Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 29

Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 FORMENN allra þingflokka á Alþingi hafa lagt fram frum- varp til laga um rannsókn á aðdrag- anda og orsökum bankahrunsins. Ágætis framtak hjá annars duglitlu þingi. Ekki verður fjallað um efni þessa frumvarps í heild sinni hér heldur aðeins vikið að fyrirhugaðri þátt- töku hæstaréttardómara í rann- sóknarnefndinni. Telja verður þá skipan afar hæpna í ljósi þrí- greiningar ríkisvaldsins í lög- gjafar- framkvæmda- og dóms- vald samkvæmt 2. gr. stjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Með 61. gr. stjórnarskrárinnar er slegin skjaldborg um sjálfstæði og óhæði dómenda gagnvart öðr- um handhöfum ríkisvaldsins. Ger- ir ákvæði þetta ráð fyrir því að dómendur gegni aðeins dóm- störfum en ekki öðrum störfum fyrir ríkið. Þeim dómurum sem aðeins gegna dómsstörfum verður ekki vikið úr starfi nema með dómi. Fram til gildistöku laga nr. 92/1989 um aðskilnað dóms- og umboðsvalds í héraði var það svo að héraðsdómarar en ekki hæsta- réttardómarar fóru með ýmis um- boðsstörf, m.a. rannsókn saka- mála, skipti dánar- og þrotabúa. Lög 92/1989 komu nýrri dóm- stólaskipan á; meðferð dóms- og umboðsvalds í héraði var skilin að. Lög nr. 92/1989 voru sett vegna þess að þáverandi Mann- réttindanefnd Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í kærumáli, er varðaði íslenskt dómsmál, að það væri ósamrýmanlegt ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæði dómstóla að einn og sami aðili færi bæði með dóms- og umboðsvald. Samkvæmt frum- varpinu um rann- sóknarnefndina er gert ráð fyrir því að einum dómara Hæstaréttar verði falið að rannsaka hrun fjármálakerf- isins ásamt umboðs- manni Alþingis og einum fulltrúa Al- þingis með víðtæka þekkingu á efnahags- málum. Þessir þrír aðilar skipa rann- sóknarnefnd. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar valdheimildir; hún getur kallað menn til skýrslugjaf- ar, krafist gagna, látið fara fram húsleit að undangengnum dóms- úrskurði. Fyrir nefndinni geta einstaklingar ekki borið fyrir sig lögboðna þagnarskyldu. Öllu þessu rannsóknarverki á hæsta- réttardómarinn að stýra. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að afbrot hafi verið framin skal hún tilkynna það til ríkissaksóknara, sem væntanlega á þá að hefja rannsókn með það fyrir augum að rannsaka málið frekar. Það er skoðun mín að þessi skipan nefndarinnar fái ekki stað- ist. Hæstaréttardómurum er og hefur verið óheimilt að taka að sér umboðsstörf fyrir aðra hand- hafa ríkisvaldsins. Sá Hæstiréttur sem formaður rannsóknarnefnd- arinnar kemur úr mun með störf- um sínum gera alla dómendur réttarins vanhæfa til dómsstarfa í málum, sem kunna að eiga rót sína að rekja til stafar rannsókn- arnefndarinnar og líklega í öllum öðrum málum, sem falli bankanna kunna að tengjast, þar sem það er rétturinn sjálfur sem velur rannsóknardómarann. Með vali sínu á rannsóknardómaranum tekur Hæstiréttur ábyrgð á störf- um hans í þágu löggjafar- og framkvæmdavaldsins. Hæstirétt- ur verður með öðrum orðum að verja eigin gerðir um ókomin ár verði skipan rannsóknarnefnd- arinnar með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Að lokum þetta. Það er svo sjálfstætt umhugsunarefni fyrir löggjafann, hvort takmörkuðum fjármunum gjaldþrota ríkissjóðs sé best varið með þeim hætti sem frumvarpið boðar þegar fyrir liggur að refsivarslan telur sig í fjársvelti, ef marka má yfirlýs- ingar starfsmanns embættis rík- islögreglustjóra í norska rík- issjónvarpinu síðast liðinn þriðjudag. Hæstiréttur úr leik! Sigurður Guð- jónsson skrifar um nefnd sem á að rannsaka hrun efnahagskerfisins » Það er skoðun mín að þessi skipan nefndarinnar fái ekki staðist. Sigurður Guðjónsson Höfundur er sjálfstætt starfandi hæstaréttarlögmaður. með mjög fróðlegan pistil um blind- götu byggingarbransans á Spáni þar sem nú standa heilu draugahverfin með splunkunýjum húsum og hót- ellengjum auð. Ekki þarf að taka fram að stórfelld gjaldþrot blasa við bæði hér heima og á Spáni og spár um hríðfallandi fasteignaverð. Tema þáttarins var: Afhverju eru bygging- aröflin svona blind? Af hverju slaka þau ekkert á fyrr en allt er komið í þrot? Ég fékk þakkir frá hlust- endum fyrir upplýsandi og vönduð vinnubrögð eftir þennan þátt. Það þarf varla að taka fram að ábyrgð sveitarstjórnarmanna á höf- uðborgarsvæðinu er mikil. Þeir verða að þola gagnrýna umfjöllun og þeir verða að vera tilbúnir í hrein- skiptnar opinberar umræður. Dylgj- ur og aðdróttanir eru ekki góður pólitískur stíll til langframa. Íslensk- ir valdsmenn þurfa að fara að læra að það er ekki þeirra hlutverk að stjórna umræðunni, eða setja ákveðna fjölmiðlamenn út í kuldann. Hristu þennan gamla stíl af þér, Gunnar, og drífðu þig til mín í Krossgötuþáttinn. Það er eiginlega skylda þín sem bæjarstjóri. Ég mun sýna þér fulla kurteisi en ég mun ekki hlífa þér, frekar en öðrum, við gagnrýnum spurningum. » Íslenskir valdsmenn þurfa að fara að læra að það er ekki þeirra hlutverk að stjórna um- ræðunni, eða setja ákveðna fjölmiðlamenn út í kuldann. Höfundur er umsjónarmaður þáttarins Krossgötur á rás eitt Til hamingju með vinninginn – meira fyrir áskrifendur GJAFABRÉF FRÁ er heppinn vinningshafi á Moggaklúbbnum í nóvem ber 2008 og vann þessa ferð fyrir t vo með Úrval Útsýn: Gegn framvísun þessa gja fabréfs færðu farmiðana afhenta á næstu skrifstof u Úrvals Útsýnar. Moggaklúbburinn óskar þ ér til hamingju með vinni nginn. Góða ferðI Skemmtisigling í Karíbaha finu með Freedom of the Seas Alma Sigríður Guðmundsd óttir mbl.is/moggaklubburinn Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Með Moggaklúbbnum til Karíbahafsins Áskrifandi síðan 2002 1. vinningshafi Moggaklúbbsins hlýtur vikuferð með „Freedom of the Seas“ um Karíbahafið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.