Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 19

Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NOKKURRA vikna reiptogi á íraska þinginu lauk í gær þegar traustur meirihluti náðist fyrir samningi við Bandaríkjamenn um öryggismál og brottflutning er- lendra herja frá landinu. Gert er ráð fyrir að smám saman verði fækkað í liðinu og þeir síðustu hverfi á brott í árslok 2011 en erlendir hermenn verði ekki lengur á götum borganna eftir mitt árið 2009. Umboð örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkti á sínum tíma veru liðsins, rennur út 31. desember nk. Fjölmenn mótmæli hafa verið gegn samningnum, ekki síst í Bag- dad en þau hafa að mestu farið frið- samlega fram. Málamiðlun náðist á síðustu stundu á þingi í gær um að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn í maí næsta ár. Um er að ræða vatnaskil í þróun mála í Írak. SÞ veittu stjórnvöldum í Bagdad á sínum tíma heimild til að gera sérstakan samning við Banda- ríkin um framhald mála eftir að um- boðið rynni út og nú munu Banda- ríkjamenn þurfa að hafa mun meira samráð við Íraka. Sett verða tak- mörk á heimild Bandaríkjamanna til að efna til húsleitar, að sögn The New York Times. Málefni erlendra verktaka á veg- um Bandaríkjamanna, þ. á. m. ör- yggisvarða Blackwater-fyrirtæk- isins, sem hafa verið sakaðir um morðárásir á óbreytta borgara, hafa verið viðkvæm. Bandaríkjamenn hafa neitað að láta íraska dómara rétta yfir þeim en það verður nú gert í sumum tilfellum. Einnig verða bandarískir hermenn sem fremja al- varlega glæpi að hlíta íröskum lög- um sé afbrotið framið þegar þeir eru utan herstöðva sinna og í leyfi. Ríkisstjórn sjía-arabans Nouri al- Malikis forsætisráðherra sagði samninginn mikilvægan áfanga. Hann væri undanfari þess að Írakar yrðu raunverulega herrar í eigin landi. En hreyfing sjíta-klerksins Moqtada al-Sadrs hefur beitt sér mjög gegn samningnum, hún vill að erlenda liðið fari strax frá landinu. Þingmenn Sadrs greiddu atkvæði gegn samningnum og sögðu að um svik við þjóðina væri að ræða. Flestir vilja erlenda liðið burt Skoðanakannanir hafa að jafnaði sýnt andstöðu meirihluta Íraka við veru erlenda liðsins. En jafnframt vilja aðspurðir í flestum könnunum að liðið fari ekki fyrr en búið sé að tryggja öryggi fólks í landinu. Nú er svo komið að þótt enn séu víða framin morð og efnt til sprengjutilræða er ástandið ger- breytt og bjartsýni almennings hef- ur aukist verulega. Sem dæmi um breyttar aðstæður má nefna að íraskir læknar, sem flúið höfðu land, eru nú farnir að snúa aftur heim. Einna helst kvartar fólk yfir því að hægt gangi að laga innviði eins og raforkuver og tryggja drykkjarvatn. Nóg er til af fé vegna aukinna tekjna af olíusölu. En skortur á hæfum embættismönnum og sérfræðingum hefur tafið fyrir því að hægt sé að nota troðfullan ríkissjóðinn til að bæta kjör almennings. Samið um brottför erlendra herja frá Írak Reuters Matur! Bandaríkjamenn í Bagdad. Í HNOTSKURN »Hagur Íraka hefur vænk-ast mjög. Olíuframleiðsl- an, sem stendur undir um 90% gjaldeyristekna, er nú orðin svipuð og fyrir innrásina. »Tekjurnar eru að sjálf-sögðu mun meiri vegna hækkandi olíuverðs. Síðustu Bandaríkjamennirnir munu fara í árslok 2011 GRÆNLENDINGAR hafa nú tekið fyrsta skrefið í átt til fullveldis og geta tekið yfir 32 málaflokka sem núna eru á hendi dönsku stjórn- arinnar í Kaupmannahöfn. Nefna má lögreglu, dómstóla og eftirlit með matvælum og hráefnum. En eins og bent er á í grein í Berl- ingske Tidende getur orðið erfitt fyrir Grænlendinga, sem eru um 56 þúsund, að standa undir öllum út- gjöldunum, amk. þangað til tekjur aukast af vinnslu náttúruauðlinda. Þeir fá nú árlega sem svarar 70-80 milljörðum króna í stuðning frá Dönum en ætlunin er að draga úr þeim framlögum. Þessir peningar eru nú notaðir til að greiða meiri- hlutann af öllum opinberum út- gjöldum Grænlendinga. Sumt geta þeir strax tekið