Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 34

Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 ✝ Björn K. Örvarfæddist í Reykjavík 1. ágúst 1925. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Björns voru Kjart- an T. Örvar vél- stjóri, f. 23.1. 1892, d. 26.8. 1970 og Clara Birgitta Örv- ar (f. Hyrup), f. 12.8. 1896, d. 21.3. 1980. Systur Björns voru Guðrún, f. 1916 (samfeðra), Maja, f. 1920, Anna Sigrún, f. 1921, þær eru látnar, og Jóhanna, f. 1927. Björn kvæntist 2. ágúst 1952 Hönnu Mörtu Vigfúsdóttur, f. Björn framkvæmdastjóri, f. 1959, maki Unnur Þorsteins- dóttir forstöðumaður, f. 1958, sonur þeirra Þorsteinn, f. 1989. Björn ólst upp í Rafstöðinni v/ Elliðaár. Að loknu gagnfræða- prófi lærði hann úrsmíði hjá Sigurði Tómassyni. Björn rak ásamt Ingvari Benjamínssyni úr- smíðavinnustofu og verslun í nokkur ár eða þar til hann stofnaði innflutningsfyrirtækið Sólfell, sem m.a. flutti inn Citro- ën-bíla um árabil. Eftir að hann seldi fyrirtækið hóf hannstörf hjá Þór hf. Síðar vann hann hjá Garðari Hinrikssyni hf og Vest- firsku harðfisksölunni, en hætti þar störfum árið 2006, þá 81 árs. Björn var meðlimur í Odd- fellow reglunni. Alla ævi var hann mikill áhugamaður um flug og útivist. Útför Björns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 16.9. 1928. For- eldrar hennar voru Vigfús L. Frið- riksson ljósmyndari, f. 1899, d. 1986 og Nýbjörg Jak- obsdóttir, f. 1906, d. 1994. Börn Björns og Hönnu Mörtu eru: 1) Björg mynd- listarkona, f. 1953, sonur hennar Kári, f. 1979, kvæntur El- ínu Gísladóttur, dóttir þeirra Freyja, f. 2006, 2) Kjartan læknir, f. 1957, kvæntur Önnu Birnu Björnsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 1956, og eiga þau þrjú börn, Björn, f. 1983, Guðrúnu Mörtu, f. 1988, og Re- bekku Björg, f. 1990, og 3) Í dag er faðir minn, Björn Kjart- ansson Örvar, lagður til hinstu hvíld- ar eftir stutt en erfið veikindi. Þótt ljóst væri að hverju stefndi þá var höggið sem fylgdi brottför hans þungt og sársaukafullt. Sorg, reiði og söknuður eru eðlileg viðbrögð á svona stundu en á eftir kemur ein- hver doði og æðruleysi sem fylgir ró og sátt. Með sáttinni gefst nýtt tæki- færi til að skoða aðstæður á hlutlæg- an hátt og njóta þess að eiga hlýjar og góðar minningar um ágætan mann. Já, Björn faðir minn lifði bæði frábæru og viðburðaríku lífi í þau 83 ár sem hann lifði. Hann getur verið sáttur við ævistarf sitt og já, kannski við örlög sín enda verða víst allir ein- hvern tímann að kveðja. Hann var kannski ekki tilbúinn til að deyja núna og lengi vonaði hann að hann gæti haldið áfram með hlutverk sitt á meðal sinna nánustu. Faðir minn var ekki mjög opinber maður og hans stóru verk voru ekki út á við heldur snerust þau um vel- ferð fjölskyldu hans. Hann var fyrst og fremst fjölskyldumaður. Þótt hann væri hógvær og laus við að trana sér fram þá var hann engan veginn aðgerðalaus maður. Hann var mjög forvitinn en ekki hnýsinn og hann gat alltaf lært eitthvað af öllum og fór yfirleitt ekki í manngreinarálit þegar hann valdi sér viðmælendur. Sjálfur man ég eftir löngum samræð- um föður míns við ýmsa stórskrítna einstaklinga um margvísleg málefni. Stundum brást þolinmæði mín með þessum eiginleika hans eins og til dæmis á McDonalds-stað í Kentucky í Bandaríkjunum 1992 þegar hann lenti í hrókasamræðum við bæjar- rónann þegar við