Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 ✝ Ingvi BirkisJónsson fæddist á Sléttu í Sléttu- hreppi í Norður- Ísafjarðarsýslu 22. september 1943. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 20. nóvember síðastliðinn. Ingvi var yngsta barn hjónanna Jóns Guðnasonar, útvegs- bónda á Sléttu, f. 1889, d. 1968 og Mar- íu Emilíu Alberts- dóttur, f. 1911, d. 1989. Systkini Ingva eru Guðni, f. 1931, d. 2001, Hulda, f. 1933, Hanna, f. 1935, Gísli, f. 1937, og Hermann, f. 1940. mundur Kári, f. 2006. Kjartan Orri, f. 10. júlí 1975, í sambúð með Gunndísi Ýri Finnbogadóttur. Elva Hrund, f. 13. maí 1979. Hennar börn eru: Benedikt Orri Gunn- arsson, andvana fæddur 2004 og Emelía Ýr Gunnarsdóttir, f. 2005. Ingvi flutti frá Sléttu til Ísafjarð- ar á fjögra ára afmælisdaginn árið 1947, þar bjó hann til 18 ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur. Ingvi lauk námi sem mat- reiðslumaður 1966 frá Hótel- og veitingaskólanum. Ingvi starfaði sem matreiðslumaður til ársins 1998, en hóf þá störf hjá kjöt- vinnslunni Esju þar sem hann starfaði þar til hann veiktist í sept- ember 2007. Ingvi bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í Hafnarfirði óslitið frá 1976. Útför Ingva fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 13. Ingvi kvæntist 27. desember 1964 Mel- korku Sveinbjörns- dóttur, f. 4. janúar 1945, dóttur Svein- björns Jóhanns- sonar, f. 1921, d. 2007 og Sigríðar Jónasdóttur, f. 1925. Börn þeirra Ingva og Melkorku eru Sigríð- ur, f. 6. september 1964, gift Oddi Sig- fússyni. Synir þeirra eru Sigfús Jörgen, f. 1995 og Albert Fjal- ar, f. 2004. María Emilía, f. 24. júlí 1968, gift Kristjáni P. Sigmunds- syni. Þeirra börn eru Auður Sif, f. 1992, Ingvi Snær, f. 1995 og Sig- Hinsta kveðja til ástkærs eigin- manns: Þið fæddust saman, og saman skuluð þið verða að eilífu. Saman skuluð þið verða, þegar hvítir vængir dauðans leggjast yfir dag ykkar. Já saman skuluð þið verða jafnvel í þögulli minningu guðs. En verið þó sjálfstæð í einingu ykkar, og látið vinda himinsins leika milli ykkar. Elskið hvort annað, en látið ástina ekki verða að fjötrum. Látið hana heldur vera síkvikan sæ milli ykkar sálarstranda. Fyllið hvort annars bikar, en drekkið ekki af sömu skál. Gefið hvort öðru brauð ykkar, en borðið ekki af sama hleifi. Syngið og dansið saman og verið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu eins og strengir fiðlunnar eru einir, þótt þeir leiki sama lag. Gefið hvort öðru hjarta ykkar, en setjið það ekki í fangelsi. Og standið saman, en ekki of nærri hvort öðru: Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og kýprusviðurinn vaxa ekki hvort í annars skugga. (Höf: Kahlil Gibran/Þýð: Gunnar Dal.) Hjartans þökk fyrir samfylgdina. Ást þína og kærleika gegnum öll árin okkar saman. Þín Melkorka. Elsku pabbi. Nú færðu loksins að hvíla þig eftir þessa erfiðu þrautagöngu. Svo mjög sem mér finnst þetta ósanngjarnt þá verð ég Guði ævinlega þakklátur að hafa fengið að kynnast þér, eiga þig sem pabba, yndislegan vin og hafa verið hjá þér þegar kallið kom. Ást- arþakkir fyrir allar samverustund- irnar, umburðarlyndi þitt, kærleika, kvöldbænirnar, svör við öllum mögu- legum og ómögulegum spurningum, og fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Ég gleymi þér aldrei. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Kjartan Orri. Það eru rúm 20 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili Ingva og Mel- korku á Breiðvangnum. Þá ungur drengur sem var farinn að gera hos- ur sínar grænar fyrir dóttur þeirra, henni Maríu. Mér var tekið opnum örmum af verðandi tengdaföður en samt af hæverskri ró eins og hans var alltaf siður; ekki anað að neinu, enda fyrsti tengdasonurinn farinn að banka á dyrnar. Á þessum tuttugu árum ferðuð- umst við mikið saman bæði innan lands og utan en ein ferð stendur upp úr. Ferðin sem fjölskyldan fór saman norður á Sléttu á fæðingar- stað hans og hann sýndi manni sína sveit sem hann var stoltur af, og hvar togararnir lágu undir Grænuhlíðinni í vonskuveðrum. Það var gengið inn að Hesteyri og sagði hann frá öllu sem á vegi varð og naut hann sín vel þar. Utanlandsferðirnar voru nokkrar, flestar til Danmerkur þar sem hann naut sín vel í leik og starfi enda ekki amalegt að hafa tengdaföður sem kokk í svona ferðum sem var bæði snöggur og góður að elda sem kom alltaf berlega í ljós á síðasta degi þegar engum fannst neitt til í ís- skápnum, þá var hann snöggur að tæma ísskápinn og töfra fram þenn- an frábæra mat. Þegar kom að þorra naut hann sín manna best því annar eins snillingur í gerð þorramatar finnst varla, enda hafði hann unnið við þorramat eða réttara sagt nostrað við hann alla sína ævi enda hlökkuðu allir til þegar þau hjónin héldu sínar rómuðu þorraveislur. Hann var boðinn og búinn þegar maður þurfti einhverja hjálp við hvað sem var, t.d. við parketlögn í okkar fyrstu íbúð sem hann parket- lagði og ég fylgdi með eins og lítill handlangari. Við vorum að parket- leggja rétt fyrir jól og hann kepptist við að klára áður en jólin gengju í garð, manni fannst eins og fresta ætti jólunum svo hægt væri að klára verkið, enda lagði hann fram á að- fangadag, eða þangað til hann þurfti að setja jólasteikina í ofninn en steik- in var tilbúinn um leið og jólin gengu í garð. Hann var mikill áhugamaður um enska boltann, enda var honum alltaf boðið heim þegar „okkar“ lið öttu kappi, húsið skreytt af okkur, spenntum feðgum en hann sallaró- legur enda fór það yfirleitt þannig að við vorum farnir frá sjónvarpinu því ekkert gekk hjá okkar mönnum og hans lið hrósaði yfirleitt sigri en hann var nú ekkert að núa okkur því um nasir, sá hvað okkur leið illa og sagði bara: það gengur bara betur næst. En ég vissi að hann hafði innst inni vonast eftir jafntefli, svo sanngjarn var hann alltaf. Þau hjónin voru búin að byggja sér sælureit í sveitinni sem ófá hand- tökin voru við að gróðursetja tré og plöntur eða negla nagla síðustu 25 árin, enda var hugsunin hjá honum að slaka á í ellinni þar. Eitt það skemmtilegasta sem hann gerði var að sitja með fjölskyld- unni sinni í bústaðnum og taka í spil, hvort sem það var kani eða bara gaur við afabörnin, enda hændust þau að honum og fannst alltaf gaman að fara í sveitina með afa og ömmu. Hann var byrjaður að stækka Þrastarból þegar hann veiktist enda var fjölskyldan hans alltaf að stækka og hann sá að það var farið að vanta svefnpláss fyrir alla. En því miður náði hann ekki að klára ætlunarverk sitt og varpaði kyndlinum til okkar og vissi að fjölskyldan myndi klára verkið hans. Hans síðasta ferð þang- að var um verslunarmannahelgina og naut hann sín vel og vildi hjálpa meira til en líkaminn leyfði. Elsku tengdamamma, Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn tengdasonur Kristján. Þegar komstu þá var hlýtt, þau voru okkar kynni, allt var göfugt, gott og blítt er gafst í návist þinni, ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksdáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Ingvi, það gleður mig mjög mikið að hafa kynnst þér. Þakka þér fyrir allar