. Í þriðja lagi þarf að afnema höft á fjár- magnsflutninga. Allt þetta þarf að gerast ef gengið á að ráðast á alveg frjálsum og óafskiptum markaði. Það er hins vegar ólíklegt að yfirvöld vilji afnema öll höft, með þess- um hætti, alveg strax. Hvernig virkar þessi millibanka- markaður með krónuna? Á millibankamarkaði, fyrir hrunið, voru Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir við- skiptavakar. Sá markaður var frjáls og verð krónunnar var ákveðið í frjálsum viðskiptum. Seðlabankinn beitti sér þar eftir mætti sínum til að ná ákveðnum markmiðum um gengi og verðbólgu, en handstýrði markaðnum ekki. Hvað er viðskiptavaki? Að vera viðskiptavaki þýðir, að fyrr- nefndir bankar sáu til þess að alltaf væri hægt að eiga viðskipti með krónur. Þeir voru alltaf með opin kauptilboð í krónur annarra og sölutilboð á sínum krónum. Það er ákveðin viðurkenning fyrir banka að vera viðskiptavaki en um leið fylgja þessu kvaðir. T.a.m. þurfa til- boð þeirra að vera tæk fyrir markaðinn, ekki alltof lág kauptilboð og alltof há sölutilboð til dæmis. Þannig verða við- skipti tíðari, áhættuminni og eðlilegri. Það er ekki sjálfgefið að á gjaldeyr- ismarkaði séu viðskiptavakar, t.d. er minni þörf á þeim á stórum mörkuðum með stóra gjaldmiðla. Hvað með tilboðsmarkaðinn sem nú er starfræktur, hvernig virkar hann? Þar mega fleiri stunda viðskipti en á millibankamarkaðnum. Þar eru nýju rík- isbankarnir þrír virkir, ásamt nokkrum öðrum fjármálafyrirtækjum og Seðla- bankanum, að því er segir í morg- unkorni Nýja Glitnis. Rétt fyrir klukkan ellefu, fyrir hádegi alla virka daga, heldur Seðlabankinn uppboð á krónum. Þá er hægt að gera tilboð í krónurnar og Seðlabankanum er í sjálfs vald sett hvaða tilboðum, ef ein- hverjum, hann tekur. Þannig má segja að það eina sem Seðlabankinn ráði ekki á þessum markaði sé hvaða tilboð ber- ist. Hann hefur því mikla stjórn. Hvernig ganga viðskiptin núna? Fyrst eftir að nýja fyrirkomulagið var tekið upp, um miðjan október, voru heilmikil viðskipti á þessum markaði, ekki síst vegna þess að gjaldeyrisvið- skipti höfðu að miklu leyti fallið niður í eina og hálfa viku. „Fremur hefur dregið úr þeim síðan. Fyrstu tvær vikurnar sem markaðurinn starfaði var meðal- fjárhæð viðskipta á dag 17,2 milljónir evra en síðustu tvær vikur hefur með- alfjárhæðin verið 4,4 milljónir evra,“ segir í morgunkorni Glitnis. Á þessu tímabili hefur gengi krónu fallið 17% gagnvart evrunni, sem sýnir að auðvit- að er gengið fljótandi að einhverju marki nú þegar. Það hefur bara gerst fjórum sinnum að Seðlabankinn tæki öllum tilboðum sem bárust. En hvaða hætta fylgir fleytingunni? Traustið á krónunni er lítið, en aðstoðin frá IMF er til að reisa það við. Samt ótt- ast flestir að krónan falli enn meira þegar hún fer á flot. Til að átta sig á þessu má bera saman gengi krónunnar hjá Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu. Í gær skráði Seðlabanki Íslands evruna á 182 krónur, en Seðlabanki Evr- ópu á 280 krónur. „Þetta er skýrt merki um að erlendir aðilar treysta ekki krón- unni,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Áhyggjuefni sé að skráð gengi krónunnar lækki enn er- lendis. M.a. út af þessu munu stjórn- völd ekki að gefa allt frjálst strax. Fyrst þarf að auka traustið en halda höftum á fjármagnsflutninga úr landi enn um sinn. Samkvæmt frumvarpi um gjald- eyrismál sem var lagt fram á Alþingi í gær getur Seðlabankinn takmarkað fjármagnsflutninga til ársins 2010. Vandinn við höft á fjármagnsflutninga er hins vegar að þau hafa líka öfug áhrif, fæla peninga frá því að koma inn í kerfið. En hvað fær krónuna til að falla? Gífurleg krónusala, fyrir aðra gjald- miðla, myndi skapa mikið framboð á meðan eftirspurnin væri lítil. Þá myndi gengið hrynja. Eigendur ríkisskulda- bréfa, innistæðna, jöklabréfa (skulda- bréf í krónum, útgefin af erlendum bönkum) gætu flutt héðan hundruð eða þúsund milljarða. S&S 1 2"   3, "          ! " # " $ % & ' ( )(#*!% Morgunblaðið/Golli Vörn Fyrst þarf traust, svo ekki þurfi að nota allan gjaldeyrisforð- ann til að verjast gengishruni. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „NÚ er ég einfaldlega laganemi þannig að ég veit ekki hvað annað ég á að kalla mig. Þetta sýnir kannski svolítið þennan hroka sem er í gangi hjá ákveðnum aðilum,“ segir Katrín Oddsdótt- ir en skiptar skoðanir eru um ræðu sem hún hélt á mótmæla- fundinum á Austurvelli sl. laugardag. Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir fjóra samnem- endur hennar í lögfræði við Há- skólann í Reykjavík þar sem mál- flutningur hennar er harðlega gagnrýndur. Þá er hún sögð hafa hvatt til óeirða þar sem fólk gæti slasast eða týnt lífi og ætti hún ekki aftur að titla sig laganema á opinberum vettvangi. „Lög eru alltaf túlkanleg“ Katrín segist aldrei hafa boðað til ofbeldis en henni virðist sem les- in hafi verið eins öfgafull meining úr textanum og hægt var. „Það að túlka þetta svona bókstaflega er siðurinn orðinn í þessum heimi og í þessum lögfræðigeira þar sem fólk vill bara rýna í lagabókstafinn án þess að hugsa um hvað sé raun- verulega sanngjarnt og réttlátt. Lög eru alltaf túlkanleg. Þeir mega túlka það sem ég segi eins og þeir vilja en ég túlka hins vegar lögin eins og mér finnst líka og áskil mér allan rétt til að tjá mig um það sem laganemi í framtíðinni.“ Katrín segir marga samnemend- ur sína hafa komið til hennar og þakkað fyrir ræðuna. Þeir sem voru henni ósammála hafi ekki rætt við hana í eigin persónu. „Það er frekar verið að stofna Facebook- síðu sem mér finnst áhugavert og eineltislegt ef maður skoðar það í stóra samhenginu. Í öllum alvöru háskólum þrífst umræða og fólk á rétt á öllum þeim skoðunum sem það vill. Ég held að HR ætti að fagna því að það séu alls konar skoðanir innan skólans.“ „Eineltislegt“ að stofna Facebook-síðu Hafnar gagnrýni samnemenda í HR Í HNOTSKURN »Á heimasíðu HR má finnaræðu Katrínar. Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skólinn er hvattur til að taka ræðuna út af vefnum. »Það stendur hinsvegarekki til, að sögn upplýs- ingafulltrúa skólans. Tengill á ræðu Katrínar birtist í dálk- inum „HR-ingar í fjölmiðlum“ þar sem reynt er að gera grein fyrir öllum fréttum þar sem kennarar og nemendur við HR koma við sögu. Katrín Oddsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.