hin vildum halda ferð okkar áfram. Þessi eiginleiki hans að geta hlustað gerði hann auð- vitað að miklu betri manni og átti hann auðvelt með að sjá aðrar óvin- sælli hliðar á ýmsum málum. Hann var mjög pólitískur en algjörlega óflokksbundinn og mat menn eftir málefnum. Þótt hann væri bæði Ís- lendingur og Dani var hann þó fyrst og fremst alþjóðasinni. Aðdáun hans á öðrum þjóðum var oftast tengd áhuga hans á tækni og vísindum þessara þjóða og þannig varð hann mikill Frakklandsvinur. Auðvitað jókst sá áhugi eftir að hann fór að flytja inn framúrstefnulega Citroën- bíla frá Frakklandi. Þótt hann væri þá ósköp venjulegur kaupsýslumað- ur að selja bíla þá varð þetta líka hug- sjón hjá honum að koma tækni þeirra á framfæri við Íslendinga. Þessi áhugi á tækni og ýmsum nýjungum fylgdi honum alla ævi bæði í leik og starfi. Kostir hans og verðleikar voru ekki öllum augljósir en ég hef séð ýmsa af hans góðu eigileikum koma fram, til dæmis í systkinum mínum og ekki síst barnabörnum hans. Á þessum síðustu vikum hef ég upp- götvað hversu mikil áhrif hann hefur haft á uppeldi barnabarna sinna sem sakna hans mikið núna. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka Brynjari Viðarssyni lækni fyr- ir hans hjálp og jafnframt mínu kæra samstarfsfólki á lyflækningadeild á St. Jósefsspítala. Þau sýndu okkur enn einu sinni hversu frábær þau eru. Móðir mín Hanna Marta kveður nú mann sinn eftir 56 ára sambúð, sorg- bitin en sterk enda verða minningar um góðan mann hennar veganesti. Kjartan Örvar. Mig langar til að minnast tengda- föður míns með öfáum orðum. Ég kynntist Birni fyrir 30 árum er ég kynntist syni hans Kjartani. Björn tók mér opnum örmum eins og Hanna Marta, konan hans. Ég fann fljótlega hversu hlýr hann var og elskulegur. Hann sagði kanski ekki mikið en hafði sínar skoðanir á málunum. Hann hafði þessa góðu nærveru. Björn var fæddur inn við Elliða- árnar þar sem faðir hans var vélstjóri við virkjunina. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum og systrum. Þótti hann frekar uppátækjasamur og veiddi m.a. lax með berum höndum í Elliða- ánum. Stundum kom hann blautur heim, eftir að hafa dottið í ána. Ein- hvern tímann sagði hann mér, að hann hefði elt hanann um allt þar til hann var allur og fékk skammir fyrir. Systur hans hafa haft gætur á hon- um. Það hefur verið spennandi fyrir ungan dreng að fylgjast með her- mönnunum sem höfðu aðsetur þarna við Elliðaárnar á stríðsárunum. Björn var mjög handlaginn og flinkur að teikna. Mér er sérstaklega minnisstæð fjölskyldumyndin sem hékk uppi á vegg í hjónaherberginu sem hann teiknaði af konu sinni og börnum eftir ljósmyndum. Þau hjónin smíðuðu sér sumarbú- stað uppi í Biskupstungum og þá kom handlagni Björns berlega í ljós. Ég vil þakka tengdapabba fyrir að hafa komið og hjálpað okkur að pakka búslóðinni okkar, þegar við fluttum heim frá Iowa City. Hann munaði ekkert um að koma út og hjálpa okkur Kjartani að keyra sendiferðabílinn (UHAUL) til Nor- fork þegar við fluttum heim. Ég vil þakka honum samfylgdina og votta Hönnu Mörtu sem syrgir mann sinn samúð. Þín tengdadóttir, Anna Birna Björnsdóttir. Tengdafaðir minn, Björn K. Örvar, er látinn. Það koma upp í hugann ótal myndir frá þeim 27 árum sem við höf- um átt samleið. Sterkasta myndin er af heiðarlegum og góðum dreng, dreng sem hafði háttvísi og mann- kærleik í