samverustundirnar, þær eru margar bæði frá heimsóknum ykkar Melkorku til okkar til Hol- lands og hérna heima. Þú varst alltaf til staðar fyrir Kjartan og mig, alltaf hægt að leita til þín, hvort sem það var að spyrja hvernig best væri að baka hjónabandssælu eða að leita hjá þér eftir vinaráðum. Við munum öll sakna þín meðan við lifum en ég veit að þú munt halda áfram að vaka yfir fjölskyldunni og minning þín verður ljóslifandi í hjörtum okkar. Þín Gunndís. Ég og afi minn eigum margar góð- ar minningar saman en það er þó ein sem stendur upp úr og það var í sum- arbústaðnum þeirra ömmu og afa. Hann afi var að ná í hjólbörur en ég fór með honum. Svo þegar við kom- um til baka sat ég í hjólbörunum og hann var að keyra þær. En ég held samt að ég muni eftir því af því að það var tekin mynd af okkur saman. Eitt það skemmtilegasta sem ég gerði með afa og ömmu var að fara í feluleik innan um öll trén á sumarbú- staðarlóðinni og spila við þau inni í sumarbústaðnum. Afi var frábær kokkur, eldaði alltaf sérrétt fyrir mig og systur mína þegar haldin var þorraveisla. Ég fór líka oft með hon- um afa á knattspyrnuleiki, stundum á landsleiki en samt aðallega á leiki með FH. En síðasti leikurinn sem við fórum saman á var leikurinn FH - Aston Villa. Kveðja frá barnabarninu, honum Ingva. Ingvi Birkis Jónsson ✝ Erlendur Stein-grímsson fædd- ist í Reykjavík 2. apríl 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steingrímur Henriksson, f. 20. maí 1914, d. 24. jan- úar 1979 og Anna Sigríður Sig- urmundsdóttir, f. 22. janúar 1915, d. 15. febrúar 2003. Systur Erlendar eru Halla Súsanna, f. 3. desember 1936, Hanna, f. 6. júlí 1939, d. 30. októ- ber 1940, Guðný, f. 22. september 1941, Áslaug, f. 2. júní 1946, Hanna, f. 10. september 1952, og Sigrún, f. 12. júní 1954. október 2006. Dóttir Ingibjargar er Dagný Björg, f. 12. apríl 1997. Börn Ómars eru Andrea Björg, f. 10. september 1997 og Róbert Andri, f. 9. júní 2002, 3) Henrik, f. 8. október 1973, börn hans eru Sara Hlín, f. 6. mars 1999, Ind- íana Ýr, f. 30. nóvember 2002 og Daníel Dagur, f. 9. maí 2004, 4) Ásgeir, f. 18. ágúst 1988. Erlendur fluttist frá Hverf- isgötu árið 1954 í Smáíbúðahverf- ið og gekk í Laugarnesskóla, Breiðagerðisskóla og Rétt- arholtsskóla. Hann æfði og spil- aði fótbolta með Víkingi og bar ætíð sterkar taugar til félagsins. Erlendur var húsasmíðameist- ari og lauk sveinsprófi í húsa- smíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1966. Hann hóf kennslu við Fjölbrautaskólann í Breið- holti árið 1985 og þremur árum síðar öðlaðist hann réttindi sem framhaldsskólakennari þegar hann lauk námi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennarahá- skóla Íslands. Útför Erlendar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Erlendur kvæntist 31. ágúst 1968 Guð- nýju Björgu Guð- mundsdóttur, f. 18. nóvember 1947. For- eldrar hennar voru Guðmundur Ólafur Magnússon, f. 6. júlí 1908, d. 2. sept- ember 1999 og Ás- laug Ingibjörg Frið- björnsdóttir, f. 1. október 1913, d. 23. desember 1991. Systur Guðnýjar eru Eygló Fjóla, f. 21. ágúst 1939 og Maggý, f. 9. júlí 1942. Börn Erlendar og Guðnýjar eru: 1) Steingrímur, f. 24. febrúar 1969, 2) Ingibjörg, f. 16. ágúst 1971, sambýlismaður Ómar Ingi Gylfason, f. 11. júlí 1973 og eiga þau soninn Arnar Geir, f. 30. Kveðja frá eiginkonu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minning þín er ljós í lífi mínu. Hvíl í friði. Þín Guðný Björg. Elsku pabbi, nú ertu laus við þján- ingar veikinda þinna sem voru krabbamein. Æðruleysi