Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
✝ Ásta Gunnþór-unn Þórarins-
dóttir fæddist í
Bergskoti á Vatns-
leysuströnd 5.
október 1920. Hún
lést á heimili sínu í
Sóltúni 2 að kvöldi
16. nóvember síð-
astliðins. Foreldrar
hennar voru þau
Guðrún Bjarndís
Þorvaldsdóttir frá
Álftártungukoti á
Mýrum í Borg-
arfirði og Þórarinn
Einarsson frá Stóra-Nýjabæ í
Krísuvík. Ásta átti fjögur eldri
alsystkin og fimm fóstursystkin.
Þau voru í aldursröð: Þorvaldur,
Margrét, Anna og Unnur, öll lát-
in. Fóstursystkin voru í ald-
ursröð: Sigurður Hilmarsson,
látinn, Gunnþórunn Sigurjóns-
dóttir, Hulda Valdimarsdóttir,
látin, Elísabet Brynjólfsdóttir og
Kristjana Guðmundsdóttir.
Hinn 25. nóvember 1939 giftist
Ásta Jóni Guðbrandssyni, f. á
Sólheimum í Laxárdal 23. ágúst
1918, d. 20. janúar 1981. For-
eldrar hans voru þau Guðrún
Helga Jónsdóttir frá Hömrum í
Laxárdal í Dalasýslu og Guð-
brandur Jónasson frá Sólheimum
í Laxárdal. Fyrstu búskaparárin
bjuggu þau Ásta og Jón í Bræð-
raparti við Engjaveg í Reykjavík
Þór og Anna María, stjúpsonur
Jón Ingi. 6) Ingigerður, f. 2.2.
1951, gift Stefáni Eggertssyni,
f. 18.6. 1951. Börn þeirra: Íris,
Stefanía, Eggert og Jón Arnór.
Stjúpsonur Ólafur Indriði. 7)
Jón Ástráður, f. 20.11. 1952,
kvæntur Ingibjörgu Elínu
Bjarnadóttir, f. 29.6. 1960. Börn
þeirra: Þórhildur Eva, Elías
Svavar og Ásta Dagmar. Barna-
börnin eru 24 og barna-
barnabörnin eru 34 og barna-
barnabarnabörnin eru 4.
Fljótlega eftir andlát Jóns
flutti Ásta til Reykjavíkur og
bjó 13 síðustu árin áður en hún
flutti í Sóltún í Selvogsgrunni
16 ásamt dóttur sinni og
tengdasyni, Ingigerði og Stef-
áni.
Ásta og Jón bjuggu börnum
sínum hlýlegt og fallegt heimili
á Vatnsleysuströndinni. Hún var
móðir og húsmóðir með stórum
staf. Heimilið og fjölskyldan öll
voru hennar hugsun og köllun
og hún helgaði þeim líf sitt og
starf. Hún var alla tíð óspör á
að tjá þeim væntumþykju og ást
sína og hversu þau væru henni
dýrmæt. Hún leit á það sem
köllun sína að styðja þau og
hvetja til að ná takmarki sínu.
Útför Ástu fer fram frá Kálfa-
tjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
en fluttu síðan að
Höfða á Vatnsleysu-
strönd. Þau eign-
uðust sjö börn, þau
eru: 1) Guðrún Jóna,
f. 27.7. 1940, gift
Karli Jóhanni Má
Hirst, f. 28.9. 1938.
Börn þeirra: Karl
Jón Hirst og Kristín
Jóhanna Hirst. 2)
Þórunn Bjarndís, f.
12.4. 1942, gift Júl-
íusi Tómassyni, f.
9.9. 1936, d. 19.2.
1968. Börn þeirra
eru Karen Júlía, Ásta Ragnheið-
ur og Þórunn Brynja, stjúpson-
ur R. Hilmar. Seinni eiginmaður
Páll Gestsson, f. 4.6. 1944, þau
slitu samvistum. Sonur þeirra:
Júlíus Magnús. 3) Guðbjörg
Kristín, f. 1.11. 1945, fyrri mað-
ur hennar var Gunnar Ólaf Eng-
ilbertsson, f. 14.12. 1937, d. 28.
júlí 1997. Börn þeirra: Ásthildur
Erla og Magnús Jón Engilbert.
Seinni maður Guðbjargar Krist-
ínar er Örn Harðarson, f. 23.10.
1931. Börn þeirra: Guðrún Ásta
og Arna. 4) Anna, f. 13.2. 1948,
gift Friðriki Georgssyni, f. 17.7.
