Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 39

Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 39
bróðir minn vorum lítil þótti okkur mikið til koma að eiga frænku í út- löndum. Ekki var verra að hún bjó í Svíþjóð, þaðan kom líka ABBA og þess nutum við svo sannarlega, þar sem þú sendir okkur svo til allar plöturnar þeirra hver jólin á eftir öðrum. Við eigum þær allar enn. Og mér finnst enn mikið til þín koma og í minningunni streyma geislar frá þér. Þrátt fyrir það að þú sért núna dáin og ég komi ekki til með að hitta þig aftur og finna hversu sterkt og þétt þú tekur utan um mig, þá býrðu í hjarta mér. Ég mun alltaf finna hlýjuna sem streymdi frá þér og ég fann alltaf hvað þér þótti vænt um mig og okkur öll. Við Jón Gunnar eigum auðvitað líka sérstaka minn- ingu um þig og það er sumarið sem við dvöldum hjá þér um nokkurra vikna skeið úti í Kungälv. Í minn- ingunni er dvölin sól og sæla. Ég var 9 ára og Jón Gunnar 12 en við munum þetta allt eins og gerst hefði í gær. Húsið ykkar, garðurinn og skógurinn, hlýjan í eldhúsinu, ny- ponsúpa með þeyttum rjóma svo ég nefni bara fátt eitt. Elsku Góa, við hittumst síðast þegar þú komst í brúðkaupið okkar Benna og skírn Stefaníu Agnesar og Ómars Archers. Það var fyrir rúmu ári. Þú komst til Íslands af þessu til- efni og öllum að óvörum með strák- ana hennar Gunnhildar þinnar með þér. Á þessari stundu hittum við þig síðast, litlu börnin mín Hertha Kristín og Gísli Jón tala enn um það þegar þau hittu Góu frænku í Sví- þjóð og ég veit að hann bróðir minn var líka svo sannarlega glaður að sjá þig. Ég bið Guð í hjarta mér að um- vefja fjölskylduna þína jafn þétt og þú umvafðir mig með þinni hjarta- hlýju og veita Ingvari, Gunnhildi og fjölskyldu hennar styrk í framtíð- inni til að takast á við lífið nú eftir að þú hverfur á braut. Ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir alla gleðina sem þú gafst mér. Þín frænka Sigríður Þrúður. Það var í síðari hluta maí vorið 1940. Bretar höfðu hernumið landið og margir foreldrar í bæjunum höfðu áhyggjur af því að Þjóðverjar kynnu að vilja taka landið herskildi og væru til þess búnir að efna hér til ófriðar. Mörg börn voru í verndar skyni send í sveit. Sá sem þetta skrifar fékk sumarvist hjá móður- bróður sínum séra Gunnari Árna- syni á Æsustöðum í Langadal og konu hans Sigríði Stefánsdóttur. Ferðin norður í Húnavatnssýslu var tímafrekari en nú væri. Fyrst var farin sjóleiðin upp í Borgarnes. Þaðan var farið með rútu, fyrst á Blönduós, þar sem gist var. Morg- uninn eftir var enn lagt upp í bíl- ferð, en í þetta sinn 25 km leið suður Langadal að Æsustöðum. Prests- hjónin höfðu þar búskap, sem lík- lega var meðalbú eins og þau voru fyrir 70 árum. Börnin voru fimm og um sumarið voru fjórir utan fjöl- skyldunnar sem unnu við heyskap og við heimilisstörfin með húsmóð- urinni. Móðir hennar, Þóra Jóns- dóttir prestsekkja frá Auðkúlu, var einnig í heimilinu. Elst barnanna var Þóra, sem nú er látin á heimili sínu í Suður-Svíþjóð og verður jarð- sungin í dag. Hún varð ellefu ára í júní þetta sumar og varð mikil vin- kona mín. Ung hélt hún til Svíþjóð- ar til náms, en ílentist þar, giftist tvívegis, átti börn og þar var ævi- starf hennar. Alla tíð bar hún sterk einkenni ætta sinna hér á landi. Það gerði hana að mörgu leyti óvenju- lega konu. Hún var bæði örlynd og góðlynd, snögg í hreyfingum og skemmtileg. Orð hennar báru vott um hispursleysi og hún var lítt gefin fyrir að hika. Á fullorðinsárum sínum hjálpaði hún síðari manni sínum við að reka bókabúð og var þá sagt, að það hefði verið nokkur vafi, að hann hefði tek- ið skynsamlegt ráð, þegar hann fékk hana til þessa, því að hún ætti til að gefa bækurnar fremur en selja. Þóra hélt góðu sambandi við fjöl- skyldu sína á Íslandi og kom hingað oft. Dæmi um umhyggjusemi henn- ar og góðvild er að hún kom til landsins, þegar hún fékk fréttir af veikindum föður síns, þegar hann hafði náð háum aldri, og hjúkraði honum uns hann lést. Nú þegar hún liggur á líkbörum í fjarlægð verður mér, höfundi þessara fátæklegu minningarorða, ljóst að samband okkar rækti ég ekki eins vel og skyldi. Það hefði verið mér til gleði og góðs í allan máta. En þó á ég minningarnar frá liðnum árum, einkum löngu liðnum árum, sem eru til að auka reynslusjóðinn og það sem yljar í ellinni. Blessuð sé minn- ing Þóru Gunnarsdóttur Ekbrand. Þór Vilhjálmsson. Látin er í Kungälv Þóra Gunn- arsdóttir Ekbrand. Eftir stutta sjúkdómslegu kvaddi hún þennan heim með sína nánustu og íslenskan prest sér við hlið. Að síðasta bænin hafi verið beðin á íslensku skipti máli því þó að Þóra hafi fyrir löngu skotið rótum á vesturströnd Sví- þjóðar var hún alla tíð jafn íslensk og hún var þann dag er hún fyrst leit dagsins ljós á Íslandi. Hver hóll, hver þúfa, hvert engi og hver vík á þeim slóðum þar sem Þóra í hálfa öld hljóp við fót er þrungin sögu- legri spennu. Á hinni gömlu Kongahellu hittust menn á tímum Snorra. Sigríður stórráða mun hafa siglt blaðskell- andi niður Norðurelfina á fund ást- mannsins Ólafs Tryggvasonar ein- mitt þar sem horft er út um gluggann í háreista rauða húsinu í Bergheimi þeirra Þóru og Ingvars. Heimili þeirra, á miðri reiðleið kóngsins sem fór að finna brúði sína í turninum í kastalanum við Ragn- hildarhólma er eins og allar þessar gömlu sögupersónur hafi lifandi komið þar við, skilið þar eftir spak- mæli, sögur og notið gestrisni þeirra og umhyggju. Þóra Gunnarsdóttir kom ung til Kungälv og stundaði nám við Nor- ræna Lýðháskólann þar. Frumherj- arnir Carin Cederblad, Carl Gul- dagger og Altvalt-hjónin urðu hennar bestu vinir, að ég minnist nú ekki á sambandið við Magnús Gísla- son og Brittu, konu hans. Fram að þessum tíma hafa þær Þóra og Britta talað saman á hverjum ein- asta degi. Leshringir og bókaklúbb- ar voru þeirra ær og kýr. Bóka- messan í Gautaborg verður ekki svipur hjá sjón eftir að þessar tvær vinkonur koma ekki lengur þangað saman, en þær misstu aldrei af henni og var oft erfitt að koma því við að vera á tveimur fyrirlestrum í einu. Þegar ég kom fyrst til þessa ynd- islega bæjar til lengri dvalar var Þóra sjálfkjörin bókadrottning í einhverri frumlegustu bókabúð sem um getur. Fyrst var gengið inn í gallerí, og þar fyrir innan var öllum helstu bókmenntaverkum raðað upp undir rjáfur. Við stórt skrifborð sat hún með samovar á borðinu og gesti handan þess. Oftast voru það nú hinir sem töluðu því þó að Þóra hefði meira en nóg frá að segja kunni hún listina að hlusta. Á eynni Læsö fyrir utan Jótlandsstrendur áttu þau sína paradís. Þau Þóra og Ingvar hjálpuðu og glöddu íslenska nemendur við Lýðháskólann alla tíð og eru margir sem líta til baka með þakklæti í huga. Þóra var listræn og næm á umhverfi sitt og með dóttur minni fór hún á margar listasýningar og reyndust þau hjónin henni sem bestu foreldrar þá er hún var í skól- anum fyrir nokkrum árum. Eins þótti mér ofurvænt um að hún skyldi koma í afmælið mitt hér fyrir þremur árum. Kveðjur með fréttum af afdrifum íslensku rósar- innar sem blómstraði í garði hennar yljuðu alltaf. Þá er við síðast töluðum saman var samtalið gott langt og skemmti- legt þó að umræðuefnið væri al- vöruþrungið í bland. Sorgin og söknuðurinn er mikill en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hennar og kærleika óslitið í meira en 36 ár. Við Valli og börnin sendum þeim Gunn- hildi, Ingvari og drengjunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Takk fyrir allt. Elísabet Brekkan. Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 ✝ Pálína Ragn-hildur Bene- diktsdóttir fæddist á Efra-Núpi í Mið- firði í Vestur- Húnavatnssýslu 21. júlí 1925. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 20. nóvember síðast- liðinn. Pálína Ragnhildur var elsta barn hjónanna Ingi- bjargar Guð- mundsdóttur frá Svertingsstöðum og Benedikts Líndal bónda og hreppstjóra á Efra-Núpi. Systkinin á Efra- Núpi voru átta talsins, en þau eru auk Pálínu Ragnhildar; Skúli sem er látinn, Guðrún, Hjördís, Brynhildur, Sigríður, Alda og Ketilríður. kvæntur Margréti Baldvinu Ara- dóttur, búsett í Eyjafjarðarsveit og Ragnhildur, f. 28. oktober 1967, gift Alfreð Garðarssyni en þau eru búsett í Grímsey. Af- komendurnir eru 24. Pálína Ragnhildur ólst upp hjá foreldrum sínum á Efra- Núpi en árið 1944 hóf hún störf hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga, veturinn 1945-1946 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Blöndu- ósi. Haustið 1946 flutti Pálína Ragnhildur til Reykjavíkur og vorið 1947 fluttu þau hjónin að Melstað í Miðfirði og tóku þar við búi af sr. Jóhanni Briem. Pálína Ragnhildur og Hjalti bjuggu í 7 ár á Melstað en árið 1954 keyptu þau Hrafnagil í Eyjafirði í félagi við Zóphonías bróður Hjalta og árið eftir keyptu þau hans hlut. Þau hættu búskap á Hrafnagili árið 1989 og í september árið 2000 flutti hún á Dvalarheimilið Hlíð. Útför Pálínu Ragnhildar verð- ur gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ásta giftist hinn 29. mars 1947 Jó- hanni Hjalta Jós- efssyni frá Berg- stöðum, f. 28. maí 1916, d. 10. maí 2007. Hann var son- ur hjónanna Þóru Guðrúnar Jóhanns- dóttur og Jósefs Jó- hannessonar. Pálína Ragnhildur og Hjalti eignuðust 5 börn, en þau eru; Bergur, f. 20. febr- úar 1948, kvæntur Guðrúnu Júlíu Haraldsdóttur. Þau eru búsett í Reykjavík. Þóra Guðrún f. 18. maí 1951, gift Sigurjóni Hilmari Jónssyni, búsett á Akureyri. Ingibjörg f. 21. maí 1953, gift Þorsteini Pét- urssyni, búsett á Egilsstöðum. Benedikt f. 11. ágúst 1962, Mig langar til að minnast tengdamóður minnar, Pálínu á Hrafnagili. Fyrstu kynni mín af henni voru þegar ég fór í heima- vistarskólann á Hrafnagili vetur- inn fyrir fermingu. Þá var Pálína að vinna í eldhúsinu þar og talaði hún stundum við mig og sagðist vorkenna okkur Grímseyingunum að þurfa að fara svona ung að heiman. Síðan kynntist ég henni aftur þegar við Gagga fórum að stinga saman nefjum en þá var ég á Dal- vík að læra skipstjórn. Hún tók mér alltaf vel og reyndi að fá mig til að hætta þessu sjóbrölti og ef ég vildi verða bóndi þá skyldu þau hjónin hjálpa okkur að eign- ast jörð. Ekki lét ég segjast og fluttum við Gagga út í Grímsey vorið 1987. Fyrstu jólin í nýja húsinu í Grímsey komu þau Pál- ína og Hjalti og var þá oft glatt á hjalla, fyrsta barnið fætt og hafði Pálína ráð undir rifi hverju og leiðbeindi okkur hvað væri barninu og okkur fyrir bestu. Oft komum við í Hrafnagil og þá var ætíð haldin veisla. Nóg var haft á borðum því Pálínu var mikið í mun að allir fengju nóg að borða. Hún var mikill skörungur, sinnti heimilisstörfum af miklum myndarbrag og gestagangur var mikill á Hrafnagili. Oft voru aukamenn þar í mat og kaffi. Einnig vantaði ekki kraftinn í hana í fjósverkum sem og öðrum störfum. Veturinn 1995 lamaðist Pálína og náði hún aldrei að jafna sig á þeim veikindum. Það var erfitt að sjá að þessari duglegu konu væri kippt út úr daglegu amstri lífsins og gat hún auðvitað aldrei sætt sig við sitt hlutskipti. En alltaf var hún í sambandi við okkur og flesta daga töluðu þær mæðgur saman. Vorið 2007 lést Hjalti og sagði Pálína mér stuttu seinna hve sárt hún saknaði bónda síns, enda bú- in að hnalla saman í yfir 60 ár. Ég efast ekki um að Hjalti hef- ur tekið á móti Pálínu og verið með fína sparihattinn sinn, en hann hafði hann ætíð á höfðinu þegar hann heimsótti hana síð- ustu árin er hún átti í sínum veik- indum. Ég bið góðan guð um að varð- veita þessi heiðurshjón, Pálínu og Hjalta frá Hrafnagili. Alfreð Garðarsson. Nú hefur kær amma mín kvatt eftir erfið veikindi í rúmlega þrettán ár. Í huganum geymi ég minninguna um ömmu eins og hún var áður en hún veiktist, hress, ákveðin og með skoðanir á flestum hlutum. Í tvö ár var ég mikið á Hrafnagili hjá ömmu og afa og það var aldrei nein logn- molla á þeim bænum, alltaf marg- ir í kringum þau og mikið um að vera. Þegar ömmu ofbauð lætin í okkur krökkunum ávítaði hún okkur með orðunum: hættið þess- um skrækjum, en oftar tók hún mig í fangið og kallaði mig gullið sitt. Aldrei leið sá dagur að ekki rækju inn nefið einn eða fleiri, sumir með erindi varðandi bú- skapinn, aðrir litu bara inn, vit- andi að vel yrði tekið á móti þeim með kaffi, kökum og líflegum samræðum. Amma gekk jafnt til verka úti og inni og eftir á að hyggja held ég að hún hafi notið sín betur við skepnustúss og önn- ur útiverk en eldhúsverkin. Þeg- ar henni fannst einhver áríðandi verkefni vera að dragast á lang- inn, gekk hún oft í þau sjálf og hóaði þá í nærtæk barnabörn sér til aðstoðar. Drífa sig og ekki gefast upp var hennar aðall, eins og sést vel á frásögn úr barn- æsku ömmu, sem ég heyrði frá einhverri ömmusysturinni. Sagan var á þá leið að einhverju sinni hefðu hún og Gunna systir henn- ar farið í reiðtúr að gömlu eyði- býli uppi í heiðinni. Þar rákust þær á tvo hrúta sem voru fastir saman á hornunum. Amma lét Gunnu systur sína hjálpa sér að velta öðrum hrútnum kollhnís yf- ir hinn og tókst þannig að losa þá. Menn sögðu að ef hrútar fest- ust saman með þessum hætti, þyrfti að saga hornin af þeim til að losa þá. Eftir að við Siddi stofnuðum heimili heimsóttum við afa og ömmu oft og fengum alltaf góðar viðtökur sem geymast í minning- unni. Að leiðarlokum þakka ég ömmu fyrir allt og veit að það hafa orðið fagnaðarfundir með þeim hjónum. Trúlega hefur fyrsta verk þeirra verið að leggja á og þeysa út á slétturnar. Þín nafna, Pálína Austfjörð. Vorboðinn, var ég kallaður í hvert sinn sem ég kom í sveitina til ömmu og afa. Skilaboðin voru þau að þegar ég væri kominn þá væri sumarið loksins komið. Á mínum yngri árum fór ég hvert einasta sumar til ömmu og afa í sveitina. Ég var varla búinn að skrifa síðasta stafinn í vor- prófunum þegar ég lagði af stað. Lærdómurinn og sú þekking sem ég öðlaðist var með ólíkindum, grundvallaratriðið var að geta staðið á eigin fótum og klárað það verk sem manni var falið. Aldrei kom maður að tómum kof- unum hjá ömmu. Alltaf vissi hún svörin við þeim spurningum sem maður hafði. Hverja einustu kú þekkti hún með nafni og númeri, ekki nóg með það, heldur vissi hún einnig undan hverjum og hver afkvæmi þeirra voru. Fyrir þennan tíma er ég ávallt þakk- látur. Á fyrrihluta sveitatíma míns sá amma alltaf um matinn, sem var mjög góður. Eitt sinn móðgaði ég móður mína mjög, en þá spurði hún hvernig mér fyndist matur- inn hennar. Svarið var einfalt, „það er betri matur í sveitinni, þar fær maður alltaf graut í eft- irrétt“. Þetta segir allt sem segja þarf um góða matinn hennar ömmu. Kæra amma, takk fyrir allt það sem þú gafst mér. Þinn Haraldur (Haddi). Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minning- argreinar ásamt frekari upplýs- ingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan út- förin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.