Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 35
mennsku. Guð blessi minningu
Björns K. Örvar.
Unnur.
Ég mun alltaf muna eftir þeim tím-
um þegar ég gisti reglulega heima
hjá ömmu og afa. Það fyrsta sem mér
var alltaf boðið var hafragrautur að
hætti afa. Þó að mér hafi ekki fundist
það þá hlæ ég reglulega að því þegar
ég hugsa um vonsvikinn svip á afa
þegar ég náði ekki að klára skálina.
Hann afi sá alltaf til þess að maður
reyndi að klára matinn en ekki með
því að þvinga hann ofan í mann held-
ur með því að láta mann gera sitt
besta til að forðast að svekkja hann.
Oftar en ekki gekk þetta upp þótt
maður hafi stundum þurft að láta
magann ráða.
Ég held að besta tenging mín við
afa hafi verið okkar sameiginlegi
áhuga á flugi. Afi hafði löngu áður en
ég fæddist haft gaman af því að
fljúga. Þó að lífið hafi ekki ætlað hon-
um að verða atvinnuflugmaður eins
og hann langaði þá gafst hann ekki
upp á draumnum sínum um að taka
sjálfur á loft. Lengi vel flaug hann um
Ísland á eigin vél. Sjálfur fékk ég
áhugann í gegnum afa þar sem hann
var alltaf að ræða um loftið bláa og
hversu gaman það væri að vera einn
yfir landinu í 3000 feta hæð.
Ég mun alltaf minnast þeirra góðu
tíma sem við áttum saman við að
ræða um heim og geima. Þrátt fyrir
að flugum aldrei saman þá held ég að
það muni gerist í næsta lífi.
Björn K. Örvar, sonarsonur.
Elsku afi.
Nú ertu farinn frá okkur. Það er
svo skrítið að hugsa til þess að þú haf-
ir kvatt okkur á svona skömmum
tíma. Þú sem alltaf hafðir verið svo
hraustur. Síðustu vikur hafa verið
þér erfiðar. Þó þú hafir fengið þenn-
an illvíga sjúkdóm reyndir þú alltaf
að líta á björtu hliðarnar þó þér þætti
erfitt að sætta þig við það að geta
ekki farið út í sundlaug í heitapottinn
og gufu, mallað mat handa fuglunum
þínum sem biðu á svölunum eftir þér
og skokkað niður stigana eins og þér
einum var lagið.
Þegar ég lít til baka og rifja upp
allar góðu minningarnar kemur
margt upp í huga mér. Þú varst alltaf
svo góður við okkur barnabörnin og
alltaf varstu reiðubúinn til þess að
gera allt fyrir okkur. Ég minnist þess
þegar ég og Þorsteinn eyddum
ófáum stundum hjá ykkur ömmu í
Lindarhvamminum. Þú varst alltaf til
í að leika við okkur og var leikurinn
„að fela hlut“ mjög vinsæll.
Ég mun aldrei gleyma brosinu sem
þú gafst mér þegar ég tók í höndina á
þér eftir að ég kláraði vinnuvaktina
mína kvöldið áður en þú kvaddir okk-
ur. Ég vissi þá að þú þekktir mig
þrátt fyrir ástandið sem þú varst í.
Þú varst ekki lengi að kveðja. Þú vild-
ir drífa þetta af svo þetta yrði þér
ekki of erfitt. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið góðan tíma með þér áður
en þú kvaddir okkur.
Ég kveð þig nú, elsku afi.
Þín sonardóttir,
Rebekka Björg Örvar.
Nú er afi minn farinn í nýtt ferða-
lag. Ég man eftir því að hafa hugsað
þegar ég var yngri að afi hlyti að hafa
verið franskur smáfugl sem flaug
hátt upp í skýin í fyrra lífi. Ég komst
að þessari niðurstöðu þegar ég gaf
honum einu sinni gamla franska
skólabók úr menntaskóla sem var út-
krotuð af fyrri eigendum og hann leit
á hana sem hinn mesta fjársjóð, hon-
um fannst hreinlega allt sem var
franskt spennandi. Síðan grunar mig
að hvergi á landinu hafi verið jafn
feitir og sællegir smáfuglar og ein-
mitt í garðinum í Lindarhvammi, þar
sem afi eldaði sérstakan hafragraut
með rúsínum handa þeim á hverjum
degi og fylgdist síðan með brosandi í
glugganum þegar fuglarnir tístu af
gleði við matarborðið. Það var meira
að segja einn þröstur sem hann hélt
sérstaklega upp á og kom ár eftir ár
að glugganum til að fá sinn sérstaka
rúsínuskammt.
Ég man eftir því hve vel mér
fannst afi teikna, hve vel hann þekkti
hvert einasta fjall og hól á leiðinni
upp í sumarbústað, hvernig hann lét
sér aldrei nokkurn tíma leiðast og
hvað hann var alltaf tilbúinn að koma
og hjálpa hverjum þeim sem þurfti á
honum að halda.
Þegar við Elín fluttum í Hæðar-
garðinn og vorum að bíða eftir að
Freyja okkar kæmi í heiminn kom afi
margar ferðir til okkar með fulla
poka af ávöxtum handa Elínu – og
smá handa mér – því holl og góð nær-
ing væri svo mikilvæg á meðgöng-
unni. Freyja fékk síðan að kynnast
langafa sínum svolítið – og hann
henni – og það er ég mjög þakklátur
fyrir.
Í minningu minni verður afi alltaf
sá sem mig langar mest til að líkjast;
góðmennskan, hæverskan, glað-
værðin, áhugasemin, þolinmæðin og
hlýjan sem hann gaf frá sér var ein-
stök og gerði hann að besta eigin-
manni, föður, afa og langafa sem
maður gæti nokkurn tímann óskað
sér.