1944. Börn þeirra: Guðrún Sig-
ríður, Georg Einir, Júlíus Gísli
Þór og Jóhann Friðrik. 5) Gróa
Margrét, f. 13.5. 1949, gift Há-
koni Guðmundssyni, f. 29.7.
1947. Börn þeirra: Arnar, Einar
Til minnar hjartkæru mömmu!
Mig langar til að gera ljóð Árna
frænda hans Friðriks að mínum, en
hann orti það til móður sinnar er hún
lést.
Lífið er oss öllum gáta,
létt er huga vorn að máta,
fæðast, berjast, gleðjast, gráta
gerist jafnan saga vor.
Reynslan vekur þrek og þor.
Þér var jafnan létt að láta
ljós í sérhvert ævispor.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason.)
Veri hún svo ætíð Guði falin, með
hjartans þökk fyrir allt.
Þín
Anna.
Þá var glatt, þá var hlegið og þá var
sungið. Allt fullt af fólki, gömlum
körlum og kerlingum, frúr í pelsum,
presturinn, tengdasynir og grá-
sleppukarlar, skvísur með túperað
hár, unglingar með bólur og ekki síst
krakkar sem fylgdust stóreygir með
öllu. Þetta lýsir því skemmtilega um-
hverfi sem við vorum svo heppnar að
fá að upplifa sem krakkar í Höfðan-
um hjá afa og ömmu.
Ef ekki hefði verið fyrir Ástu
ömmu, sem af einstöku æðruleysi og
elju sá um að allir fengju það sem þeir
þurftu á að halda, hefði húshaldið í
Höfða auðveldlega getað farið úr
böndunum. Hún var hjartað í húsinu
og það fundu allir sem þangað komu.
Kærleikur og umhyggja var það
veganesti sem við fengum frá henni.
Hjálpsemi hennar og umhyggja fyrir
fjölskyldunni hefur mótað lífsviðhorf
okkar og búum við að því til fram-
tíðar. Við þökkum fyrir allt sem hún
gaf okkur. Guð blessi Ástu ömmu og
megi hún hvíla í friði.
Karen, Ásta og Brynja.
Elsku hjartans amma mín.
Þetta ljóð finnst mér alveg lýsa þér
og öllu því sem þú stóðst fyrir.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Í augum þínum sá ég fegri sýnir
en sólhvít orð og tónar geta lýst, –
svo miklir voru móðurdraumar þínir,
þó marga þeirra hafi frostið níst.
Sem hetja barst þú harmana og sárin,
huggaðir aðra – brostir gegnum tárin,
viðkvæm í lund, en viljasterk.
Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin.
Nú lofa þig – þín eigin verk.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson.)
Sá friður og sú fegurð sem yfir þér
var þegar þú kvaddir, segir mér að þú
sért komin á betri stað og loksins
komin aftur í faðminn hans afa. Ég
mun alltaf sakna þín og minning þín
mun lifa með okkur sem eftir erum.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur verið mér og mínum, elsku besta
amma mín. Farðu í friði.
Þín
Guðrún Sigríður.
Með hlýhug og hjartans þökk
skrifa ég nokkur orð um elsku ömmu
sem hefur loksins fengið hvíldina.
Ekki það að ég hafi trú á að amma
verði í afslöppun á himnum eins og
fólk gerir á heilsuhælinu í Hvera-
gerði. Nei, nú fyrst fer amma á flug
þegar hún hefur heildarsýn yfir öll
börnin sín og afkomendurna. Ég sé
hana fyrir mér sem lítinn engil á öxl-
inni á mér og hvíslar í eyra mér
hvernig gera á hlutina „the amma
style“ Áður en ég veit af verð ég kom-
in á fætur ekki seinna en kl. 9 bæði á
laugardags- og sunnudagsmorgnum,
búin að rífa af rúmunum og skella í
vél. Setja eldhússtólana upp á borð og
skúra á meðan brauðið bakast í ofn-
inum. Ég er líka viss um að ég fer að
finna nýjar klst. í sólarhringnum sem
ég get notað til að lesa sögur fyrir
stelpurnar mínar og kenna þeim fleiri
bænir. Amma virtist vera þeim hæfi-
leika gædd að búa til tíma.
Margt er að minnast, margs er að
sakna. Ég hef undanfarna daga verið
að velta fyrir mér hvaða minningar
standa upp úr. Það reynist þrautin
þyngri því allt eru þetta yndislegar
minningar, jólin koma þó sterkt upp í
huga mér því að þau jól sem amma
var hjá okkur á aðfangadag voru allt-
af svo hátíðleg, ég held að það hafi
verið vegna þess að amma sjálf var
bara svo hátíðleg, tignarleg og glæsi-
leg, fallega klædd og tilhöfð með kol-
svart hárið og fallegu hálsfestarnar.