fyrirrúmi í öllum sínum at- höfnum. Björn var greindur maður með stórt hjarta og aldrei heyrði ég hann leggja illt orð til nokkurs manns. Ég held raunar að hann hafi aldrei hugsað ljótar hugsanir. Sam- ofinn þessum heilsteypta grunni var Björn maður tækniuppgötvana og mekaníkur, ævintýramaðurinn og náttúrubarnið. Þessir eiginleikar birtust einna sterkast í ást hans á flugi og flugvélum. Á miðjum aldri lét Björn svo drauminn sinn rætast og festi kaup á eins hreyfils flugvél. Eins og alltaf fór hann sínar eigin leiðir í þeim efnum. Vélin var keypt í Frakk- landi, þar var hún svo tekin í sundur, flutt í pörtum til Íslands og svo sett þar saman og gerð upp, nær ein- göngu af honum sjálfum. Samfara þessu fór hann í flugnám. Hann var kominn með vængi og naut þess að fljúga. Auk flugvéla skipuðu bílar stóran sess í lífi Björns og þar áttu þeir frönsku vinninginn sökum góðr- ar mekaníkur og tækni. Hann stofn- aði Citroën-umboðið og hóf innflutn- ing á Citroën-bílum til landsins, bílum sem var hægt að hækka og lækka auk annarrar mekaníkur sem ég kann ekki vel skil á. Vegna bílainn- flutningsins þurfti Björn oft að ferðast til Frakklands þar sem hann kynntist franskri menningu og lífs- háttum Frakka. Á sama hátt og frönsku bílarnir áttu hug hans allan heillaðist hann af frönsku þjóðinni. Þegar Björn varð áttræður fór stór- fjölskyldan til Parísar þar sem haldið var upp á stórafmælið. Þessir dagar sem við áttum þar saman eru ógleymanlegir fyrir okkur öll, þarna var Björn í essinu sínu með Hönnu Mörtu sinni og þau eins og ungt og ástfangið par. Falleg mynd. Náttúrubarnið í Birni birtist í mörgum myndum. Hann hafði dálæti á allri útiveru, sér- staklega fjallgöngum. Hann var létt- ur á sér og átti það til að hlaupa frek- ar en ganga. Starrar og þrestir fengu sinn skerf af umhyggju Björns. Um árabil hafa allir matarafgangar end- að úti á túninu hans og þegar lítið féll til var blandað saman haframjöli og bræddu smjörlíki og bætt í fæðuk- istuna. Til að gera fuglunum daga- mun var svo boðið upp á rúsínur á pallinum. Veislan átti það til að fær- ast inn í hús þar sem sumir fuglanna gæddu sér á rúsínum við morgun- verðarborðið með Birni. Björn var yndislegur maður, betri tengdaföður er ekki hægt að hugsa sér. Hann og Hanna Marta tóku á móti mér opnum örmum og mér leið strax eins og einni af fjölskyldunni. Björn fylgdist alla tíð vel með öllu sem börn, tengda- og barnabörn tóku sér fyrir hendur og vildi hag okkar allra sem mestan. Bera börnin hans og Hönnu Mörtu þess best vitni. Við tengda- og barnabörnin fengum einnig að njóta ríkulega af góðsemi Björns og fyrir það vil ég þakka. Minningin um Björn mun lifa með- al þeirra sem honum kynntust, því hann var gæddur mörgum þeim eig- inleikum sem við mannfólkið metum mest í fari hvert annars, heiðarleika, hjartahlýju, réttlæti, tryggð og góð- Björn K. Örvar ✝ Lísabet Sigurð-ardóttir frá Vermundarstöðum í Ólafsfirði fæddist þann 15. september árið 1920. Hún and- aðist á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi að kveldi dags 21. nóvember sl. Foreldrar Lísa- betar voru Þórunn Jónsdóttir, f. 14.12. 1890, d. 28.7. 1975 og Sigurður G. Jó- hannesson, f. 11.9. 1891, d. 10.5. 1982. Systkini Lísbetar eru: Jón, f. 26.5. 1912, d. 6.11. 1996, Elínborg, f. 19.10. 1913, d. 10.7. 2008, Sig- urbjörg, f. 4.11. 1915, d. 16.8. 