Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 28

Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 NÚ ÞEGAR verið er að endurskoða lögin um þjóðkirkjuna frá 1997 er eðlilegt að spurt sé hvort sú skip- an mála sem þá var komið á hafi náð til- gangi sínum, hvort hin frjálsa og sjálfstæða þjóðkirkja sé betur tengd við þjóðlífið og lifandi starf í söfnuðunum en áður. Ekki hefur verið gerð kerfisbundin úttekt á því hvernig hin nýja skipan virkar en þeir eru margir sem efast um að þjóðkirkjan sé öflugri nú en fyrir tíu árum – að fleiri taki þátt í helgihaldi hennar og láti til sín taka í samfélaginu á grundvelli kristinnar trúarsannfæringar sinnar. Nú er því tilefni til að skoða stjórnkerfi og skipan kirkjunnar og ræða hvaða leiðir eru færar til þess að hún verði það krydd og ljós í þjóðlífinu sem vonir standa til, því víst er um það að margir líta til hennar og óska þess að starf hennar megi eflast á sem flest- um sviðum. Til þess að hún styrkist sem þjóðkirkja verður einnig að huga að hinum margslungnu sögulegu tengslum hennar við þjóðina. Að- greining ríkis og kirkju gerir það enn brýnna en áður að hugað sé að þess- um tengslum og að skipulaginu sé hagrætt þannig að þjóðkirkjan verði lifandi og skapandi trúfélag sem geti tekist á við margbreytileg viðfangs- efni. Eitt af því sem vel hefur tekist með þeirri nýju skipan sem komst á í kjölfar laganna frá 1997 var valið á forsetum kirkjuþings. Það þarf að efla stöðu þeirra og um leið þarf að styrkja stöðu biskupafundar og fá biskupunum á Hólum og í Skálholti eiginleg biskupsdæmi. Starfshættir kirkjunnar á landsbyggðinni eru með öðrum hætti en á Reykjavíkursvæð- inu. Ábyrgir biskupar á hinum forn- helgu stöðum myndu gera starf hennar skilvirkara sem var einmitt markmiðið með sjálfstæði kirkj- unnar og aðgreiningu hennar frá rík- inu. Biskupinn í Reykjavík gæti þó áfram verið oddviti biskupafundar í ýmsum málum. Þetta er hug- mynd sem hefur oft skotið upp kollinum í umræðum um skipan íslensku þjóðkirkj- unnar og það ætti að vera auðvelt að kanna það hver sé vilji kirkju- fólks nú varðandi þetta atriði. Sú stefna að gera þjóðkirkjuna sjálfstæða og frjálsa virðist að mati margra fela það í sér að vald biskups Íslands þurfi að ná yfir sem flestar stofnanir og nefndir kirkjunnar. Það er í sjálfu sér skilj- anlegt að ríkisvaldið (og fjölmiðlar) vilji geta snúið sér til eins aðila sem tali í öllum málum fyrir hönd kirkj- unnar og það getur verið skyn- samlegt út frá lögfræðilegu og rekstrarhagfræðilegu sjónarmiði, en það er alls ekki gott fyrir þjóðkirkju sem er eining um ólíkar trúarskoð- anir, reynslu og lífsviðhorf. Það má færa rök fyrir því að bisk- upsembættið í Þjóðkirkjunni eigi rót sína að rekja til hinna fornhelgu bisk- upsembætta sem erlent vald lagði niður um aldamótin 1800 til þess að ná betri tökum á stjórn landsins. Þjóðkirkjan varð í raun til eftir að Ís- lendingar fengu heimastjórn í upp- hafi síðustu aldar og þá urðu tímamót varðandi skipan kirkjumála í landinu. Þegar stiftsyfirvöldin voru lögð niður (amtmaður og biskup) töldu ýmsir mætir alþingismenn og prestar að leggja mætti biskupsembættið niður eða sameina það prófastsembætti eða embætti forstöðumanns Presta- skólans. Þórhallur Bjarnarson for- stöðumaður Prestaskólans gegndi lykilhlutverki í því að móta Þjóð- kirkjuna eins og við þekkjum hana og hann neitaði að fara til Kaup- mannahafnar til að vígjast þar af Sjá- landsbiskupi (sem var eins konar erkibiskup dönsku ríkiskirkjunnar). En hvað þá með