Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
✝ Þóra Gunn-arsdóttir Ek-
brand fæddist á
Æsustöðum í Langa-
dal, Austur-
Húnavatnssýslu, 19.
6. 1929. Hún lést á
sjúkrahúsinu í Kun-
gälv í Svíþjóð 4. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Stef-
ánsdóttir, f. 27. 11.
1903, d. 26. 10. 1970
og Gunnar Árnason
prestur, f. 13.6.
1901, d. 31.7. 1985. Faðir hennar
var síðar prestur í Kópavogi.
Systkini hennar eru: Árni, Stefán
Magnús, Auðólfur og Hólmfríður
Kolbrún.
unglingaskóla á Ólafsfirði. Árið
1949 fór hún utan til að læra
umönnun þroskaheftra. Hún fór
fyrst til Danmerkur og starfaði þar
skamman tíma en hélt þaðan til
Svíþjóðar þar sem hún vann um
árabil á stofnunum fyrir þroska-
hefta. Þóra dvaldist heima á Ís-
landi veturinn 1956-1957 og kenndi
þá hópi þroskaheftra barna. Að því
er best er vitað var það fyrsti skól-
inn sem hér var starfræktur fyrir
þroskaheft börn. Eftir nám í
Lýðháskólanum í Kungälv í Sví-
þjóð hóf hún störf í bókaverslun
þar í bæ, þar sem hún kynntist eft-
irlifandi manni sínum en verslunin
var í eigu fjölskyldu hans. Þóra og
Ingvar ráku síðar eigin bókaversl-
un í Kungälv um árabil. Eftir að
þau hættu verslunarrekstri starf-
aði Þóra lengi við umönnun aldr-
aðra á hjúkrunarheimili í Gauta-
borg, jafnframt lauk hún námi í
félagsráðgjöf þegar hún var komin
um sextugt.
Þóra verður jarðsungin frá
Rödbokirkju í Gautaborg í dag.
Fyrri maður Þóru
var Sven Coyet, hót-
eleigandi í Umeå.
Eiginmaður er
Ingvar Ekbrand,
fyrrverandi menning-
arstjóri í Vänersborg.
Dætur hennar eru
Kristina Möller sem á
tvær dætur og Gunn-
hild Maria Ekbrand.
Maki Gunnhildar er
Hans-Olof Nyman,
synir þeirra Edvard
og Filip Valdimar.
Eftir skyldunám
stundaði Þóra nám í Versl-
unarskólanum og veturinn 1947-
1948 var hún á Húsmæðraskól-
anum á Laugalandi í Eyjafirði. Vet-
urinn 1948-1949 kenndi hún við
Þegar Þóra systir mín er kvödd,
hvarflar hugurinn til æskustöðv-
anna nonður í landi. Við vorum fimm
systkinin, sem ólumst upp í skjóli
norðlenskra fjalla. Faðir okkar var
prestur og mamma bjó okkur elsku-
ríkt menningarheimili, sem var opið
gestum og gangandi, enda í alfara-
leið og þjóðvegurinn um bæjarhlað-
ið. Við bæinn ræktaði mamma fagr-
an trjágarð, sem veitti skjól og vakti
aðdáun vegfarenda. Í sveitinni
blómstraði fjölbreytt menningar- og
félagslíf og andi samhjálpar og sam-
stöðu ríkti meðal fólksins.
Nú er þessi tími löngu liðinn,
prestssetrið í eyði og trjágarðurinn í
niðurníðslu og aðeins fuglum að leik.
Því vísa ég til þessa tíma og um-
hverfis, að þetta var það Ísland, sem
Þóra tók með sér til útlanda og
skildi aldrei við sig. Þóra var elst
okkar systkinanna fimm og orðin
unglingsstúlka, þegar ég man hana
fyrst lágvaxna og fíngerða með
tinnusvart hár leika sér í grasi í
sumarsólinni. Eins og fleiri í ætt-
boga fjölskyldunnar undi hún sér oft
betur í drauma- og dularheimum en
við grákaldan veruleika þessa
heims. Hún varð þó að mæta honum
eins og aðrir.
