Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Gift fjárfestingarfélag var stofnað í júní 2007 og tók þá við öllum skuldbindingum Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga. Árið 1989 var ákveðið að sameina Sam- vinnutryggingar og Bruna- bótafélag Íslands undir merkj- um Vátryggingafélags Íslands, VÍS. Þessi sameining var gerð í kjölfar rekstrarerf- iðleika Samvinnutrygginga en rekstrarumhverfi trygging- arfélaga var erfitt á þessu tíma sem leiddi til hagræð- ingar víðar en hjá Samvinnu- trygg- ingum. Við sameininguna urðu Samvinnu- tryggingar eigandi helmings hlutafjár VÍS á móti Bruna- bótafélaginu. Eign Sam- vinnutrygginga í VÍS minnk- aði á fyrstu starfsárum VÍS þar sem Samvinnutryggingar bjuggu þá ekki yfir fjárhags- legum styrk til þess að fær VÍS aukið hlutafé þegar félag- ið þurfti á því að halda. Árið 1989 nam eigið fé Sam- vinnutrygginga 173 milljónum króna. Árum saman jókst sá fjárhagslegi styrkur lítið, nema þá með hefðbundinni innlánsávöxtun. Árið 2004 var staða félagsins orðin allt önn- ur en þá voru Samvinnutrygg- ingar stór hluthafi í Kaup- þingi. Mikill uppgangur einkenndi starf Kaupþings á þessum tíma og við lok ársins nam eigið fé Samvinnu- trygginga 4,3 millj- örðum króna eða tæplega 25 sinnum meira en það var þegar Sam- vinnutryggingar og Bruna- bótafélagið mynduðu VÍS. Samvinnutryggingar áttu stóran hlut í Kaupþingi, síðar í gegnum Gift, allt þar til bank- inn féll í byrjun október á þessu ári. Árið 2006 seldi Eign- arhaldsfélag Samvinnutrygg- inga hlut sinn í VÍS til fjárfest- ingarfélagsins Exista. Í kjölfarið var ráðist í frekari fjárfestingar, meðal annars í Landsbankanum, Glitni og Straumi. Auk þess sem keypt- ur var kjölfestuhlutur í Ice- landair en þau kaup gengu í gegn seinnipart ársins 2006. Virði bréfa í Exista og Kaup- þingi jókst stöðugt á þessum tíma, auk þess sem aðrar skráðar eignir Samvinnu- trygginga uxu mikið í verði. Í júní 2007 var eiginfjárstaða Samvinnutrygginga rúmlega 30 milljarðar. Það er um 173 sinnum meira en eigið fé Sam- vinnutrygginga var þegar það var sameinað Brunabótafélag- inu og VÍS stofnað. Margfalt virði Samvinna Gömlu höfuð- stöðvar Samvinnutrygginga FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is KLUKKAN 16.30 miðvikudaginn 7. nóvember í fyrra hittust stjórn- armenn í Gift í höfuðstöðvum félags- ins að Bitruhálsi 2 til þess að ræða stöðu þess á þeim tíma og þá helst stöðuna innan Icelandair. Fundinn sátu Þórólfur Gíslason, þáverandi stjórnarformaður og kaupfélags- stjóri í Skagfirði, og stjórnarmenn- irnir Ólafur Friðriksson, Guðsteinn Einarsson, Helgi S. Guðmundsson og Benedikt Sigurðsson. Benedikt var í símasambandi frá Húsavík meðan á fundinum stóð. Einnig sátu fundinn Finnur Ing- ólfsson, meðeigandi Giftar í Lang- flugi ehf., stærsta eiganda Ice- landair, og Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri Giftar og alnafni stjórnarmannsins. Hvorugur var í stjórn félagsins. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins markaði fundurinn þátta- skil í stjórnarstarfi Giftar á tímabili þar sem eignir félagsins voru byrj- aðar að falla hratt í verði. Upp úr sauð á fundinum þegar rætt var um viðskipti með hlutabréf í Icelandair. Þau áttu sér stað í október og desem- ber 2006 og einnig á haustmánuðum skömmu fyrir stjórnarfundinn. Mán- uðina á eftir var samband stjórn- armanna stirt og leiddi það að lokum til þess að Þórólfur hætti sem stjórn- arformaður félagsins í febrúar á þessu ári, þegar verulega var farið að halla undan fæti. Eiginfjárstaðan var orðin slæm. Hún var neikvæð um 1,7 milljarða um mitt þetta ár sam- kvæmt drögum að sex mánaða upp- gjöri. Icelandair, Langflug og leynd Í október 2006 bættu Sam- vinnutryggingar, móðurfélag Giftar, við sig hlutum í Icelandair. Í desem- ber sama ár seldu Samvinnutrygg- ingar fjórðungshlut í Langflugi, stærsta hluthafa Icelandair, fyrir einn milljarð króna til FS7 ehf., fé- lags í eigu Finns Ingólfssonar. Stjórn Giftar samþykkti 21. febr- úar 2007 að veita FS7 kauprétt að hlutafé í Langflugi upp að tveimur milljörðum að nafnvirði. Hinn 29. ágúst sama ár óskaði Finnur fyrir hönd FS7 eftir því að skipta á bréf- um í Langflugi og Icelandair Group. Stjórn Giftar brást skjótt við þessari beiðni Finns og samþykkti bréfa- skiptin á fundi daginn eftir. Málið var svo endanlega frágengið á fundi hjá Langflugi þann 1. september. FS7 fékk með þessum viðskiptum fjórðunginn af hlutafé Langflugs í Icelandair Group og greiddi niður sama hlutfall skulda Langflugs. FS7 á nú tvo þriðju í Langflugi og Gift einn þriðja. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins gerði einn stjórnarmanna Giftar það að umræðuefni á fund- inum hvernig hefði staðið á því að hlutafélagið AB 57, sem skráð var á Ártorg 1 á Sauðárkróki þar sem Kaupfélag Skagfirðinga er með höf- uðstöðvar, hefði selt bréf án þess að stjórnin hefði verið upplýst um það. Þórólfur var meðal forsvarsmanna AB 57, en þó ekki skráður fram- kvæmdastjóri eða stjórnarformaður. Voru viðskiptin gagnrýnd af stjórn- armönnum sem sögðu þetta „leyni- félag“ hafa skaðað stöðu Langflugs innan Icelandair. Þórólfur brást reiður við þegar umrædd viðskipti voru gerð að um- talsefni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hann sagði þau með öllu ótengd viðskiptum Giftar í gegnum Langflug þótt þau hafi farið fram á svipuðum tíma og FS7 seldi bréf sín í Icelandair. Þórólfur hafnaði því algjörlega á fundinum að hann hefði nýtt upplýsingar úr starfi sínu fyrir Gift til þess að bæta stöðu AB 57. Ítrekaði hann að öllum hefði mátt vera ljóst að félagið væri til og á hvers vegum það væri. Í fundargerð félagsins af fundinum segir meðal annars: „Fram kom hjá stjórnarfor- manni að hlutafélög í eigu KS hefðu ekki á nokkurn hátt tengst eign- arhaldi Samvinnutrygginga (Giftar) né FS7 í Icelandair.“ Stjórnarmenn sem þetta gagn- rýndu töldu sölu AB 57 á bréfunum, til annarra félaga sem með kaup- unum styrktu stöðu sína, gera Lang- flugi erfiðara um vik með að selja bréfin. Þar sem staða annarra hlut- hafa innan Icelandair styrktist frek- ar á kostnað Langflugs og þar með Giftar. Sættir náðust ekki á fund- inum um þetta atriði. Málefni Icelandair höfðu verið töluvert í umræðu meðal stjórn- armanna í Gift vikurnar áður en fyrr- nefndur stjórnarfundur var haldinn. Var meðal annars hafin leit að eft- irmanni Jóns Karl Ólafssonar sem forstjóra Icelandair á þessum tíma. Kannaður var hugur nokkurra áður en Björgólfur Jóhannsson var ráðinn forstjóri. Bjarni Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins var einn þeirra, en hann afþakkaði boðið. Ás- geir Baldurs, fyrrverandi forstjóri VÍS og seinna stjórnarmaður í Gift, var einnig nefndur en hann sýndi starfinu heldur ekki áhuga. Þá höfðu stjórnarmenn í Gift heyrt að Guð- finna Bjarnadóttir, þingkona Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi rekt- or Háskólans í Reykjavík, hefði áhuga á starfinu en úr varð á end- anum að Björgólfur var ráðinn. Vildu selja en gátu ekki Stjórnarmenn reifuðu viðhorf á fundinum um að nauðsynlegt væri að selja hlutinn í Icelandair. Finnur gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum á fundinum að möguleiki væri á því að skandinavíska flugfélagið SAS myndi kaupa hlut Langflugs í Ice- landair. Var það kynnt sem algjört trúnaðarmál á þeim tíma. Sátt var um það innan stjórnarinnar að selja hlutinn í Icelandair og þá helst til al- þjóðlegs flugfélags. Einnig var rætt um möguleika á því að fá Ómar Benediktsson fjárfesti sem hluthafa að Langflugi. Ekki varð af því. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu stjórnarmenn af því áhyggjur að erfiðlega gæti reynst að selja hlut- inn í Icelandair, eins og staða á mörkuðum var orðin á þessum tíma. Hlutabréf höfðu lækkað mikið á skömmum tíma og ekki sá fyrir end- ann á þeirri þróun. Stjórnin hafði áhyggjur af stöðunni og vildu stjórn- armenn grípa til aðgerða til að verja hag félagsins. Staða Giftar innan Icelandair var ekki eina deilumál fundarins. Rætt var opinskátt um tillögur til  Harðar deilur voru innan stjórnar Giftar á meðan eignir félagsins hríðféllu í verði  Ekkert til skiptanna fyrir rúmlega 50.000 aðila sem áttu rétt á hlutafé úr félaginu Átök Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson hættu báðir fyr- irvaralaust sem stjórnarformenn Giftar, eftir átök í stjórn félagsins. » Samkvæmt því gat stjórn Giftar ekki selt meira en 15 prósent af eignum sínum nema með samþykki Kaup- þings. Þetta þýddi í raun að Gift gat ekki selt sínar stærstu eign- ir. Eignir Giftar brunnu inni í skjóli átaka Þingmenn komu til greina Guðfinna Bjarnadóttir Bjarni Benediktsson Finnur Ingólfsson Helgi S. Guðmundsson ÞÓ að deilt hafi verið um ýmsa þætti er snertu stöðu Giftar innan Icelandair ræddu stjórnarmenn vitaskuld um önnur málefni fyrirtækisins. Þegar leitað var að nýjum forstjóra fyrirtækisins var meðal annars leitað til Bjarna Bene- diktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði ekki áhuga á starf- inu. Guðfinna Bjarnadóttir kom einnig til greina en ekki varð af ráðningu hennar. Finnur Ingólfsson var um tíma stjórnarformaður Icelandair en Helgi S. Guðmundsson sat í stjórn Giftar. Rætt vítt og breitt um stöðu Icelandair Nokkrir þeirra sem töldu sig eiga rétt á hlutafé Giftar eftir að ákvörðun var tekin um að slíta félaginu á sumarmánuðum 2007 settu sig í samband við við- skiptaráðuneytið vegna málsins. Fannst mörgum sem nokkurrar óvissu gætti um lagaheimildir í kringum starfsemi Sam- vinnutrygginga og síðan Giftar. Eftir að tilkynnt var um slit á fé- laginu hófst fljótt vinna við setja saman lista yfir þá sem rétt áttu á því að verða hluthafar í félag- inu. Skilanefnd undir stjórn Kristins Hallgrímssonar hrl. hóf fljótlega að afla upplýsinga um þá sem rétt áttu á því að verða hluthafar í Gift. Í fyrstu var talið að þeirri vinnu gæti lokið á tveimur til þremur mánuðum en annað kom á daginn. Ekki var til eins mikið af upplýsingum á tölvutæku formi um þá sem áttu rétt á hlutafé Giftar og í fyrstu var talið. Þetta tafði vinnu nefndarinnar og var fljótt ljóst að slitin á félaginu myndu taka lengri tíma. Slitin töfðust síðan enn meira eftir að hlutabréf á mörkuðum tóku að falla og stjórn Giftar fór að hugsa meira um að tryggja stöðu félagsins frekar en vinna að slitum á félag- inu. Enn er óútskýrt hvað olli því að ekkert varð af slitunum eftir því sem tíminn leið. Mikil breyt- ing á eignastöðu Giftar dag frá degi frá þeim tíma sem ákvörðun um slitin var tekin hafði áhrif á vinnuna þar sem virði hvers hlut- ar breyttist í sífellu. Fór inn á borð viðskiptaráðuneytisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.