biskupsvígsluna? Jú, Þórhallur gat þegið hana af for- vera sínum og vildi auk þess styrkja stöðu embættisins með því að láta vígsluna fara fram í Skálholti. Það reyndist þó útilokað því að forveri hans, Hallgrímur Sveinsson, var fár- sjúkur auk þess sem allt var í nið- urníðslu í Skálholti, engin boðleg hús og kirkjan lítil timburkirkja. Þórhall- ur biskup tengdi embætti sitt enn frekar hinum fornhelgu biskupsemb- ættum með því að halda prestastefn- una árið 1910 á Hólum og gera úr henni eins konar kirkjuþing. Alþingi rak svo smiðshöggið á þennan skiln- ing hans með því að samþykkja lög um vígslubiskupa fyrir hin fornu stifti á Hólum og í Skálholti og voru til þess valdir mætir prestar sem þó sátu áfram í prestaköllum sínum. Nú sitja þessa virðulegu staði biskupar sem kosnir hafa verið á sama hátt og biskup Íslands sem situr í Reykjavík. Búið er að leggja mikið fé í það að byggja þessa staði upp sem kirkju- og þjóðmenningarmiðstöðvar og mikill stuðningur hefur fengist frá Norðurlöndunum vegna þess að þar hefur sá skilningur verið fyrir hendi að þessir fornhelgu staðir séu að- alsmerki íslensku Þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan skilgreinir sérstöðu sína þannig að hún þjóni lands- mönnum öllum, veiti kirkjulega þjón- ustu óháð því hvar þeir búa á landinu, en nú virðist sem kirkjuþing ætli að skilgreina sjálfstæði Þjóðkirkjunnar þannig að best sé að færa sem mest frumkvæði og ábyrgð á einn stað, á biskupsstofuna á Laugavegi 31 í Reykjavík. Er það virkilega vilji sitj- andi kirkjuþings sem túlkar vilja kirkjufólks í hinum dreifðu byggðum landsins? Hólar og Skálholt og sjálfstæði Þjóðkirkjunnar Pétur Pétursson ber upp spurningar til Kirkjuþings »… nú virðist sem kirkjuþing ætli að skilgreina sjálfstæði þjóðkirkjunnar þannig að best sé að færa sem mest frumkvæði og ábyrgð á einn stað … dr. Pétur Pétursson, Höfundur er prófessor í guðfræði og starfandi forseti guðfræði- og trúar- bragðafræðideildar Háskóla Íslands HÖRMUNGAR miklar dynja nú yfir heimsbyggðina, og yfir okkur eyjarskeggja sér í lagi, að mér skilst. Fyrirtæki og ein- staklingar missa og tapa sem aldrei fyrr. Sumir tapa öllu spari- fénu sínu, aðrir tapa jafnvel pen- ingaupphæðum sem venjulegt fólk kann ekki að telja upp í. Enn aðrir missa bara móðinn (hafa kannski engu öðru að tapa). Þjóðin, sem fyr- ir fáeinum vikum síðan var ríkasta, óspilltasta og hamingjusamasta þjóð í heimi, er nú bláfátæk, ger- spillt og hundfúl. Tilveran er sann- arlega hverful – og afstæð. Nóg um það, mig langar að vekja máls á allt annars konar kreppu – á Íslandi. Mig langar að segja aðeins frá vini mínum Matta. Hann heitir eiginlega Mehdi, en hann er búinn að dvelja svo lengi á Íslandi að í mínum augum er hann löngu orðinn Matti. Matti vinur minn er flóttamaður frá Íran. Hann barst hingað til lands fyrir fjórum árum síðan, í miðju „góðærinu“, á flótta undan lífshættu. Hann var minniháttar skrifstofublók í Íran, ríkisstarfs- maður. Honum urðu á afglöp í starfi, hann týndi einhverjum leyni- skjölum. Í flestum siðmenntuðum lönd- um er mönnum í versta falli vikið úr starfi fyrir það, en í Íran er slíkt líf- látssök. Nú er það svo að á Íslandi tökum við helst ekki við flótta- fólki, nema algerlega tilneydd, af Samein- uðu þjóðunum og Rauða krossinum. Og þá fáeinum útvöldum, sem embættismenn velja í flótta- mannabúðum heimsins. Ef þeir dúkka upp sjálfir er þeim án und- antekninga neitað um landvist- arleyfi, þeir geta áfrýjað eitthvað, en fá í fæstum tilfellum neitt út úr því nema aðeins lengri dvöl í flótta- mannabúðunum í Keflavík og eru síðan sendir til þess lands sem þeir komu frá til Íslands og þaðan – ja Guð má vita hvert – og hvað. Það er ekki okkar mál og eftir því bíður Matti núna. En í örfáum tilfellum fylgir þó síðustu neituninni „klásúla“ sem í raun er einskonar landvistarleyfi; „dvalarleyfi af mannúðarástæðum á grundvelli 2. mgr. 11 gr. laga nr 96\2002...“ Við Matti erum jafnaldrar, urð- um fimmtugir á árinu. Hann er ein- stakt ljúfmenni og valmenni. Hann hefur sem sagt dvalið hér síðustu fjögur ár og ég hafði eiginlega hlakkað til að eiga hann að hér í ell- inni. Fyrstu árin var hann vongóð- ur, lífsglaður og þakklátur fyrir að vera á lífi, nú er hann aðeins skuggi af sjálfum sér, bókstaflega. Hann er búinn að vera í mótmælasvelti frá 3. nóvember eftir að hann fékk síð- ustu neitunina, og er að dauða kom- inn. Hann liggur í bæli sínu suður í Keflavík og bíður eftir að verða sendur til Írans, samkvæmt úr- skurði yfirvalda. Læknir lítur til hans öðru hverju og sagði honum síðast að hann ætti eftir fáeina daga ólifaða ef hann nærðist ekki, en ef hann vildi byrja að nærast mætti hanni hringja í sig og yrði honum þá komið inn á spítala til að fá næringu í æð. En Matti vill frek- ar deyja úr hungri á Íslandi en fyr- ir hendi yfirvalda í Íran. Nú bið ég Guð að mýkja hjörtu viðkomandi yfirvalda, að þau megi skoða mál hans einu sinni enn og veita honum dvalarleyfi af mann- úðarástæðum. Með fyrirfram þökk. Ólafur Halldórsson vekur athygli á mót- mælasvelti íransks manns á Suð- urnesjum »Hann er búinn að vera í mótmælasvelti frá 3. nóvember eftir að hann fékk síðustu neit- unina, og er að dauða kominn. Hann liggur í bæli sínu suður í Kefla- vík og bíður eftir að verða sendur til Írans... Ólafur Halldórsson Höfundur er sjómaður. Annarskonar kreppa Í DAG verður haldin fjármálaráðstefna íþróttahreyfingarinnar. Nokkuð er síðan síð- asta ráðstefna var hald- in, en þær varða stóran hluta þjóðarinnar í ljósi þess að um er að ræða stærstu frjálsu fé- lagasamtök landsins með nálægt 140 þúsund skráða fé- laga. Viðfangsefni ráðstefnunnar ber keim af því ástandi sem ríkir í efn- hagsmálum þjóðarinnar. Fáum dylst að ástandið hefur hitt íþrótta- hreyfinguna illa, enda byggjast fjár- hagsstoðir hreyfingarinnar að mestu leyti á eigin fjármögnun – þar á meðal frá atvinnulífi og heimilum í landinu. Mikilvægi opinberra fram- laga til grunnstarfsemi er því um- talsvert. Það er eitt af lögbundnum hlut- verkum Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands að standa vörð um sjálfstæði íþróttahreyfingarinnar. Það sjálfstæði getur verið dýru verði keypt, og byggist fyrst og fremst á uppbyggingu stjórn- skipulags sjálfboðaliða í grasrót- arstarfi undanfarna öld. Það er brýnt að þjóðin standi sam- eiginlega vörð um þetta stjórn- skipulag á tímum samdráttar. Margföldunaráhrif starfseminnar eru mikil, og hver króna sem lögð er til íþrótta skilar sér margfalt til baka í formi betra samfélags og fé- lagslegra forvarna. Um það er ekki deilt, og til grundvallar því liggja viðurkenndar rannsóknir. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ályktaði á fundi í október síðastliðnum að öðru fremur beri að standa vörð um barna- og unglinga- starf hreyfingarinnar og gæta jafnframt að hinu verðmæta stjórn- skipulagi sjálf- boðaliðastarfsins. Líklega er óvíða far- ið með fé af jafnmikilli ábyrgð og innan íþróttahreyfing- arinnar. Svigrúm til niðurskurðar er lítið, en þar sem borð hefur verið fyrir báru hafa íþróttafélög og sambandsaðilar þeg- ar gripið til ábyrgra ráðstafana. Ekki er þó hyggilegt að ganga of nærri afreksstarfi, enda er þar að finna nauðsynlegar fyrirmyndir æskunnar og drifkraftinn að baki fé- lagsstarfinu. Íþróttir eru orðnar órjúfanlegur hluti þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum byggja, og mikilvægt að sú staðreynd sé höfð í huga við end- urreisn íslensks samfélags úr rúst- um efnahagslægðar. Þegnar lands- ins munu ekki sætta sig við samfélag án öflugrar íþróttastarfsemi fyrir börn og ungmenni, né afreksfólks sem hægt er að sameinast um. Fjármálaráðstefnu íþróttahreyf- ingarinnar er ætlað að varpa ljósi á stöðu mála, sóknarfæri og úrræði, samhliða því að koma á framfæri sjónarmiðum þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Fjármálaráð- stefna íþrótta- hreyfingarinnar Ólafur Rafnsson skrifar um stöðu íþróttahreyfing- arinnar Ólafur Rafnsson » ...ástandið hefur hitt íþróttahreyfinguna illa, enda byggjast fjár- hagsstoðir hreyfing- arinnar að mestu leyti á eigin fjármögnun... Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í AÐSENDRI grein, sem þú stílar sem bréf til útvarps- stjóra Páls Magn- ússonar í Morg- unblaðinu í fyrradag, notar þú gamalt trikk valdsmannsins. Þú sakar mig um að vera málpípa pólitískra and- stæðinga þinna. Ástæðan er sú að ég tók í útvarps- þættinum Krossgötum á Rás eitt viðtal við oddvita minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs, Guðríði Arn- ardóttur, en boðaði að talað yrði við yfirvöld í Kópavogi í næsta þætti, svo þau gætu brugðist við. Að sjálf- sögðu sendi ég þér skeyti nú í byrjun vikunnar og bauð þér að koma í þátt- inn og ræða skipulagsmál og gagn- rýni Guðríðar. En þú kýst að svara með opnu bréfi sem er fullt af dylgj- um og aðdróttunum gagnvart mér, en furðulegum smeðjuskap gagn- vart útvarpsstjóra þar sem þú hrós- ar honum fyrir röggsemi í máli G. Péturs, fyrrum fréttamanns á Rúv, en undrast að ég skuli „ennþá vera á launaskrá“ hjá Páli. Áður en lengra er haldið vil ég skjóta að þeirri at- hugasemd, Gunnar, að ég er ekki á launaskrá hjá Páli Magnússyni. Það er misskilningur. Ríkisútvarpið er ekki hans einkafyrirtæki frekar en Kópavogur er þitt einkabæjarfélag. Hér er önnur at- hugasemd: Þeir sem hlustað hafa á Kross- götur vita að ég hef aldrei hlíft Samfylking- unni við gagnrýni. Í Krossgötuþætti fyrr á þessu ári kom fram hörð gagnrýni viðmæl- enda minna á skipu- lagsmál í Hafnarfirði og vinnubrögð Sam- fylkingar þar í bæ (einkum vegna Strand- götu og Norðurbakka). Ég var líka á þessu ári með ítarlegt viðtal við Dag B. Eggertsson þar sem ég spurði hann ítekað gagn- rýnna spurninga vegna klúðursins við skipulag Laugavegar 4-6. Það má líka fljóta með að fyrir einu og hálfu ári tók ég langt viðtal við þig, Gunnar, um skipulagsmál í Kópavogi og þær miklu deilur sem um þau hafa spunnist undanfarin tvö eða þrjú ár. Þú svaraðir fullum hálsi, ef ég man rétt, og vísaðir allri gagn- rýni á bug. Viðtal mitt við Guðríði Arnardóttur laugardaginn 22. nóv- ember var fyrsta viðtal mitt við full- trúa minnihlutans í bæjarstjórninni. Mér finnst rétt að fram komi að auk viðtalsins við Guðríði var í þætt- inum rætt við hagfræðingana Magn- ús Árna Skúlason og Guðrúnu John- sen um gríðarlegt offramboð á nýbyggðum húsum og þátt bygging- arfélaga, lánastofnana og sveit- arstjórnarmanna í öllu því dæmi. Auk þess var Kristinn R. Ólafsson Mættu í þáttinn, Gunnar I. Birgisson Hjálmar Sveinsson svarar bæjarstjór- anum í Kópavogi Hjálmar Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.