Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 42

Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Sjálfstæðisfélag Kópavogs Laugardagsfundur í Kópavogi Laugardaginn 28. nóvember verður Ármann Kr. Ólafsson, alþingismaður, gestur á laug- ardagsfundi hjá Sjálfstæðis- félagi Kópavogs. Fundurinn hefst kl. 10.00 í félagsheimili sjálfstæðisfélagsins að Hlíða- smára 19. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Ármann mun meðal annars fara yfir breyttar forsendur fjárlagafrumvarpsins og stöðuna sem komin er upp í samfélaginu. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Stjórnin. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hafnarbraut 15, kælig. lager 08-0101 (215-4892) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. þ.b. Krækir-fiskverkun ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 4. desember 2008 kl. 11:00. Aðalstræti 64, einb. 02-0101 (229-5686) Akureyri, þingl. eig. Baldur Ólafur Baldursson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Reykjavíkur og nágr, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 09:30. Hafnarbraut 11, fiskverkun 01-0101 (226-1795) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. þ.b. Krækir-fiskverkun ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 4. desember 2008 kl. 10:00. Hafnarbraut 11, iðn. 01-0201 (230-5328) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. þ.b. Krækir-fiskverkun ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtu- daginn 4. desember 2008 kl. 10:15. Hafnarbraut 15, iðn. 04-0201 (230-5330) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. þ.b. Krækir-fiskverkun ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtu- daginn 4. desember 2008 kl. 10:30. Hafnarbraut 15, iðnaðarh. 04-0101 (215-4891) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. þ.b. Krækir-fiskverkun ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 4. desember 2008 kl. 10:45. Hafnarbraut 7, iðn. 07-0101 (215-4882) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. þ.b. Krækir-fiskverkun ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtu- daginn 4. desember 2008 kl. 11:15. Hafnarbraut 7, iðn. 07-0204 (230-5327) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. þ.b. Krækir-fiskverkun ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtu- daginn 4. desember 2008 kl. 11:30. Hafnarstræti 81 íb. 01-0101 (214-6930) Akureyri, þingl. eig. Sveinn Þórðarson, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, miðvikudaginn 3. desem- ber 2008 kl. 10:00. Jódísarstaðir eignarhl. land 187935 (215-9019) Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Valgerður Lilja Daníelsdóttir, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 15:00. Kjalarsíða 14-16-18 íb. 16F 01-0206 (214-8281) Akureyri, þingl. eig. Enikö Reynisson og Pétur Ingimar Reynisson, gerðarbeiðendur BYR sparisjóður, útibú 1145 og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 3. desem- ber 2008 kl. 10:30. Langamýri 18, íb. 01-0101 (214-8614) Akureyri, þingl. eig. Inga Lára Si- gurjónsdóttir og Gunnar Ingi Árnason, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 09:00. Melasíða 2F íb. 01-0204 (214-9054) Akureyri, þingl. eig. Árni Þórhallur Leósson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Ríkisútvarpið ohf og Spa- risjóður Skagafjarðar, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 11:00. Sognstún 4, einb. (215-5236) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Guðbjörg Lára Ingimarsdóttir og Kristján Rúnar Kristjánsson, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Íbúðalánasjóður og Saltkaup hf, fimmtudaginn 4. de- sember 2008 kl. 12:00. Torfufell, eignarhl. lnr. 152819, jörð (215-9752) íb. (215-9756), Eyja- fjarðarsveit, þingl. eig. Víðir Ágústsson, gerðarbeiðandi Byko hf, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 13:30. Ytra-Holt, Hringsholt-hesthús, 01-0124 (215-4602) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. SS eignarhaldsfélag