En ég verð að viðurkenna að þegar
kom að því að opna pakkana þá fyrst
reyndi á þolinmæði okkar systkina
sem eins og flest ung börn höfðum við
beðið með eftirvæntingu eftir að
opna. Pabbi sat alltaf á sama stað og
las á pakkana og sá var ekki að flýta
sér. „Guð gefi þér gleðileg jól, elsku
amma“ stóð á 2/3 af öllum pökkunum
og amma hafði ekki við að opna gjaf-
irnar og dismaðist yfir öllum þessum
ósköpum. Amma var miklu meira fyr-
ir að gefa en þiggja. Heima hjá ömmu
pönnsur, kleinur, kjötsúpa og ísblóm.
Falleg pottablóm í hverjum glugga
og myndir af fjársjóðnum hennar þ.e.
börnum og barnabörnum sem og öðr-
um ættingjum og vinum. Ilmvötn og
alls kyns krem með yndislegri
„ömmu-lykt“ hálsfestar og slæður
sem var svo gaman að skoða. Og til að
toppa minningaflóðið, Frank Sinatra
á fóninum og ljúfir tónar léku um
íbúðina. Heimilið hennar endurspegl-
aði hana því það var svo hlýlegt og
notalegt. Fullt af fallegum hlutum, og
lífi sem amma gaf heimilinu með öll-
um fallegu blómunum sínum.
Guð geymi þig eru orð sem þú hef-
ur sagt við okkur öll svo hundruðum
skiptir og ég veit að í hvert skipti var
einlæg meining á bak við þau. Þessi
notalegu orð hafa svo fylgt börnunum
þínum og við barnabörnin því ekki
einungis notið þeirra frá þér heldur
börnunum þínum öllum.
Elsku amma mín, nú bið ég góðan
guð að geyma þig.
Elsku hjartans amma mín.
Hlý var ávallt höndin þín
sem leiddi mig og strauk
svo öllum áhyggjum lauk.
Amma mín, þú áttir svo stórt hjarta
með augun svo hlý og hárið þitt svarta.
Ég trúi því að englaher
taki nú á móti þér
færi þig í hvítan kjól
að þig umlyki ljósið og eilíf sól.
Og að þú vakir yfir mér
svo að ég finni fyrir þér
hvert sem ég fer.
Þórhildur Eva Jónsdóttir.
Amma var amman í lífi mínu og
endalaus uppspretta af umhyggju.
Mamma var ung þegar hún átti mig
og fól ömmu og afa það mikilvæga
hlutverk að annast mig á meðan hún
var að vinna. Hjá þeim bjó ég til sex
ára aldurs þegar ég flutti til foreldra
minna. Mikið er ég þakklát þeim fyrir
að hafa tekið þessa ákvörðun því ég
lifði eins og blómi í eggi hjá ömmu,
afa, Þórarni langafa, Nonna frænda
og Gunnu Siggu frænku minni í
Höfða á Vatnsleysuströnd eða
Ströndinni.
Bernskan á heimili ömmu og afa er
mér ljóslifandi; ég er í eldhúsinu með
ömmu, hún er að bústangast, langafi
liggur fyrir í baðstofunni og er að
hlusta á útvarpið, afi á leiðinni heim
úr vinnu með viðkomu í Vogabæ,
skyldi hann koma með „klaka“ handa
mér? Amma vann verkin sín yfirveg-
að og einbeitt. Hún var önnum kafin
við að hafa heimilið þannig að fjöl-
skyldunni gæti liðið vel þar. Um helg-
ar fylltist Höfðinn af börnum, barna-
börnum, vinafólki. Amma var iðulega
með eitthvað gott á boðstólum; bestu
kleinur í heimi, formkökur, pönnu-
kökur, sultuköku sem var uppáhalds-
kakan hans afa. Amma leyfði okkur
Gunnu Siggu að bústanga með sér í
eldhúsinu. Þegar Gunna Sigga varð
eldri, fór amma að fela henni meiri
ábyrgð í matseld og pönnuköku-
bakstri. Það sem henni fannst Gunna
myndarleg, það leyndi sér ekki! Ég
man sérstaklega eftir vikulegum
kleinubakstri þegar amma tók fram
kleinupottinn, brúnu bökunarskálina
og byrjaði að gera kleinudeig. Ég
náði mér í koll, fylgdist full af aðdáun
með vinnubrögðum ömmu. Hvernig
hún braut eggin fagmannlega út í
skálina, hnoðaði deigið, vön mann-
eskjan. Ég fékk að snúa deiginu í
gegnum gatið í miðjunni. Ég dundaði
mér við að skoða í skartgripaskrínið
hennar, stalst í varalitinn hennar sem
átti sinn stað við spegilinn á gang-
inum. Því amma setti alltaf á sig vara-
lit áður en hún brá sér af bæ. Við
spegilinn var hún líka oft með greið-
una sína og jafnvel hárlakkið til að
vera fín. Já, amma mín var líka glæsi-
leg kona.