þitt var aðdáunarvert. Minningin um hjartahlýju, létta lund og kímnigáfu sem þú bjóst yfir mun fylgja mér inn í framtíðina. Ég er þakklátur fyrir hvað við vorum nánir feðgar og góðir vinir. Þú hafðir mjög góða og þægilega nærveru. Takk pabbi fyrir að vera alltaf já- kvæður og hvetjandi. Það var gott að fá hrós frá þér. Ég gleymi ekki hvað það var gam- an að fara með þér til afa og ömmu í Akurgerði þegar ég var lítill drengur og fá að skoða bækurnar hjá Stein- grími afa sem var bóksali. Báðir kvödduð þið okkur allt of fljótt. Það var gaman að kenna þér á skíði þegar ég var krakki og í fram- haldinu fórum við fjölskyldan oft á skíði um helgar sem var mjög ánægjulegt og skemmtilegt. Það var svo margt brallað. Árið 1985 byrjuðum við báðir í FB, þú að kenna og ég sem nemandi. Það var góður tími og ekki slæmt að fá far með þér í skólann á morgnana og svo þú með mér þegar ég fékk bíl- próf. Ég ætla að leyfa mér að þakka fyr- ir þína hönd, pabbi, og okkar allra í fjölskyldunni, Jakobi Jóhannssyni krabbameinslækni sem þú varst svo ánægður með og öllu því góða starfs- fólki sem hugsaði vel um þig á Land- spítalanum, deild 11E og á líknar- deildinni í Kópavogi. Það er mér dýrmætt að hafa fengið að vera með þér dag og nótt síðustu vikurnar í lífi þínu og standa þér við hlið, ásamt mömmu og systkinum mínum. Þín er og verður sárt saknað. Minningin um þig lifir í hjörtum okk- ar allra. Guð geymi þig. Þinn sonur, Steingrímur Erlendsson. Elsku pabbi minn. Það var svo sárt að sjá þig kveðja en þú varst búinn að berjast hetjulega við ólæknandi sjúkdóm og sýndir mikið æðruleysi. Þú kvaddir á afmælisdag mömmu. Þið voruð svo samheldin hjón þannig að ég hugga mig við það að núna eig- ið þið þennan dag saman. Ég hef svo margar yndislegar minningar um þig til að hlýja mér um hjartarætur. Þú varst einstaklega ljúfur og hlýr mað- ur. Þú talaðir oft um það hvað þú værir ríkur að eiga okkur „gullin þín“ og kvaddir mig alltaf með því að segja „bless ástin mín“. Þú varst einstaklega barngóður. Ég man þegar Ásgeir bróðir fæddist þá fannst þér svo yndislegt að það væri komið meira líf inn á heimilið en þá vorum við hin þrjú systkinin orðn- ir unglingar. Síðar bættust barna- börnin við sem þú sást ekki sólina fyrir. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni og sýndir framkvæmdum á heimili okk- ar Ómars mikinn áhuga. Þegar ég var tvítug þá hvattir þú mig til þess að fara erlendis í tungumálaskóla en ég var í fyrstu óviss þar sem ég þurfti að selja bílinn minn. Þú sagðir mér að það væri alltaf hægt að eignast „blikkdós“. Þær eru ótal margar útilegurnar og sumarfríin erlendis sem við höf- um farið saman í og núna síðast í ágúst þegar við fórum til Flórída. Hún Dagný mín, eins og þú myndir segja, þekkir varla sumarfrí án ömmu og afa. Þrátt fyrir erfið veik- indi þín var alltaf stutt í húmorinn. Þú gantaðist með það um daginn að þú yrðir orðinn góður um kvöldið og ætlaðir þá að dansa djæf við mömmu. Elsku pabbi, ég vona að þú getir núna „tjúttað“ og „djæfað“. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Erlendur Steingrímsson Elsku Erlendur, hvíl þú í friði. Komin er kveðjustundin, klökknar og bljúg er lundin. Friður þér falli í skaut, far vel á friðarbraut. Englar ljóssins þig leiði, lýsi og veginn þinn greiði þá héðan þú hverfur á braut. (G.H.) Elsku Guðný, Stein- grímur, Ingibjörg, Henrik, Ásgeir og fjölskyldur. Megi Guð gefa ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Eygló og Hreiðar. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.