Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 6
4
fjelagið fengi umráð yfir, eða trygði vjelstjóra sína
gegn slysum fyrir 10 þús. kr. En þessu var hafnað.
Aftur á móti varð samkomulag um sjálft kaupið, kr.
700,00 á mánuði. Og með því að viðkomandi vjel-
stjóri var vel ánægður með það, vildum vjer eigi
stofna til frekari deilu út úr hinu öðru, sem
á milli bar, og hættum samningaumleitunum.
„Gjaldið er afl þess, sem gera skal“,
Fjármálin; segir máltækið. Gildi þessa málshátt-
iðgjaldahækk- ar verður mönnum hvað ljósiast,
un o. fl. þegar þeir koma auga á nauðsyn ým-
issa umbóta, en finna um leið, að
pyngjan er tóm. Þetta hefir stjórnum Vjelstjórafje-
lagsins jafnan verið ljóst. Það er svo margt, sem
framkvæma þarf fjelaginu til eflingar. Það þarf
framkvæmdir á einhverju sviði innan fjelagsins til
þess, að meðlimirnir finni eða geti þreifað á því, að
fjelagsskapurinn sje annað og meira en nafnið tómt.
Það sem hingað til hefir einkum háð þessu fjelagi,
er fjeleysi og sundrung. Þó einkum sundrung. Kemur
hún einkum fram í því, hve mönnum er ósýnt um
að greiða fjelagsgjaldið. Það er varla hugsanlegt, að
gjaldið, sem varla mun fara fram úr 1% af meðal-
tekjum fjelagsmanna, sje svo tilfinnanlegt, að eigi
verði undir því risið. — Nei, það sem að er, er það,
að menn hafa ekki nógu glögt auga fyrir nauðsyn
gjaldsins. Fjelagsskapurinn er í eðli sínu ekki annað
en skuldbinding um gagnkvæma hjálp, ef á liggur.
Við verðum að gera okkur ljóst, að næstu ár verða
að sjálfsögðu reynsluár fyrir fjelagið. Það má búast
við að eftirspurn eftir vjelstjórum minki, og að kaup-