2008, Sigurjón Hólm, f. 19.8.1917, Sumarrós, f. 5.12. 1918, d. 28.5. 2007, Sólveig, f. 26.5. 1924, Hann- es, f. 4.9. 1925, d. 21.10. 1996. Um þrítugt hóf Lísbet sambúð með Davíð Þórðarsyni, f. 29.9. 1915, d. 12.4. 2007. Árið 1965 gengu þau í hjónaband á gaml- ins í dag og langömmubörn eru átta. Lísbet ólst upp að Vermund- arstöðum í Ólafsfirði og gekk í skóla til 14 ára aldurs að Kvía- bekk. Hún fór í vist á 16 ári að Möðruvöllum hjá séra Sigurði Stefánssyni og frú Maríu Ágústs- dóttur og líkaði þar afar vel. Því næst lá leið hennar í Húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafirði á 19. ári. Á öðru ári sínu við skól- ann var hún fengin til að vera að- stoðarmatreiðslukona. Stuttu síð- ar lá leið hennar suður og vann hún til fjögurra ára á Matstofu Austurbæjar sem þjónn hjá Brynj- ólfi Magnússyni. Eftir það hóf hún störf hjá Eimskip sem þjónn á Gullfossi og Dettifossi í fimm ár. Lísbet hóf sambúð með Davíð Þórðarsyni heitnum, þrítug að aldri og giftust þau á gamlársdag 1965. Árið 1970 hóf hún vinnu við þrif í bankaeftirliti Seðlabankans og var þar til 73 ára aldurs. Árið 1972 byrjaði hún að vinna, ásamt þrifunum, með fjölfötluðum börn- um á Kópavogshæli og var þar við störf í 15 ár. Útför Lísbetar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin kl. 15. ársdag. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Hulda, f. 22.7. 1954, gift Ómari Weed, f. 18.5. 1953. Sonur Þórunnar er Davíð, f. 14.2. 1975. Sonur Þórunnar og Ómars er Hlynur Örn, f. 12.12. 1996. 2) Ólöf Sigríður, f. 29.11. 1956. Börn hennar eru Ívar, f. 29.3. 1975, Ásmundur Örn, f. 27.12. 1980, Hálfdán Helgi, f. 16.8. 1984, Lísbet, f. 10.9. 1985. 3) Svana Lísa, f. 8.4. 1960, gift Andr- ési Fr. Gíslasyni, f. 2.11. 1962. Börn Svönu Lísu eru Sara Ósk, f. 16.4. 1987 og Kristófer, f. 8.10. 1988. Börn Andrésar eru Þóra Björg, f. 27.12. 1983 og Sandra Ýr, f. 28.8. 1988. 4) Þórður Davíð, f. 19.1. 1962, maki Ragnheiður I. Sigurðardóttir, f. 3.8. 1963. Börn þeirra eru Sigurður Ingi, f. 12.10. 1992 og Birta Ósk, f. 27.3. 2001. Ömmubörn Lísbetar eru tíu tals- Mig langar að minnast hennar móður minnar, Lísbetar Sigurðar- dóttur, sem nú hefur fundið frið sinn í faðmi Drottins. Pabbi kallaði mömmu alltaf Bettý. Ég get hiklaust sagt að ég og systkini mín vorum alin upp af konu sem var göfuglynd og heilsteypt manneskja. Hvar sem mamma fór um geislaði af henni. Hún var myndarleg bæði í útliti og persónugerð. Mamma vann öll sín störf af mikilli natni og miklum skör- ungsskap svo um var talað. Skipti þá ekki máli hvort það voru störf innan heimilis, matargerð, saumaskapur eða önnur störf. Iðulega þegar gestir komu bar hún fram hinar ótrúleg- ustu kræsingar, smurbrauð, rjóma- tertur og alles. Hér áður fyrr var heimilið oft kallað Hótel Norðurland vegna fjölda gesta sem komu í heim- sókn að norðan og var móðir mín ætíð fljót til og bauð þeim gistingu sem vildu. Ég byrjaði að fara með mömmu 12 ára gömul að þrífa í Seðlabankanum og varð svo fram að 21. aldursári. Oftsinnis fór ég svo í heimsókn til hennar á Kópavogshæli þar sem hún vann með fjölfötluð börn á næturvöktum. Hún var úti á vinnumarkaðinum til 73 ára aldurs. Við vorum afar samrýndar mæðgur og vildi hún mér ætíð það besta þótt mér fyndist hún nokkuð ströng í æsku, en full af ástúð er hún vildi leiðbeina mér. „Þú sérð það Svana mín að þetta er þér fyrir bestu“. Ekki