Umhverfið í kringum Höfða var
paradís fyrir börn. Hlaðið fyrir fram-
an húsið sem við krakkarnir hoppuð-
um í parís í mölinni. Afleggjarinn
fram að hliði sem var hlaupavöllurinn
okkar. Sandurinn þar sem urðu til
stórar hallir. Bjössaskúr, búðin okk-
ar, kertaljós í dimmunni á veturna.
Skautasýningar á tjörninni á veturna.
Á sumrin sigldu þar trébútar um, í
bandi. Hóllinn sem við renndum okk-
ur niður á snjóþotum. Amma líka.
Mér, barninu fannst alveg sjálfgefið
að henni þætti þetta jafngaman og
mér.
Ég man ekki eftir því að amma og
afi hafi skammað mig eða hækkað
róminn. Þau leiðbeindu á yfirvegaðan
hátt. Hjá ömmu og afa skynjaði mað-
ur umhyggju og þroska. Fyrir mér
voru þau fullkomnar, gallalausar
mannverur sem ég dáði. Þau lögðu
ríka áherslu á náungakærleika og
samhjálp. Ég er svo þakklát fyrir
uppvöxtinn hjá ömmu og afa. Minn-
ingin um þau og þau gildi sem þau
stóðu fyrir munu ávallt lifa með mér.
Takk fyrir mig, elsku amma. Guð
geymi þig nú þar sem þú ert með afa,
umvafin öllu góða fólkinu þínu. Þín
Íris.
Við andlát föðursystur minnar,
Ástu, koma ýmsar minningar og
myndir upp í hugann. Ein minning
frá bernskuárunum er mér mjög í
minni, Ásta mín. Þá bjugguð þið Jón í
Bræðraparti í Reykjavík með dæt-
urnar sex og einn son. Það var í ynd-
islegu veðri um sumar að ég kom með
pabba, mömmu og Huldu systur
mömmu í Bræðrapart. Pabbi bauð
þér með okkur í bíltúr austur í sveit
og þú varst ekki lengi að vippa þér í
önnur föt og gera ráðstafanir með
yngri krakkana sem voru heima. Svo
var haldið af stað austur og komið við
þar sem Tóta dóttir þín var í sveit og
gleymi ég aldrei undrunarsvipnum á
henni þegar við birtumst á bæjar-
hlaðinu. Aðrar minningar eru tengd-
ar heimsóknum í Höfða eftir að þið
Jón fluttuð þangað með fjölskylduna.
Þá var gaman að hitta allar stelpurn-
ar, Jón yngri, ömmu og afa sem
bjuggu hjá ykkur. Alltaf var mikið
um að vera á stóru heimili og mikill
gestagangur og alveg ótrúlegt hvað
þú komst miklu í verk. Ekki síst þeg-
ar þú hafðir það algjörlega á þinni
könnu að sjá um foreldra þína síðustu
æviár þeirra. Að lokum vil ég þakka
þér, Ásta mín, fyrir alla hlýjuna og
heimsóknirnar til hans pabba eftir að
hann veiktist og þar til hann lést. Ég
veit að það hefur verið vel tekið á
móti þér og mikið verið talað og hleg-
ið við endurfundina.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við Óli og fjölskylda sendum börn-
um hennar, fjölskyldum þeirra og
öðrum aðstandendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Ástu Þórarinsdóttur.
Rósmary Kristín Sigurðardóttir.
Ásta Gunnþórunn Þórarinsdóttir
Elsku langamma, við viljum
minnast þín með þessari bæn
sem þú kenndir okkur og þökk-
um þér fyrir alla þína ást og
umhyggju. Minning þín mun
alltaf lifa með okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þínar
Guðbjörg Anna,
Guðlaug Ósk og
Berglind Sunna.
HINSTA KVEÐJA
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri
grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé
gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram
og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar