Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 25
HJÁ Garðræktarfélagi Reykhverfinga hafa menn hug á að auka tómataræktun á næst- unni. „Við erum að fara að auka lýsingu og ættum þannig að auka tómataframleiðslu um 30 tonn á ári,“ segir Páll Ólafsson garð- yrkjubóndi á Hvera- völlum, sem er í eigu Garðræktarfélags Reykhverfinga. Gróð- urhúsarýmið á Hvera- völlum nemur nú um 7.000 m² og er þar sumarræktun á bæði tómötum og papriku. Þegar lýsingu hefur verið bætt við á þá 800 m² sem fyrirhugað er, munu um 2.900 m² rýmisins henta til heilsársrækt- unar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn,“ segir Páll. „Vel hef- ur gengið að selja. Neytendur eru með okkur og þá verður maður að vera bjartsýnn.“ „Maður verður að vera bjartsýnn“ Garðyrkjubóndi Páll Ólafsson gerir ráð fyrir að ársframleiðslan á tómötum aukist um 30 tonn. Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 1.995kr. áður 3.990 kr. Aðeins 1.245kr. áður 2.490 kr. Aðeins 895kr. áður 1.790 kr. Aðeins 2.745kr. áður 5.490 kr. Aðeins 2.145kr. áður 4.290 kr. Aðeins 995kr. áður 1.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 28.11.08 til 03.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þ að finna líklega flest ís- lensk heimili fyrir þeirri hækkun sem orð- ið hefur á matarreikn- ingnum undanfarna mánuði. Kjöt, kornvara, grænmeti – allt hefur þetta hækkað í verði. Og þegar fall íslensku krónunnar er haft í huga undrar kannski eng- an að verðlag innfluttra matvæla hækki. En getur verið að efnahags- dýfan eigi eftir að hafa góð áhrif á innlenda framleiðslu? Töluverður uppgangur hefur verið hjá garðyrkjubændum að sögn Bjarna Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Sambands garð- yrkjubænda. „Það má segja að þetta ár hafi verið mjög sérstakt í heild sinni óháð þessari kreppu,“ segir Bjarni og kveður eftirspurn eftir íslensku grænmeti hafa verið gríðarlega mikla. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölu- félags garðyrkjumanna, tekur í sama streng og segir aukninguna í sölu íslenskra tómata þó hafa verið hvað mesta – hún hafi tvöfaldast á sl. fimm árum og ekkert lát virðist vera á vinsældunum. „Markaðurinn fyrir ferskt grænmeti, innlent jafnt sem innflutt, hefur líka almennt verið að stækka.“ Aukin innlend framleiðsla? Báðir eru þeir á því að viss tæki- færi geti falist í þeirri stöðu sem nú er komin upp. „Það hefur ekki verið einfalt að keppa við innflutta fram- leiðslu,“ segir Gunnlaugur og bætir við að gengisfall krónunar muni vissulega hækka framleiðslukostn- að við íslenskt grænmeti. „En á móti kemur að samkeppn- isumhverfið gæti samt sem áður batnað með dýrari innflutningi.“ Tæp 60% af því grænmeti sem neytt er hér á landi eru innflutt og spáir Bjarni því að þau hlutföll eigi eftir að breytast. „Það er engan bil- bug á mönnum að finna og garð- yrkjubændur eru alltaf að reyna að svara aukinni eftirspurn,“ segir Gunnlaugur og kveður einhverja þreifa fyrir sér með aukna fram- leiðslu. Að mati Bjarna geta e.t.v. sumir garðyrkjubændur mögulega aukið framleiðslu sína eitthvað án mikils tilkostnaðar, en í flestum til- fellum feli það hins vegar í sér fjár- útlát. „Ætli menn sér því að mæta breyttum markaðsaðstæðum á ein- hvern hátt með íslenskri fram- leiðslu þá krefst það væntanlega verulegra fjárfestinga og slíkt ætti enginn að fara út í nema að vel ígrunduðu máli.“ Flest markmiðin náðst Aðlögunarsamingur var gerður milli ríkisvaldsins og Bænda- samtakanna, fyrir hönd Sambands garðyrkjubænda, árið hefur 2002. Nánast öll markmið þess samnings hafa náðst að sögn Bjarna. „Í þeim samningi voru meðal annars sett fram markmið um að auka framleiðslu og minnka kostn- að til hagsbóta fyrir neytendur, sem og að styrkja rekstrargrund- völl fyrirtækjanna.“ Samningurinn rennur út í lok árs 2011 og hefur þegar verið hafist handa við endur- skoðun hans. „Ef við náum samn- ingi til lengri tíma þá geta garð- yrkjubændur óhræddir farið út í fjárfestingu sem er að skila sér á 5-7 árum,“ segir Bjarni og kveðast vona að endurskoðun verði lokið fyrir vorið. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Uppskerustörf Allt er vænt sem vel er grænt. Uppskera var góð hjá Þresti Jónssyni á Flúðum þetta sumarið, en vinsældir íslenska grænmetisins hafa aukist mikið, enda full ástæða til að styrkja íslenska ræktun og hollustu. Reyna að svara aukinni eftirspurn  Uppgangur er hjá íslenskum garðyrkjubændum í kreppunni  Tvöföldun hefur orðið í sölu ís- lenskra tómata  Samkeppnisumhverfi garðyrkjubænda gæti batnað með dýrari innflutningi Pétur Stefánsson ætlaði að sötrarauðvín með spúsu sinni að kvöldi og þóttist eiga flösku á vísum stað. En ekki fannst flaskan þótt vel væri leitað. Eitt mér veldur angri og pín, – enda af kulda loppinn; ég á ekkert áfengt vín að ylja mér um kroppinn. Séra Hjálmar Jónsson hafði áhyggjur af þessu: Fái hagur hjóna skánað. Hamingjan af Pétri skíni. Getur ekki einhver lánað okkar manni flösku af víni? Páll H. Jónsson kennari á Laugum lét Litla kórinn syngja texta eftir sig, sem var eitthvað á þessa leið: Með pappír, blek og pennastöng hann páraði svo dægrin löng, og þegar bréfið búið var þá braut hann saman arkirnar. Hann límdi aftur umslagið og adressuna lauk hann við, frímerkið límdi ánn einnig á. Hann gleymdi bara einu sem gæta verður að. Hann gleymdi að senda – senda það af stað! Sveinn frá Elivogum orti eina fallegustu vísu sína til konu sinnar er hann sneri heim í Skagafjörð úr höfuðborginni helsjúkur: Langa vegi haldið hef, hindrun slegið frá mér. Hingað teygja tókst mér skref til að deyja hjá þér. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Flaskan sem hvarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.