Á ungum aldri fór hún að heiman
til náms. Hún var aðeins 19 ára þeg-
ar hún sigldi fyrst til Danmerkur og
síðan Svíþjóðar til þess að læra
kennslu og umönnun þroskaheftra.
Sérmenntun á því sviði var þá
óþekkt hér á landi. Svíþjóð varð síð-
an hennar annað heimaland og hún
átti ekki afturkvæmt til Íslands
nema í stuttar heimsóknir, utan eitt
ár, er hún starfaði hér heima að
umönnun þroskaheftra. Lengst af
bjó Þóra í Kungälv, nágrannabæ
Gautaborgar, ásamt Ingvari manni
sínum. Þar kynntist hún mörgum
Íslendingum, sem stunduðu nám
eða störfuðu við Lýðháskólann og
öðrum, sem heimsóttu hana í bóka-
búð tengdaföður hennar í Gauta-
borg. Í Kungälv bjó hún á hæð, það-
an sem sá yfir ána sem liðaðist um
dalverpið fyrir neðan og hinum
megin trónaði gamall kastali sem
minnti á liðna tíma. Ég held að segja
megi um Þóru eins og ekkjuna við
ána: „Hún elskaði ekki landið, en að-
eins þennan blett …“
Þóra safnaði ekki þessa heims
auði, sem eins og nýleg dæmi sanna,
reynist oft haldlítill. Í þess stað vildi
hún allt gefa, sem hún átti. Þóra gaf
ekki aðeins það litla, sem hún átti af
veraldlegum gæðum heldur gaf hún
af sjálfri sér þeim, sem umgengust
hana, gleði og huggun í daglegu lífi
og þegar á bjátaði. Hún bar jafnan
sinn eigin harm og sársauka í hljóði
á bak við bros og hlýjan hlátur, sem
jók á gleði annarra og huggaði þá,
sem áttu bágt. Handtak Þóru var
óvenju hlýtt og minnist ég ekki
hlýrri handar. Þótt samverustundir
með Þóru systur okkar yrðu færri
en skyldi á lífsleiðinni vegna búsetu
erlendis, var hún alltaf nærri á
gleði- og sorgarstundum fjölskyld-
unnar. Nú er Þóra skyndilega horfin
okkur yfir móðuna miklu inn í hul-
insheima eilífðarinnar. Þangað mun-
um við öll halda og ég hlakka sjálfur
til að mæta henni þar og heyra aftur
dillandi hlátur hennar og þrýsta
heita hönd hennar við endurfund á
óræðum stað. Vonandi verður þar
jafn fallegt og á sumarnótt í norð-
lenskum dölum á Íslandi.
Auðólfur.
Kveðja frá skólasystrum
Kær vinkona og skólasystir Þóra
Gunnarsdóttir er látin í Svíþjóð.
Hún er sú fimmta í hópi skólasystra
frá Húsmæðraskólanum Laugalandi
í Eyjafirði sem kveður þetta líf.
Ljúfar minningar skólaáranna rifj-
ast upp, Þóra var falleg stúlka og við
gleymum aldrei þegar hún fór á síð-
kjólaball með vini sínum í svörtum
síðum flauelskjól. Hún var stór-
glæsileg og við kölluðum hana prins-
essuna okkar.
Það varð vík milli vina þegar Þóra
fluttist til Svíþjóðar en hún kom allt-
af þegar við hittumst á stórum
skólaafmælum. Síðast kom hún þeg-
ar við héldum upp á 50 ára afmæli
okkar á Öngulsstöðum í Eyjafirði og
var Þóra hrókur alls fagnaðar.
Sendum eiginmanni, dóttur og
systkinum Þóru okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa minningu góðrar vinkonu.
F.h. Laugalandsmeyja 1947-1948,
Jóhanna Kristinsdóttir.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.
Þú komst með vor í augum þér.
(D.St.)
Þetta ljóð er eitt af þeim sem Góa
mágkona mín sagði að minnti sig á
Ísland. Nú hefur hún kvatt okkur
eftir stutta en snarpa legu eins og
henni var lagið. Allt virtist gerast
fljótt og hratt hjá Góu. Þannig sveif
hún hratt inn í líf mitt fyrir rúmum
fjörutíu árum er hún var í heimsókn
á Íslandi með Gunnhildi Mariu, þá
mjög unga. Ég heyrði hana hlæja
áður en ég sá hana og á augabragði
átti þessi svarthærða granna kona
hjarta mitt, svona kvik í hreyfing-
um, glöð og hláturmild. Hún hafði
sérstakt lag á að segja frá og frá-
sagnirnar urðu svo lifandi og litríkar
að ósjálfrátt var maður með henni á
staðnum.
Góa hafði sérstakt lag á að gefa
gjafir og sérstakar aðferðir við að
þakka. Hún var þakklát fyrir allt og
lét það óspart í ljós á sinn einstaka
hátt. Hún var þakklát fyrir uppruna
sinn og mundi ótrúlega hluti frá
heimahögunum í Langadal, eða bara
„að norðan“ og vitnaði oft til þeirra.
Auðvitað var lífið ekki alltaf dans á
rósum og fékk hún sinn skerf af erf-
iðleikum en um það var hún fámál,
enda liðið og ekki til að tala mikið
um.
Góa vildi lifa lífinu lifandi. Hún
var mikil stemningarmanneskja og
galdraði fram hátíðarstemningu af
minnsta tilefni. Það gerði hún með
einföldum klæðnaði en lagði áherslu
á smáhluti eins og blóm, slaufu,
kraga eða belti sem gerði útslagið
og hún vissi nákvæmlega hvað við
átti hverju sinni. Hún galdraði fram
stemningu með góðum mat, kertum
eða fallegum bolla í eldhúsinu sínu.
Reyndar fannst mér alltaf að Góa
ætti heima í myndum sænska mynd-
listarmannsins Carls Larsson. Eld-
húsið hennar var hlýtt og litríkt og
fullt af allskonar hlutum, myndum
og kortum sem áttu sína sögu sem
hún gjarnan deildi.
Börnum okkar Stefáns fannst hún
eins og álfkona. Þannig var líka
stemningin þegar Sigga Þrúður, þá
níu og Jón Gunnar ellefu ára komu í
heimsókn til frænku sinnar á falleg-
um vordegi. Við vissum ekki ná-
kvæmlega hvar húsið hennar var en
skyndilega hoppaði hún eins og álfa-
mær út úr skóginum í rósóttum
sumarkjól með blóm í hárinu og
fangið fullt af villiblómum og fagn-
aði okkur eins og henni einni var
lagið. Börnunum fannst einhvern
veginn eðlilegt að verða eftir þarna
hjá frænku sinni og var það verð-
mætur tími sem hér er þakkað fyrir.
Allir fengu kveðjur á tyllidögum
og jólin voru ekki komin fyrr en
stemningarfullt kort var komið frá
Góu og fjölskyldu. Dýrmætur var
síðasti fundur stórfjölskyldunnar,
þar sem allir hittust, er hún kom til
að vera í brúðkaupi og skírn í júní
2006. Þá birtist hún með dóttursyn-
ina, Edvard og Filip öllum að óvör-
um, hló þá dátt og sagði: „Þið áttuð
nú ekki von á þessu.“ Hún elskaði að
koma á óvart. Það gerði hún líka á
síðasta sprettinum, í stuttu en
snörpu veikindastríði og við vitum
að þannig vildi hún fara. Góu er sárt
saknað en þakklætið er efst í huga.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar allra, elsku Ingvar, Gunnhild
Maria, Hans-Olof, Edvard og Filip,
Kristina og fjölskylda.
Minning um merka og sterka
konu lifir.
Hertha.
Þóra Gunnarsdóttir var í huga
mér eins og einhver óraunveruleg
kona handan mikilla hafa. Svo fór ég
til náms í Svíþjóð og kynntist (þá til-
vonandi) mágkonu minni og ég upp-
götvaði að þessi huldukona var ekki
einasta mjög raunveruleg, heldur
lifandi meir en flestir, falleg, dökk-
hærð og svo kvik að það var sem hún
hlypi alltaf við fót. Og hún varð mér,
eins og hennar nánustu, Góa. Án
þess að eiginlega væri um það rætt
varð ég gestur þeirra Ingvars um jól
og páska og naut ekki einungis alls
hins besta sem boðið var upp á í mat
og drykk, heldur einnig ástríkis og
alúðar þeirra beggja. Svo bættist
Gunnhild María í hópinn, ljóshærð
og björt. Ekki get ég talið heim-
sóknirnar til Góu og Ingvars, bæði á
Berget og á Berghem, þar sem setið
er í eldhúsinu og horft á ármót Gau-
telfar sem þar kvíslast um Hisingen
og gnæfir þar miðaldakastali á forn-
um landamærum Noregs og Svía-
ríkis og rústir Konungahellu rétt
handan við skógarásinn.
Þar í eldhúsinu sátum við löngum.
Þau bóksalahjónin fræddu mig um
allt það sem helst var að gerast í
menningu Svía, enda fylgdust þau
náið með öllu sem út kom af bók-
menntum. Marga góða bókina hafa
þau sent mér og síðast þegar Góa
kom til okkar skildi hún eftir tvær
fagrar bækur um hinn mikla Linné.
Góa var fyrir löngu hætt að átta
sig á hvort hún talaði íslensku eða
sænsku, en margfróð um kveðskap á
báðum málunum og greip til þegar á
þurfti að halda. Þegar Ingvar átti
erfitt með að skilja þær sögur sem
við sögðum hvort öðru, sneri Góa ís-
lenskum skrítlum okkar á kjarnyrta
sænsku.
Hvers er að minnast? Hvað er að
þakka? Samvistanna við Góu, sam-
ræðunnar, matarins sem kom á
borðið án þess að maður eiginlega
hefði orðið þess var að matseld
stæði yfir, skemmtunarinnar af að
ræða við Góu um hvað sem var, og
þó fyrst og síðast alúðarinnar, hlýj-
unnar, vináttunnar. Ekkert af þessu
verður frá manni tekið. Og enn á ég
Ingvar svila minn að, hinn fágaða
fagurkera og kæran vin.
Veri þau öll góðum Guði falin,
Ingvar, Gunnhild María og dreng-
irnir hennar, Kristina og dætur
hennar.
Haraldur Ólafsson.
Góa móðursystir mín var fyrsta
barn ömmu og afa. Hún eignaðist
fjögur systkini, þrjá bræður og loks
systur sem er mamma mín. Það
voru tíu ár á milli systranna. Góa
flutti ung að heiman og settist að í
Svíþjóð en það var alla tíð mjög
kært á milli þeirra systra og litu
báðar svo á að þær ættu þann stað í
hjarta hvor annarrar sem systrum
ber, þrátt fyrir fjarlægð í tíma og
rúmi. Þegar ég kom í heiminn fékk
ég senda nýja, hvíta ferðatösku fulla
af barnafötum og fallegum kjólum
frá Góu. Gjafirnar frá Góu um jól og
á afmælum voru líka sveipaðar
ljóma. Þetta var á þeim tímum þeg-
ar ferðir til útlanda voru fátíðar og
vörur hér á landi aðrar en fengust
þar.
Við heimsóttum Góu og Ingvar oft
þegar ég var barn og ávallt voru
móttökurnar höfðinglegar. Þau
dekruðu við okkur í öllum aðbúnaði.
Okkur þótti það líkast ævintýri að
koma til þeirra, allt var svo fram-
andi og nýtt. Farið var í skemmti-
garðinn Liseberg og Ingvar fór með
okkur systkinin í leiktækin, en þær
systur sátu á bekk og horfðu á og
töluðu saman. Hjá Góu og Ingvari
höfum við síðan átt margar góðar
stundir, fyrst við bróðir minn og for-
eldrar og á seinni árum eiginmaður
minn og börn. Þegar við komum í
heimsókn gengu Góa og Ingvar allt-
af úr rúmi fyrir okkur hjónum og við
vissum eiginlega aldrei hvar þau
lögðust til hvílu. Helst höfum við
verið á því að þau hafi hallað sér í
sófana í stofunni. En það var segin
saga að þegar upp var risið að
morgni hafði Ingvar sett yfir kaffið
og Góa var búin að taka fram kræs-
ingar til morgunverðar. Þannig
minnti andinn sem Góa og Ingvar
sköpuðu á heimili sínu okkur á
gamla íslenska sveitasiði, gestirnir
ganga fyrir.
Húsið þeirra stendur svolítið af-
skekkt og garðurinn er geysistór.
Þar er fánastöng og alltaf þegar von
var á okkur var íslenski fáninn dreg-
inn að húni. Undir fánastönginni
stendur bekkur og borð og þar sát-
um við í góðu veðri en kisan Selma lá
á tröppunum og malaði í sólinni.
Þannig var þetta og svona hélt ég að
það yrði alltaf, hélt að við gætum
rennt í hlaðið með börnin í aftursæt-
inu og sest á bekkinn undir fána-
stönginni og notið samvista við móð-
ursystur mína og fólkið hennar. Nú
er allt breytt. Góa lést eftir skyndi-
leg veikindi að kvöldi 4. nóvember
sl. Mamma talaði við hana í síma
kvöldið áður, þær kvöddust í hinsta
sinn.
Við sáum Góu síðast á Íslandi í
júní í fyrra. Hún kom hingað til
lands með ömmustrákana sína, Edv-
ard og Filip Valdemar til að vera við
brúðkaup og skírn í fjölskyldunni.
Góa var þá lík sjálfri sér, ævinlega
ung og kvik í hreyfingum og vílaði
ekki neitt fyrir sér. Hún fékk að
kveðja hratt og fljótt og þurfti ekki
að líða mikla angist eða kvalir. Fyrir
það ber að þakka. Ég bið Guð að
blessa hana og fjölskylduna sem
hefur misst svo mikið við fráfall
hennar.
Sigríður Ólína Haraldsdóttir.
„Þetta verður allt í lagi.“ Það voru
síðustu orðin sem Góa mælti yfir
hafið heim til Íslands í hinsta símtal-
inu við systur sína, kvöldið áður en
hún dó. Hún var ferðbúin þótt við
sem eftir sitjum eigum erfitt með að
sætta okkur við að hún sé farin.
Góa var alltaf hluti af tilvist okkar
systkinabarna hennar, þótt hún ætti
heima í Svíþjóð. Þegar hún kom í
heimsókn til Íslands með Ingvari og
Gunnhildi var hátíð í bæ. Fjölskyld-
an kom saman og slegið var upp
veislu. Góa var hrókur alls fagnaðar,
talaði hátt og hratt því margt þurfti
að segja og mikið var hlegið. Það var
„dubbel ros“ eins og hún sagði oft,
margföld gleði.
Hún lagði nótt við dag til að njóta
lífsins. Frá á fæti, kvik, með glampa
í augum. Gróður jarðar og fegurð
himinsins heilluðu hana. Ég minnist
þess þegar hún sat flötum beinum í
sólskini, í grasbala á Suðurlandi og
virti fyrir sér Jarlhettur sem bar við
Langjökul og bláan himinn. Þegar
hún dvaldist með okkur Helga og
börnunum við Ísafjarðardjúp í
nokkra daga átti hún ekki orð yfir
fegurð fjallanna og spegilsléttan
sjóinn. Hugurinn leitaði þó alltaf
norður á æskustöðvarnar í Langa-
dal, heim á Æsustaði þar sem hún
sleit barnsskónum, elst í fimm
systkina hópi, þar til ævintýraþráin
og fróðleiksfýsnin kallaði hana út í
heim.
Þar sem Gautelfur greinist við
Kungälv var lengst af heimili Góu og
Ingvars. Þar bjuggu þau í húsi í
skóginum með útsýni yfir ána. Þeg-
ar inn var komið var margt sem á
vissan hátt minnti á heimili afa og
ömmu í Kópavogi þótt vissulega
væri annað með öðrum brag. Alls
staðar voru bækur, myndir, hlutir
með sögu. Það var góður andi í eld-
húsinu, langborð við gluggann og
gamaldags eldavél í horni. Í einni
stofunni var stórt sjónvarp. Útvarp,
sjónvarp og allar bækurnar voru
Góu ótæmandi uppspretta fróðleiks
og skemmtunar. Lífsreynslusögur,
vel orðuð hugsun, skemmtileg frá-
sögn. Allt þetta kunni hún að meta
og dró af því lærdóm. Alltaf að læra
á lífið.
Þegar Góa varð símavinur minn í
útlöndum hafði hún ávallt frá ein-
hverju merkilegu að segja sem hún
hafði nýskeð frétt eða var að velta
fyrir sér. Þyrnirósin frá Þorvaldi
blómstraði í fyrsta sinn í vor og ég
átti endilega að skila kveðju ef ég
sæi Elísabetu á förnum vegi. Hún
vildi fá fréttir af fjölskyldunni, Elínu
Þóru, nöfnu sinni og Gunnari Art-
húri, Helga Má og öllum hinum sem
við þekktum báðar, systkinunum,
mági sínum, mágkonum, systkina-
börnunum og mökum þeirra og
börnum. Hún sagði mér líka stolt frá
sínum. Ingvar nýkominn úr kirkju,
prúðbúinn að vanda og Gunnhildur
og drengirnir nýfarin heim í sveit-
ina.
Henni þótti undurvænt um dótt-
ursynina Edvard og Filip. Í síðasta
sinn sem við hittumst var hún komin
með þá til Íslands til að taka þátt í
hátíðahöldum í fjölskyldunni. Faðm-
lagið var þétt eins og alltaf. Núna sé
ég hana fyrir mér þar sem hún situr
veislubúin. Hún er nýþvegin og
strokin með blik í auga. Í stífstrauj-
aðri hvítri blússu og hefur nælt silf-
urfugl í barminn. Marglit sumar-
blóm í vasa, sólin skín. Það verður
tvöföld rós.
Sigríður Árnadóttir
og fjölskylda.
Elsku Góa, mig langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Ég ákvað að skrifa þér sjálfri eins
og þú værir hér enn, alveg eins og ég
gerði þegar ég sendi þér bréf og
jólakortin góðu. Í þau fóru alltaf
nokkuð langar sögur. Ingvar, Gunn-
hildur og drengirnir hennar, litlu
barnabörnin þín, munu vonandi
njóta þessara orða í þinn stað. Þú
ert hún Góa frænka mín í Svíþjóð.
Þú varst alltaf þar, en þrátt fyrir
það varstu svo náin okkur. Við töl-
uðum alltaf við þig og alltaf um þig
eins og þú værir bara ein af okkur
hér sem búum á Íslandi.
Nú þegar þú ert farin, þá veit ég
að minningin verður sterk og mun
lifa lengi. Þegar við Jón Gunnar
Þóra Gunnarsdóttir
Ekbrand