Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 27
Fréttir 27INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Önnur bókin í ritröð um íslenskar laxveiðiár Fæst hjá útgefanda og á öllum helstu bóksölustöðum. Langá á Mýrum Óskabók veiðimanna, hvort sem þeir eru þaulreyndir eða að feta sín fyrstu spor í veiðikúnstinni. Ein glæsilegasta bók síðari ára um veiðiár. Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson lýsir veiðistöðum af þekkingu og kryddar lýsingar sínar sögnum af skemmtilegum mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessari á í gegnum tíðina. Gullfallegar myndir Einars Fals Ingólfssonar gæða bókina enn frekara lífi. Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík Sími 563 6000 – www.litrof.is ÓSKABÓK VEIÐIMANNA Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar og fróðleiks í að- draganda jóla og mögulegt að næra skilningarvitin með ýmsum hætti. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 18 dagar til jóla AÐVENTUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands fara fram í dag klukkan 18 í íþróttahúsi Gler- árskóla. Þar koma fram einsöngvararnir Dízella Lár- usdóttir og Jóhann Smári Sævarsson, auk Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Siguðarson leikur einleik á trompet. Er þetta hluti af dagskrá Aðventuævintýris. Það verður ljúf stemning í Listagilinu með opnun sýn- inga í galleríum. Í kvöld verður hljómsveitin Sprengju- höllin með útgáfutónleika á Græna hattinum. Á Minjasafninu gefst kostur á að skoða gamalt jóla- skraut og jólasveinarnir taka lagið á svölunum sem gjarnan eru kenndar við KEA í dag kl. 15. Á morgun verður svo hægt að skera út laufabrauð á Öngulsstöðum (skráning á hrefna@ongulsstadir.is), smakka jólaísinn hjá Holtsels- bændum, koma við í Leikfangasmiðjunni Stubbi og svo í Laugarborg og fá sér af kökuhlaðborði. Í Gamla bænum í Laufási verður frá klukkan 13.30- 16 hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Aðventuævintýrið á Akureyri KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ á Ísafirði kemur í aðventuheimsókn í Þjóð- menningarhúsið á morgun, sunnu- dag, og sýnir tvo brúðuleiki sem byggðir eru á ævintýrinu um Dim- malimm annars vegar og hins veg- ar sögum af íslensku jólasvein- unum, hvorttveggja í leikgerð og flutningi Elfars Loga Hannessonar og samstarfsmanna hans vestra. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. Leikurinn um Dimmalimm verður sýndur kl. 14.00 og sýningin Jólasveinar Grýlusynir hefst kl. 16.00. Dimmalimm og jóla- sveinarnir í borginni Dimmalimm Saga Muggs um Dimmalimm á alltaf erindi við fólk. Hljóðfæra- húsið stend- ur fyrir opn- um trommu- hring í verslun sinni í Síðumúla í dag kl. 14. Núna þegar skammdegið er að taka öll völd og jólastreitan í þann veginn að ná tökum á okkur er tilvalið að setjast saman og tromma frá okkur áhyggjur og angur. Karl Ágúst Úlfsson stjórn- ar hringnum. Nóg af hljóðfærum verður á staðnum, en þeir sem vilja mega gjarnan koma með sín- ar eigin trommur eða áslátt- arhljóðfæri. Ætla að tromma áhyggjurnar burt MARKAÐUR helgaður ís- lenskri hönnun, handverki og nytjalist hefur verið opnaður í sal við hlið Heklu á Laugavegi. Í boði verða einnig ýmsar uppá- komur og afþreying fyrir börn og fullorðna. Markaðurinn verður opinn síð- ustu þrjár helgarnar fyrir jól. Hægt er að skoða allt um mark- aðinn á www.markadur.blog.is. Desembermarkaður TÓNLIST, myndlist og íslensk hönnun er með- al þess sem hægt verður að nálgast á jólabasar Kling og Bang, Hverfisgötu 42 í dag milli kl. 12 og 20. Í tilefni þess að íslensk hönnun er jóla- gjöfin í ár mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín á basarnum. Þetta er skemmtileg blanda af vöruhönn- uðum, fatahönnuðum og grafískum hönn- uðum. Margir af hönnuðunum bjóða upp á vöru sem ekki hefur verið til sölu áður. Einnig munu einhverjir hönnuðanna þennan eina dag selja vörur sínar á betra verði en gengur og gerist. Meðal þátttakenda eru Áróra, fatahönnun og Eygló, fatahönnun. Kling og Bang gallerí býður upp á myndlistarverk eftir ýmsa listamenn. Tónlist er ekki undanskilin á jólabasarnum og munu hljómsveitir á vegum Kimi records spila og selja plötur sínar. Þá verður boðið upp á veitingar. Jólabasar Kling og Bang ALLAR helgar í aðventu verður sannkallað jólatorg í miðbæ Mos- fellsbæjar. Komið hefur verið upp jólahúsum þar sem fyrirtæki og fé- lagasamtök