Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BLEIKJUSTOFNINN í Elliðavatni stendur höllum fæti og sjúkdómur sem greindist í bleikju í vatninu í haust eykur enn á áhyggjur af stofn- inum. Sérfræðingar á rann- sóknadeild fisksjúkdóma á Keldum og Veiðimálastofnun vinna nú að undirbúningi á viðamiklum rann- sóknum í Elliðavatni og fleiri vötn- um þar sem bleikjustofninn hefur hopað síðustu ár. Unnið verður eftir þeirri rannsóknaáætlun næsta sum- ar. Sjúkdómurinn nefnist PKD (e. Pro- liferative Kidney Disease) og veldur sýkingu í nýrum fisksins. Allir lax- fiskar eru næmir fyrir sjúkdómnum, sem hefur ekki áður fundist á Ís- landi. „Ég get ekki neitað því að þetta er alvarlegur sjúkdómsvaldur, sér- staklega í regnbogaeldi, en þekk- ingin á villtum stofnum er takmörk- uð,“ segir Árni Kristmundsson, fisksjúkdómafræðingur á rann- sóknadeild fisksjúkdóma. „Í eldinu geta afföllin verið 30-90% þar sem sjúkdómsins verður vart og dæmi eru um talsverð afföll á villtum stofnum, en rannsóknir þar eru skemmra á veg komnar,“ segir Árni. Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma, segir að sjúkdómurinn hafi fyrst verið greindur í Noregi upp úr 1972. Hann hafi slegið veru- lega á stofna bleikju og urriða í norskum ám og um 70 vötnum og vatnasvæðum. Mikill afföll af yngri fiski Eins og áður hefur komið fram reyndust þrjár bleikjur af átján vera sýktar við rannsókn í Elliðavatni í haust. Ekki aðeins báru þær sýk- ilinn, heldur voru þær orðnar sjúkar. Ekki er vitað hvort þetta hlutfall má yfirfæra á bleikjustofninn í vatninu í heild en þessar bleikjur voru veiddar í net. Talið er að afföll verði sér- staklega mikil af yngri fiski. Það er einnig stofnabundið hve næmir þeir eru fyrir sjúkdómnum. Hitastig vatnsins er sett í sam- hengi við útbreiðslu sýkinnar, en fiskar verða ekki sjúkir fyrr en hita- stig hefur náð 12-15 gráðum. Hita- stig Elliðavatns hefur hækkað mikið á síðustu áratugum. Í vatninu er mosadýr sem er millihýsill fyrir ein- frumunginn sem veldur PKD. Þetta smásæja dýr finnst aðeins í nýrum (blóðdálki) fisks og fiskurinn er á engan hátt hættulegur mönnum. Guðni Guðbergsson, sérfræðingur hjá Veiðismálastofnun, segir að bleikjan í Elliðavatni hafi ekki náð sér á strik og séu fáar bleikjur í vatninu. Veiðimálastofnun hafi tekið sýni þar árlega frá árinu 1988. Urriðastofninn virðist vera svip- aður yfir þetta tímabil, en frá því í kringum 1990 fækkaði jafnt og þétt í bleikjustofninum fram til aldamóta. Ekki má hrapa að ályktunum Frá árinu 2000 hafi bleikjur í vatn- inu verið mjög fáar. Á sama tíma hafi bleikju einnig fækkað í Hafravatni og Vífilsstaðavatni og þar hafi verið talsvert kaldara en í Elliðavatni. Því þurfi að kanna hvort þessi fækkun bleikju í vatninu tengist hlýnun. Sú tilgáta sé ágæt, en varast beri að hrapa að ályktunum, segir Guðni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rannsóknir Í Elliðavatni hefur bleikjustofninn hopað á síðustu árum og verður rannsakað hvað veldur, en hækkað hitastig sem auðveldar sjúkdómum leið er meðal líklegra skýringa. Myndin er tekin við vatnið í vetrarstillu í vikunni.                                          !" Viðamikil bleikjurannsókn  PKD-nýrnasýk- ing í Elliðavatni  Alvarlegur sjúkdómsvaldur STJ’ORN Starfsmannafélags Kópa- vogs hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga. Samningurinn felur í sér framlengingu og breytingu á eldri samningi og er byggður á sama grunni og önnur starfs- mannafélög hafa verið að skrifa undir við Launanefnd sveitarfé- laga. Farið var yfir samninginn á fundi með trúnaðarmönnum í gær. Stefnt er að því að kjósa um hann á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Samið um laun í Kópavogi KORNRÆKT gekk vel í Horna- firði í sumar og hafa kornakrar stækkað og fjölgað úr um 100 hekturum í 150 ha. og nýir korn- ræktendur bæst við. Á vefnum hor- nafjordur.is er haft eftir Grétari Þor- kelssyni hjá Búnaðarsam- bandinu að hey séu mikil og góð eftir sumarið og ásetningur hjá sauðfjárbændum er heldur meiri. Þórey Bjarnadóttir hjá Bún- aðarsambandinu segir að fram- undan sé annatími hjá sauð- fjárbændum, verið er að rýja féð, meta ullina og koma henni til Ís- tex þar sem ullin er þvegin og unnin. Skráðir sauðfjáreigendur í sýsl- unni eru um 40 og sá sem státar af stærsta fjárhópnum er með um 1.200 kindur. Hrútaskráin er ný- komin út og segir Þórey að á þessum tíma sé hún mest lesna bókin meðal sauðfjárbænda enda fengitíminn framundan. Annatími hjá sauð- fjárbændum Á heimasíðu Náttúru- fræðistofnunar Kópavogs er fjallað um bleikjustofninn í Elliðavatni undir fyrirsögninni Nýrnaveiki og loftslagshlýnun. Þar segir meðal annars: Eðlilega vakna margar spurningar í kjöl- far þessa fundar. Þar á meðal af hverju PKD−sýking skjóti fyrst upp kollinum nú. Enda þótt full- snemmt sé að staðhæfa nokkuð í þessum efnum er ekki útilokað að hlýnun Elliðavatns eigi hér sök að máli... Einnig segir þar: Erlendis er vel þekkt úr laxfiskaeldi að sjúk- dómurinn tengist vatnshita en hástig sýkingar og mest afföll verða fyrst og fremst síðsumars þegar vatnshiti nær hámarki, iðulega á bilinu 15−18 °C. Gjarn- an er miðað við að neðri hita- stigsmörk á PKD−faraldri séu við 15 °C. Síðar í umfjölluninni segir: Flest bendir því til að fækk- unina í bleikjustofni Elliðavatns megi rekja a.m.k. að hluta til of hás vatnshita. Neikvæð áhrif óhagstæðs vatnshita á bleikju geta m.a. falist í vaxtarrýrnun, lélegri þroskun hrogna, minni sjúkdómsvörnum og auknum líkum á dauðsföllum. www.natkop.is Tengist vatnshita ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Skíðapakkar 20% afsláttur Skíðadeildin er í Glæsibæ HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Jólatilboð Norskir eðal plastbátar. Sterkir, stöðugir og ósökkvanlegir SJÁLFSTÆÐISMENN undirbúa nú Evrópu- og gjaldmiðilsumræðu landsfundarins, sem haldinn verður í janúar. Meðal annars hefur flokkurinn fengið þá Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Ársæl Valfells, lektor í við- skiptafræði við sömu stofnun, til þess að framkvæma úttekt á mögu- leikum Íslendinga í gjaldmið- ilsmálum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ársæll hlutverk þeirra Gylfa að taka saman upplýsingar um hvern kost fyrir sig, sem innlegg í um- ræðuna á landsfundi. onundur@mbl.is Gera úttekt fyrir landsfund
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.