Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Jón Baldvin Hannibalsson Lofandi laugardagur LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Á Nýja Íslandi býr vonsvikin þjóð í leit að sjálfri sér Steinar Bragi Að tengjast kven- hataranum í sér Nýr krimmi frá Ævari Erni Lestu kafla úr nýjustu bók hans, sem gerist á dögum fjármálahrunsins á Íslandi Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is/ askrift eða í síma 569 1122 F í t o n / S Í A VIÐ kerfishrun rís eðlilega krafa um rannsókn, að sannleikurinn verði leiddur í ljós og hinir seku dregnir til ábyrgðar. Formenn flokkanna hafa mótað tillögur um rannsóknarnefnd er gefi út skýrslu um hrunið. Enn- fremur hefur verið kynntur farvegur þeirra sakamála sem rannsaka þarf. Þetta eru mikilvægir áfangar. En þeg- ar heiftin ólgar er brýnt að gæta að umburðarlyndi og víðsýni. Þó rétt sé að ríkisvaldið beiti sér fyrir einni rannsókn þá verður sú rannsókn aldrei tæmandi og niðurstaða hennar verður aldrei Sannleik- urinn eða Réttlætið. Til þess er umfang málsins of mikið og hliðar þess margar. Þetta er hið stóra mál okkar kyn- slóðar og í bönkunum og stjórnkerfinu eru leynd- arskjölin okkar. Það er þess vegna full ástæða til þess að opna einsog frekast er kostur aðgang að gögnunum svo gagnsæi verði sem mest. Mikilvægt er líka að gögn er- lendra starfsstöðva íslensku bankanna verði afrituð og flutt heim, því þar hefur margur snúningurinn verið tek- inn í skjóli Lúxemborgar og skattaeyjanna en á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Nauðsynlegt er þó um leið að gæta að þeim hluta bankaleyndar sem verndar friðhelgi einkalífs. Við höfum við svipaðar aðstæður fjölmörg fordæmi fyrir því að auk rannsóknar hins opinbera sé með lögum veittur aðgangur að gögnum um stór, umdeild mál. Þá er slíkur aðgangur veittur fjölmiðlamönnum, fræði- mönnum eða öðrum rannsakendum með skilyrðum um takmarkanir á aðgangi, ópersónugreinanlegan aðgang, trúnað eða annað til að tryggja að ekki sé misfarið með viðkvæmar persónuupplýsingar og forðast óstaðfestan söguburð og slúður. Sagnfræðin hefur sín sjónarhorn, verkfræðin önnur, viðskiptafræðin hin þriðju, lögfræðin, siðfræðin, hagfræðin, fjölmargar fræðigreinar hafa margt að rannsaka, læra og miðla. Þetta gefur fólki úr ýmsum áttum, með ólíka reynslu og menntun, tækifæri til að skoða það sem gerðist frá mörgum og ólíkum sjón- arhornum og miðla síðan niðurstöðum sínum í um- ræðuna til að auðga hana og hjálpa okkur öllum við að skilja hvað gerðist og hvernig skynsamlegast er að haga málum í framtíðinni. Og einmitt framtíðarinnar vegna skiptir máli að sem flestir komi að rannsókninni því hin- ar fjölbreytilegu skoðanir og frjáls skipti á þeim hafa jafnan verið drifkraftur framfara í heiminum. Því við er- um hvorki kommúnistar né fasistar sem fara um með stóra dóm, heldur lýðræðissamfélag sem ræðir og rann- sakar áður en dæmt er. Rannsóknarrétturinn Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar. ÞAÐ er klárt mál að ríkis- stjórnin á í vök að verjast þessa dagana. Að mörgu leyti vegna eigin klúðurs og sök- um skorts á upplýsingum. Almenningur vill vera með í ráð- um og vill fá að vita hvar málin standa, helst á hverjum degi. Það er ekki svo mikið mál fyrir stjórnina að setja upp vefsvæði sem útskýrir hvar öll mál standa og einnig um allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum og reglum. Á þessu vefsvæði væri hægt að senda inn