selja alls kyns varning, allt frá kartöflum upp í jólatré. Skemmtiatriði og óvæntar uppá- komur verða alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Jólatorg- ið er opið laugardaga og sunnu- daga frá 14-18. Jólatorg á aðventu BERGMÁL, líknar- og vinafélag heldur aðventuhátíð sína í Há- teigskirkju á morgun, sunnudag- inn 7. desember, kl. 16. Ræðumað- ur er séra Örn Bárður Jónsson. Organisti Douglas A. Brotchie. Graduale Nobili syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar, Eiríkur Hreinn Helgason syngur einsöng. Veitingar í safnaðarheimilinu. All- ir eru velkomnir. Hátíð Bergmáls ÚTVARP Akraness hefur nú hafið göngu sína líkt og hefð er fyrir á þessum árstíma. Verður sent út alla helgina. Þessi skemmtilega viðbót í aðventuna á Akranesi hefur fest sig í sessi og þykir nauðsynlegur þátt- ur í jólaundirbúningnum. Sund- félag Akraness sér um útvarpið. Út- varpað er frá Skrúðgarðinum. Útvarp á aðventu STUTT Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞRÍR hafa tilkynnt að þeir gefi kost á sér til for- mennsku í Framsóknarflokknum. Þeir eru Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður, Höskuldur Þórhallsson alþing- ismaður og Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi. Kosið verður um formann á flokksþingi í janúar 2009. Í yfirlýsingu frá Páli Magnússyni segir að framtíð Framsóknarflokksins velti á því hvort hann skynji kall kjósenda eftir breytingum í íslenskum stjórnmálum. Hann segir og að meginverkefni stjórnmálanna næstu vikur og mánuði verði að standa vörð um heimilin í landinu. „Nái ég kjöri mun ég leggja höfuðáherslu á breytt vinnubrögð í flokksstarfi og aukið lýðræði,“ segir Páll í yfirlýsingu sinni. Páll telur að Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið og leggja síðan samning undir þjóðaratkvæði. Hann var aðstoðarmaður ráðherranna Finns Ingólfssonar og Valgerðar Sverrisdóttur. Páll var spurður hvort það yrði honum fjötur um fót í ljósi umræðunnar um einkavæðingu bankanna. Ekki taldi Páll svo vera. Hann kvaðst telja það mik- ilvægara fyrir Framsóknarflokkinn en aðra flokka að einkavæðing bankanna yrði rannsökuð af utanaðkom- andi hlutlausum aðilum, jafnvel útlendum. „[Fram- sóknarflokkurinn] hefur setið undir ásökunum. Það er búið að taka þetta ferli út í tvígang af Ríkisendurskoð- un og umboðsmaður [Alþingis] fjallaði um tiltekna þætti. Þrátt fyrir þetta hefur flokkurinn ekki getað svarað þessum ásökunum þannig að þær þagni. Ég tel að það sé að hluta til vegna þess að ferlið á sínum tíma hafi ekki verið nógu gegnsætt,“ sagði Páll. Höskuldur Þórhallsson vill að Framsóknarflokkur- inn leggi áherslu á að standa vörð um hagsmuni heim- ilanna í landinu. „Ég tel að það sé brýnasta verkefnið í augnablikinu og að leita allra leiða til að koma í veg fyr- ir atvinnuleysi. Einnig að fá hjól atvinnulífsins til þess að snúast aftur,“ sagði Höskuldur. Hann telur að við eigum að nýta auðlindirnar á skynsamlegan hátt. „Ef fólk vill nýta þau atvinnutækifæri sem eru í þess heimabyggð þá mun Framsóknarflokkurinn styðja það.“ Hvað varðar Evrópusambandsaðild sagði Höskuldur að ákvæði flokksfundur Framsóknarflokksins að farið yrði í aðildarviðræður við ESB þá mundi hann ekki leggjast gegn því. Hann kvaðst vilja að niðurstaða slíkra viðræðna yrði lögð undir þjóðaratkvæði. „Ég mun leggja mikla áherslu á að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum og Alþingi Íslendinga. Það þarf að gera skýran greinarmun á löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi og efla eftirlitshlutverk þingsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu Höskuldar. Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður, sem nú býr á Ak- ureyri, tilkynnti framboð sitt í gærkvöldi. Í yfirlýsingu hans segir m.a.: „Brýnustu málin til að byrja með eru að mínu mati að koma á einingu innan flokksins og græða þau sár sem á honum eru. Velferð fólksins og skuldugra heimila er gríðarlega mikilvægt að standa vörð um. Evrópumálin eru mér líka ofarlega í huga, ég hef ekki verið tals- maður inngöngu í Evrópusambandið hingað til, en vil að þjóðin fái að kjósa sem fyrst um hvort við eigum að fara í aðildarviðræður til að sjá hverju við töpum og hvað er í boði.“ Þrír í framboð til formanns Framsóknar Páll Magnússon Þórhallur Höskuldsson Jón Vigfús Guðjónsson Leggjast ekki gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.