yfir, þ. á. m. samgöngumálin en Danir hafa samþykkt að halda áfram að annast fiskveiðieftirlitið sem er af- ar dýrt. En taki Grænlendingar alla málaflokkana 32 yfir fylgja því útgjöld sem nema 305 milljónum d. kr. á ári, um sjö milljörðum ísl. kr. Þegar er reiknað með halla á fjár- lögum fyrir 2009 upp á 300 millj- ónir d. kr. Dæmið verður því snúið. kjon@mbl.is Reuters Fullveldið getur orðið dýrt fyrir Grænlendinga BRESKIR bankamenn reyna nú að róa taugarnar ef koma skyldi til þess að þeirra bíði „kleinuhring- ir“, martröð hins launatengda starfsmanns sem sér fram á rausnarlegar auka- greiðslur við áramót. Þótt fæstir slái hendinni á móti ilmandi kleinuhringjum með síðdegiskaffinu vill enginn heyra á þá minnst í fjármálahverfinu City í Lundúnum, þegar rætt er um auka- greiðslur, enda fara þar tákngerv- ingar hins ægilega núlls sem bíður þess sem á 0 kr. í vændum í uppbót. Er nú svo komið að efstu tvö pró- sentin í launastiga fjárfestingar- bankanna bresku horfa fram á 30 prósent samdrátt í aukagreiðslum. Flestir bankamenn eru mun verr settir og fer nærri því að þrír af hverjum fjórum muni fá 50 til 70 pró- sent minni aukagreiðslur en í fyrra, að því er fram kemur í könnun fyrirtækisins Armstrong Internatio- nal. Samkvæmt þessum tölum á hátt í fjórðungur bankamanna á hættu, ef svo má að orði komast, að fá engar aukagreiðslur í ár, nokkuð sem margir eru sagðir eiga bágt með að trúa. Ætla má að vonbrigðin víki þó fljótt fyrir þeirri ánægju að halda starfinu í ljósi hópuppsagna síðustu vikna, svo ekki sé minnst á spár um að uppskeran verði enn rýrari á næsta ári. baldura@mbl.is Bankamenn kvíða „kleinuhringjunum“ 90 ára afmæli fullveldis á Íslandi Dagskrá: Þórarinn Eldjárn fer með ljóð Ávörp flytja: Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Katrín Jakobsdóttir alþingismaður Kári Stefánsson forstjóri Tónlistaratriði: Egófónía III Eydís Fransdóttir óbóleikari flytur Egófóníu III eftir Svein Lúðvík Björnsson Diddú og Jónas Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ættjarðarsöngva við undirleik Jónasar Ingimundarsonar Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Gunnlaugur Ingvarsson Jón Steinn Ragnarsson Árni Gunnarsson Guðmundur Jónas Kristjánsson Halldóra Hjaltadóttir Jón Valur Jensson Anna Ólafsdóttir Björnsson Baldur Róbertsson Kolbrún Hilmarsdóttir Gunnar Dofri Ólafsson Páll Árnason Björn S. Stefánsson Ragnar Sigurðsson Guðrún Lárusdóttir Undirrituð hvetja fólk til að fjölmenna í Salinn í Kópavogi á fullveldisdegi íslensku þjóðarinnar. Með því leggjum við okkar að mörkum til varðveislu fullveldis landsins á viðkvæmum tímum í stjórnmálalífi og efnahag þjóðarinnar. Við leggjum áherslu á vinsamleg samskipti og samstarf við aðrar þjóðir og hvetjum til opinnar umræðu um Evrópumál. Við teljum að aðild að Evrópusambandinu fæli hins vegar í sér víðtækt framsal valds og réttinda til stjórnarstofnana ESB í Brussel, þar á meðal yfirráð yfir helstu auðlindum landsins. Við teljum því að ESB aðild sé andstæð frelsi og fullveldi þjóðarinnar og samrýmist ekki hagsmunum Íslendinga. Jafnframt teljum við ljóst að aðsteðjandi efnahagsvandi verði ekki leystur með aðild eða aðildarviðræðum að ESB . Þér er boðið til 90 ára afmælis fullveldisins í Salnum í Kópavogi mánudaginn 1. desember. Samkoman hefst klukkan 17:00. Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum Laugardagur 29. nóvember kl. 10.30 Í brennidepli Hvað fór úrskeiðis? Pétur Blöndal, alþingismaður, og Gylfi Zoëga, prófessor, ræða hvað fór úrskeiðis í aðdraganda efnahagsvandans á opnum fundi í Valhöll. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stendur fyrir fundinum og Sirrý Hallgrímsdóttir, MBA, og Garðar Ingvarsson, hagfræðingur, eru fundarstjórar. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Nánari upplýsingar um fundinn og félagsstarf sjálfstæðismanna má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.