fyrirspurnir um allt milli himins og jarðar og ráð- herrar og þingmenn sem fyrir- spurnirnar beindust að myndu sjálfir svara þeim. Margar fyr- irspurnir yrðu um sömu mál og því væri fljótlega komið upp svo- kölluðu FAQ (Algengar spurn- ingar), AS. Þar með þyrftu ráðherrar ein- ungis að svara sömu spurningunni einu sinni en í framhaldinu að uppfæra hvar þessi mál stæðu. Tökum dæmi: olíuleit á Dreka- svæðinu svokallaða, hvar stendur það mál og hvað mun gerast á næstu mánuðum eða árum? Össur myndi að sjálfsögðu svara fyrir þetta mál og almenningur fengi upplýsingar um stöðuna nákvæm- lega eins og hún er hverju sinni. Þetta myndi ekki taka eins mikinn tíma frá stjórninni og mætti halda enda yrði uppfærsla síðunnar í höndum fagmanna, gæti jafnvel skapað nokkur störf og ekki veitir af því! Hverjar eru eignir og skuldir gömlu bankanna? Hvar stendur Icesave-málið? Hvaða breytingar hafa verið gerðar á lögum síðan bankahrunið reið yfir? Má búast við breytingum eða niðurfellingu á verðtryggingu lána? Hvenær verður farið í að rannsaka ástæður bankahrunsins? Þær eru margar spurningarnar sem brenna á fólkinu í landinu þessa dagana og ekki að ástæðu- lausu. Ef ríkisstjórnin myndi setja upp vefsíðu með upplýsingum um hvar tiltekin mál stæðu, væri hægt að sefa mikla reiði í fólki. En ef ríkisstjórnin myndi setja upp slíka síðu yrðu svörin að vera heiðarleg og mættu ekki verða enn einn vettvangur til að niður- lægja og misbjóða almenningi. Ég vona að vel verði tekið í þessa hugmynd og hún framkvæmd sem fyrst. Þetta myndi auðvelda fólki að mynda sér raunhæfa skoðun á mörgum málum sem nú virðist erfitt að fá svör við. Látið nú verkin tala, svona einu sinni. Upplýsinga- flæði Óskar Steinn Gestsson, verkamaður. ÞAÐ eru mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum að tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn, ætla að halda flokksþing í janúar nk. og fjalla m.a. um afstöðuna til Evrópusambandsins. Miðað við sam- þykkt Framsóknar á síðasta miðstjórnarfundi flokksins má reikna með að flokkurinn samþykki að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. Framsókn hefur þokast að því marki lengi undanfarið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað sérstaka Evrópunefnd sem fjalla á um afstöðuna til Evr- ópusambandsins og leggja niðurstöðuna fyrir landsfund flokksins sem hald- inn verður í lok janúar nk. Búist er við því að það dragi til tíðinda í Evrópu- málum hjá Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum. Samtök atvinnulífsins eru þeirrar skoðunar að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og hið sama er að segja um Alþýðusamband Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf sótt mikið fylgi til atvinnurekenda og ef flokkurinn ætlar að ganga í takt við atvinnulífið verður hann að breyta stefnu sinni varðandi ESB. Sjálfstæðisflokkurinn á einnig talsvert fylgi í verkalýðs- hreyfingunni og þar er enn ákveðnari stuðningur við ESB en hjá Samtökum atvinnulífsins. Fjármálakreppan rekur á eftir því að ríkisstjórnin taki afstöðu til ESB. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn breyti afstöðu sinni í Evrópumálum á landsfundinum í janúar og samþykki að sækja eigi um aðild að ESB. Ef það verður niðurstaðan yrðu það stórtíðindi í íslenskum stjórn- málum. Ekkert er þó öruggt í því efni fyrr en landsfundur flokksins hefur af- greitt málið og búast má við talsverðum ágreiningi. Kosningar í vor? Afstaðan til ESB getur haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið. Það er á stefnuskrá Samfylkingarinnar að sækja eigi um aðild að ESB en í stjórn- arsáttmálanum segir aðeins að fylgjast eigi vel með öllum breytingum varð- andi ESB og láta hagsmuni Íslands ráða. Hins vegar hefur fjármálakreppan orðið til þess að margir samfylkingarmenn vilja að strax verði ákveðið að sækja um aðild að ESB. Margir telja að umsókn um aðild að sambandinu hefði góð áhrif og yrði til þess að auka traust á okkur erlendis. Umsókn benti til þess að Ísland ætlaði að skipa sér í sveit með þjóðum Evrópusambandsins og stefndi að því að taka upp evru. Hávær krafa er um það hjá almenningi að fram fari þingkosningar næsta vor. Menn telja að á þann hátt axli stjórn- málamenn ábyrgð á því hvernig komið er í fjármálum og efnahagsmálum þjóðarinnar. Verði það niðurstaðan munu kosningarnar snúast um fjár- málakreppuna og Evrópusambandið. Taki Sjálfstæðisflokkurinn afstöðu með ESB mun það styrkja stjórnarsamstarfið. En ef Sjálfstæðisflokkurinn fellir að sækja um aðild að ESB er meiri óvissa um framhald stjórnarsamstarfs. Það er þó vel hugsanlegt að stjórnin haldi áfram ei að síður. Grasrótin í Samfylking- unni mun þó telja nauðsynlegt að stjórnarflokkarnir endurnýi umboð sitt og að fram fari þingkosningar. Ég tel víst að í öllu falli leggi Samfylkingin höf- uðáherslu á aðild að ESB í næstu kosningum. Hrun bankanna Fólk ræðir að vonum mikið um hrun bankakerfisins. Hvernig gat það gerst að allir stóru bankarnir 3 hryndu í einu og kæmust í þrot. Aðalástæðan er sú að bankarnir voru orðnir alltof stórir og skulduðu alltof mikið erlendis. Þeir tóku meiri og meiri erlend lán og enginn gerði athugasemd. við það. (Þor- valdur Gylfason prófessor gerði þó athugasemdir). Þegar alþjóðlega fjár- málakreppan skall á og allar lánalínur lokuðust gátu bankarnir ekki endur- fjármagnað sig lengur og fóru á hliðina. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, sváfu á verðinum. Þessir eftirlits- aðilar horfðu á íslensku bankana bólgna út og skuldsetja sig meira og meira en gerðu ekkert í málinu. Það voru haldnir fundir og vakin athygli á slæmri þróun bankanna í þessu efni en ekkert var gert. Forsætisráðherra segir að bankastjórar viðskiptabankanna hafi sagt stöðuna betri en Seðlabankinn sagði. Þeir virðast hafa fegrað ástandið. En raunveruleg staða bankanna lá öll fyrir í uppgjörum bankanna og öðrum gögnum. Seðlabankinn gat fylgst með lausafjárstöðu þeirra. Ég tel að eftirlitsaðilar hafi brugðist eftirlits- skyldu sinni. Ríkisstjórnin brást einnig. Þessir aðilar voru allir stungnir svefnþorni. Það var ekki nóg að hrópa viðvörunarorð. Það þurfti aðgerðir. Og þeir aðilar sem höfðu yfir þeim að ráða áttu að beita þeim. Er rétt að ganga í ESB? Margir hagfræðingar telja að ef Ísland hefði verið í ESB og með evru væru minni líkur á því að bankakerfið hér hefði komist í þrot. Ein ástæðan fyrir erfiðleikum bankanna var sú að þeir höfðu ekki nægan gjaldeyri og Seðla- bankinn gat ekki séð þeim fyrir gjaldeyri. Ef evra hefði verið í gildi hér hefði það vandamál ekki komið upp. Og þá er komið að stóru spurningunni: Á Ís- land að ganga í ESB og taka upp evru? Ég hallast að því. Það er þó forsenda af minni hálfu að viðunandi samningar náist um sjávarútvegsmál. Við þurfum að freista þess að halda áfram yfirráðum fiskimiðanna, þ.e. fá undanþágu. Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.