ehf, gerðarbeiðandiTrygginga- miðstöðin hf, fimmtudaginn 4. desember 2008 kl. 12:30. Öldugata 21, íb. 02-0101 (215-6662) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Þór Heiðarsson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 4. desember 2008 kl. 13:15. Sýslumaðurinn á Akureyri, 27. nóvember 2008. Halla Einarsdóttir, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Funafold 54, 204-2408, Reykjavík, þingl. eig. Sigurjón H. Valdimars- son, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur, Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. ogTollstjóraembættið, þriðjudaginn 2. desember 2008 kl. 11:00. Kleppsvegur 126, 201-8207, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Giedrius Navickas, gerðarbeiðendur Borgun hf., Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda ogTollstjóraembættið, þriðjudaginn 2. desember 2008 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 27. nóvember 2008. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.  Djúpadalsvegur – frá Vestfjarðavegi á Hallsteinsnesi til Djúpadals, Reykhólahreppi  Endurnýjun starfsleyfis Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 29. desember 2008. Skipulagsstofnun. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ólafsvegur 20, Ólafsfirði, fastanr. 215-4253, þingl. eig. Jóhann Þór Elísson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 2. desember 2008 kl. 12:00. Norðurgata 4a, Siglufirði, fastanr. 213-0774, þingl. eig. Eylendur ehf., gerðarbeiðandi AFL-sparisjóður, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 13:00. Túngata 25, Siglufirði, fastanr. 228-3527, þingl. eig. Aðalbjörg Sigur- rós Vigfúsdóttir, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 13:30. Aðalgata 30, Siglufirði, fastanr. 213-0092, þingl. eig. EBÍ ehf., gerðar- beiðendur Ingólfur Sigurðsson, (Spútnik) og Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda, miðvikudaginn 3. desember 2008 kl. 13:45. Eyrargata 24, Siglufirði, fastanr. 229-8953, þingl. eig. Siglósport ehf. gerðarbeiðendur Icetransport ehf. og Sýslumaðurinn á Siglufirði, miðvikudaginn 3. desember kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 27. nóvember 2008. Ásdís Ármannsdóttir. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Elsku Kristinn. Nú þegar við kveðjumst hinsta sinni, koma fram minningar um fæðingu drengs sem varð allra hugljúfi strax við fyrstu kynni. Þú varst hláturmildur grallari og duglegur. Minningin um ykkur bræð- ur úti í leik, nánast alltaf saman við hverskyns uppgötvanir og bardús. Sársaukafull minning um slys er varð þess valdandi að möguleikar þín- ir til að njóta lífsgæða á við aðra skertust verulega. Gleðitilfinning er gagntók okkur er fullvíst var að þú myndir lifa af. Minn- ing um langar setur á Barnaspítala Hringsins fyrstu mánuðina eftir slys- ið þar sem nærveran við þig veitti huggun og styrk ásamt mörgum gleðistundum er okkur fannst við Kristinn Kolbeinsson ✝ Kristinn Kol-beinson fæddist í Reykjavík 27. maí 1987. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kolbeinn Sigmunds- son vélstjóri og Hólmfríður Hall- dórsdóttir mat- artæknir. Systkini Kristins eru Þor- grímur, f. 8. maí 1985, og Hulda, f. 9. maí 1995. Útför Kristins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. uppgötva lítillega breytingu til bata. Heimsóknir til þín heim í Grundarfjörð og síðar á heimili þitt í Álftarimanum á Sel- fossi með vinum þín- um, Ragnari Bjarka og Jóa, sem síðar fluttu með þér í sambýlið við Birkimörk í Hvera- gerði þar sem þér var búið yndislegt heimili. Að fá að fylgjast með þér gegnum gleði og sorgir lífsins eru okkur forréttindi ásamt því að fá að kynnast því hve yndisleg og samhent föður- fjölskylda þín var og reyndist þér sterk stoð alla tíð. Systkini þín hafa líka verið óþreytandi við að sýna þér áhuga og ástúð í ríkum mæli. Þá er ekki síður gott að hafa fengið að kynnast öllu því fjölmarga starfs- fólki sem komið hefur að hjúkrun þinni, umönnun og stuðningi gegnum tíðina sem þakka ber fyrir. Þar hefur mest borið á kvenfólki enda heilluðust allar stúlkur – á öllum aldri af þér og öfunduðu þig margar af fallegu augunum þínum og löngu dökku augnhárunum. Þú varst með góða nærveru og naust félagsskapar og snertingar alla tíð. Oft sýndir þú ótrúlegan styrk og kraft í miklum veikindum og varst ekki á því að gefa neitt eftir. Þó kom að því að lokum að við ofurefli var að etja og við sáum að nú styttist í þess- ari jarðvist þinni. Þú kvaddir hljóð- lega og æðrulaust í faðmi foreldra og systkina þinna sem alla tíð hafa sýnt þér einstaka elsku og vinsemd. Þau hafa sýnt ótrúlegan styrk í þessum veikindum þínum og brottför. Við amma og afi á Leiðarenda kveðjum þig, elsku drengur, í þeirri vissu að þú sért á betri stað og hvílir í Guðs friði. Halldór Sigurðsson, Hulda Sigurvinsdóttir. Elsku Kristinn, við söknum þín all- ar sem höfum þekkt þig bæði lengi og stutt. Aldrei gleymum við fallega brosinu þínu og ljúfa faðmlaginu, þó stundum færum við ekki varhluta af því að þú nýttir þér oft tækifærið og togaðir í hár okkar, þá ljómuðu fal- legu augun þín. Þú varst staðfastur og viss á skoðunum þínum og dugleg- ur að láta þær í ljós. Var það áberandi þegar kom að tónlistarvali að þú lést alls ekki bjóða þér að hlusta á hvað sem var. Reyndum við eftir fremsta megni að tileinka okkur hvað þér lík- aði en stundum þurftir þú, eins og við hin, að láta þér líka annað en þér gott þótti og mátti þá vel sjá hversu miklu æðruleysi þú bjóst samt yfir. Kristinn, nú ert þú kominn á betri stað þar sem við vitum að vel verður tekið á móti þér. Kæri vinur, hvíl í friði. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðmundsson.) Elsku Hólmfríður, Kolbeinn, Þor- grímur, Hulda og aðrir aðstandend- ur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Hjartans kveðjur, Allir í Birkimörk. Elsku vinur okkar og barnabarn. Nú ert þú farinn í æðri heima og hug- ur okkar fylgir þér þangað. Við vitum að þar hefur verið tekið vel á móti þér. Minningarnar streyma fram í hug- skotið. Bæði erfiðar og gleðilegar. Ein okkar fyrsta minning um þig er hvað þú varst stór og kraftmikill, ungur drengur. Á fyrstu árum ævi þinnar bjuggum við ekki í sama byggðarlagi, nema að litlu leyti, svo að samverustundir okkar urðu frem- ur strjálar. Þegar við hugsum um þig þá er sterkasta tilfinningin hvað þú gafst mikið frá þér þegar þú varst með okk- ur. Þá kemur einnig upp í hugann ferð okkar til Ísafjarðar. Lína frænka þín og fjölskylda hennar, buðu okkur að koma og tóku vel á móti okkur. Við fórum saman í flugvél vestur og þú naust ferðarinnar í botn í góðu veðri. Þú fékkst að gista í stofunni hjá Línu og það var greinilegt að þér fannst gaman að vera í hringiðu fjölskyldu- lífsins allan sólarhringinn. Heyra raddirnar og finna kærleikann. Okk- ur fannst gott að vera saman. Við fór- um í gönguferðir, kúrðum í gamla hornsófanum og slökuðum á. Þú varst nú ekki allt of ánægður þegar við skiptum um sófa. Að sofa undir trénu, bakvið hús, var yndislegt og að hlusta á þytinn í laufinu. Baðferðirnar voru ánægjuaukandi. Þú skríktir og busl- aðir og við skemmtum okkur konung- lega. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku vinur, takk fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Við munum þig. Amma og afi í Grindavík, Ingibjörg og Sigmundur. Ég man eftir því þegar Krist- inn kom og ég fékk að fara upp í sjúkrarúmið hjá honum. Það var á Ísafirði þegar hann, amma og afi komu í heim- sókn. Ég skemmti mér vel með honum. Kristinn fór í klippingu hjá Villa rakara sem rakaði mig oft. Ég fór í göngutúra með honum frænda mínum og það var gaman. Stefán frændi. Í dag kveðjum við vinnu- félaga okkar Kristin Kol- beinsson. Við söknum þín og minnumst allra góðu stund- anna sem við áttum saman. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guð blessi þig og veri með þínum nánustu. Kveðja, vinnufélagar á Viss, vinnu- og hæfingarstöð. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.