var ég alltaf sammála henni í þá daga þó ég sjái það nú að velvild hennar var iðulega mér í hag. Við vinnu okkar saman og í ótal „skutl“- ferðum töluðum við mamma um það sem lá okkur á hjarta. Oftast var hlegið, gantast og sungið hástöfum. Hún tjáði mér að söngur minn væri betri nú en árið áður. Mamma hafði verið í kirkjukór á sínum yngri árum fyrir norðan. Í prófunum í menntaskólanum var hún vön að segja: „Svana mín, eigum við ekki að ganga yfir Öskjuhlíðina til þess að þú fáir þér loft í lungun og skýra hugsun“. Þá bjuggum við í Vesturbæ Kópavogs og ekki vílaði hún fyrir sér vegalengdina. Árið 1985 fékk mamma heilablóð- fall sem breytti þó nokkru í fyrstu lífsvenjum hennar. Það sem henni fannst áður sjálfsagt var orðið afar erfitt. Hún lét þó ekki deigan síga og þrátt fyrir nokkra erfiðleika í fyrstu hélt mamma ótrauð áfram og rúllaði hún einfaldlega lífinu upp á nýjan leik. Grein þessi heldur áfram undir undirskrift barna minna. Mér var bent á að aðeins mættu vera 3000 slög í hverri minningargrein og því er hún í tveimur hlutum. Þín elskandi dóttir, Svana Lísa. Þegar börnin mín Sara (f. 1987) og Kristofer (f. 1988) komu til sögunnar bjó ég fyrstu tvö árin hjá mömmu og pabba. Þá var amma besta amma í heimi, að sjálfsögðu. Mér finnst það hafa verið forréttindi að hafa fengið að ganga með henni þessi ár, styðja hana, og þiggja af henni ómælda ást sem hún sýndi einnig börnum mín- um. Hún kom með mér og börnunum í marga göngutúra, bústaðaferðir og voru nokkrar ferðir farnar norður til að heimsækja ættingja. Börnin fundu það afar fljótt að hvergi vildu þau vera í pössun nema hjá ömmu og afa. Stutt var á milli húsa hjá okkur og ömmu- og afabörnin gátu því auð- veldlega farið sjálf á milli, strax við ungan aldur og var þá tekið í spil og borðaður góður ömmumatur. Kristo- fer sótti mikið til ömmu sinnar og afa og var frá 7 ára aldri þar iðulega aðra hverja helgi. Hvað er ríkidæmi hér á jörð? Það er að eiga góða foreldra, sem ég var svo lánsöm að eiga, sem og að sýna kærleika. Mamma var rík á þessu sviði. Hún miðlaði af gæsku sinni og góðvild, lét aldrei bugast, sagði sína meiningu, gat illa unað við ójafnrétti, ósannsögli og þá mismunun er fólk þarf að líða um heim allan. Hjarta hennar var svo fullt af kærleika. Margir mættu hafa tekið lífsýn henn- ar sér til fyrirmyndar. Andrési mín- um tók hún opnum örmum strax við kynningu 1998 og dætrum hans og var hún vön að segja: „Komdu hérna drengur og kysstu hana mömmu þína.“ Hún hafði verið á Sunnuhlíð í Kópavogi frá sumri 2007 og var það sama sagan, hún kom eins fram við alla. Veit ég fyrir víst að sögn starfs- fólks og heimilismanna að hún var skemmtileg, mikil listakona og gerði aldrei mannamun. Á síðustu árum pabba og mömmu átti ég skemmtilegar samræður við þau um trúmál. Pabbi hafði verið mér löngum andsnúinn en sá svo sann- leikann, þ.e. lífið með Jesú Kristi. Svör mömmu voru á þá leið að hún hefði fyrir löngu tekið þá afstöðu að fylgja Kristi. Í dag kveð ég einstaka konu, konu sem var mér yndisleg mamma og góð fyrirmynd. Hjartans þakkir, elsku mamma mín, og hvíldu í friði. Elsku amma, við þökkum þér alla þína ástúð og umhyggju. Þú kenndir okkur svo margt sem við getum nú farið með út í lífið. Við söknum þín svo mikið. Þín ömmubörn, Sara Ósk og Kristofer. Lísbet Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.