Góða ferð, afi minn, og ég bið að
heilsa hinum fuglunum.
Kári, Elín og Freyja.
Elsku afi minn er fallinn frá.
Gangur lífsins er óumflýjanlegur
og verður maður að sætta sig við það,
en mikið rosalega á ég eftir að sakna
þín. Á tímum sem þessum er þó hægt
að hugga sig við það að þú lifðir gæfu-
ríku og elskulegu lífi. Þú áttir ynd-
islega eiginkonu og þið elskuðuð
hvort annað af öllu hjarta, ólst upp
þrjú börn sem hafa heldur betur látið
að sér kveða og vannst við framandi
og eftirsóknarverð störf. Þú sýndir
áhugamálum mínum ætíð mikla at-
hygli, sama hversu fjarri þínum
breiddarbaugi þau voru. Það sem er
þó sorglegast við fráfall þitt, er að
þinn tími var ekkert kominn. Þig
þyrsti í að upplifa fleiri nýjar og
spennandi hliðar á tilverunni en
vegna heilsunnar var það því miður
ekki hægt. Á níræðisaldri lifðir þú
sem miðaldra maður. Þú tókst virkan
þátt í leikfimi, skokkaðir marga
hringi á hlaupabrautinni, gerðir
styrktaræfingar og hjólaðir í sund.
Þú lést tölvuvæðingu heimsins ekki
hafa áhrif á þig og skráðir þig á tölvu-
námskeið. Þú hélst áfram starfi þínu
sem úrsmiður. Þú keyptir viðskipta-
blaðið Economist vikulega og fylgdist
með framandi heimsfréttum daglega.
Þykir mér sorglegt að rifja upp eitt
samtal okkar fyrir stuttu þegar við
ræddum saman undir áhrifum
sterkra draumaóra, hversu skemmti-
legt það væri að fljúga til Suður-
Frakklands, kaupa gamlan Citroën
og keyra um rivíeruna, koma svo að
lokum heim og vera sá allra flottasti á
götunum. Þetta endurspeglar viðhorf
þitt og virðingu fyrir góðum lífsgild-
um. Þú hefur ætíð verið fyrirmynd-
armaður sem ég tengi einungis við já-
kvæða og góða hluti. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa þig í lífi mínu
frá fyrsta degi og ég er gríðarlega
ánægður með það.
Ég þakka þér fyrir allt, elsku afi
minn, sé þig seinna.
Þorsteinn Björnsson.
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
✝
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
SIGURBERGS ÁRNASONAR,
Grundarlandi 18,
Reykjavík.
Hilda-Lis Siemsen,
Theodór S. Sigurbergsson, Hrefna Ásgeirsdóttir,
Steinunn Sigurbergsdóttir, Jón Þorkelsson,
Árni Siemsen Sigurbergsson, Martin R. Siemsen
og afabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSTA ÁRNADÓTTIR,
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
18. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
2. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Styrktarsjóð langveikra barna.
Jónas Jónasson, Kolbrún Karlsdóttir,
Guðrún Björg Jónasdóttir,
Sólveig Jónasdóttir
og fjölskyldur.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi,
VIGFÚS ÞORSTEINSSON,
Patreksfirði,
lést laugardaginn 22. nóvember á Heilbrigðis-
stofnuninni á Patreksfirði.
Jarðsungið verður frá Patreksfjarðarkirkju laugar-
daginn 29. nóvember kl. 14.00.
Páley Jóhanna Kristjánsdóttir,
Kristján P. Vigfússon,
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Friðþjófur Sævarsson,
Jóhannes Ægir Baldursson, Ingibjörg Erna Arnardóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
SIGURÐUR MÁR A. SIGURGEIRSSON,
Fannafold 115,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 25. nóvember.
Hlíf Kristófersdóttir,
Sigurgeir Már Sigurðsson, Sæmunda Fjeldsted,
Ólöf Vala Sigurðardóttir, Einar Örn Einarsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA KATRÍN JÓNSDÓTTIR,
Háteigi,
Borgarfirði eystra,
verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju
mánudaginn 1. desember kl. 14.00.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Elskuleg systir okkar og frænka,
GUÐRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Múlavegi 36,
Seyðisfirði,
lést þriðjudaginn 25. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ragna Stefánsdóttir,
Kristín Stefánsdóttir,
Gunnar Stefánsson,
Guðlaug Vigfúsdóttir, Gunnar Ragnarsson.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
INGJALDS SIGURÐSSONAR,
Urðarbakka 28,
Reykjavík.
Hanna Ósk Lárusdóttir,
Sigrún M. Ingjaldsdóttir, Magnús Ásgeirsson,
Helga Ingjaldsdóttir, Ólafur Daðason,
Íris Ösp Ingjaldsdóttir, Friðrik I. Þorsteinsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Móðurbróðir okkar,
HERMANN ODDUR SIGURJÓNSSON,
Suðurgötu 8,
Seyðisfirði,
lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn
25. nóvember.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn
6. desember kl. 14.00.
Fyrir hönd systkinabarna,
Stella Ólafsdóttir,
Edda Lýðsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HELGI ÞORSTEINSSON
fyrrum skólastjóri og bæjarritari
á Dalvík,
Skálagerði 4,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn
25. nóvember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
5. desember kl. 13.30.
Þórunn Bergsdóttir,
Yrsa Hörn Helgadóttir, Gunnar Gíslason,
Ylfa Mist Helgadóttir, Haraldur Ringsted,
Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir, Steinar Smári Júlíusson,
Steingrímur Friðriksson, J. Freydís Þorvaldsdóttir,
Guðný Friðriksdóttir, Einar Viðar Finnsson,
Hrefna Þórunnardóttir
og barnabörn.