Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 8

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 8
6 minni hækkun eða enga. Vitanlega er naumast hægt að tala um vilja fjelagsmanna, þegar eigi koma inn nema um V3 hluti atkvæða.. En gera verður ráð fyrir því, að þeir sem eigi greiða atkvæði, sjeu ekki mjög mótfallnir því, sem farið er fram á, því annars mundu þeir snúast gegn því. í þessu sambandi er rjett að taka nokkra liði í reikningum síðasta árs til athugunar. í árslok 1924 voru skuldir meðlimanna við fjelagið kr. 189,50 og við styrktarsjóðinn kr. 711,63. í árslok 1925 eru til- svarandi tölur kr. 1605,50 og kr. 1528,57. Skuldimar við fjelagssjóðinn hafa næstum því tólffaldast, en tvöfaldast við styrktarsjóðinn. Og þegar þess er gætt, að síðasti gjalddagi er 1. okt. ár hvert, og þeir, sem skulda eftir þann tíma, hafa fyrirgert rjetti sínum í fjelaginu, er augljóst, að ástandið á þessu sviði fje- lagsmálanna er mjög óviðeigandi. Hjer er áberandi afturför, enda þótt færa megi það til afsökunar að fjelagsgjaldið var hækkað á miðju ári, ef til vill sum- um nauðugt. En þess átti styrktarsjóðurinn ekki að gjalda svo greipilega. Er þetta ástand síst örfandi fyrir þá menn, sem hafa framkvæmdir fyrir fjelag- ið með höndum. Einn er sá liður í reikningi fjelagssjóðsins, sem menn munu óska skýringa á, er það kostnaðurinn við rekstur fjelagsins. Ilann hefir meira en þrefaldast á árinu eftir reikningnum að dæma. En það er eigi allskostar rjett, því allmikið af því eru greiðslur, er heyra til árinu á undan. Er það vjelritun og skýrslu- prentun er nemur rúmum 100 kr. Stærsti útgjalda- liðurinn er kostnaður Við skýrsluna 1925 eða 255 kr.

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.